Atvinnu- og þróunarráð

16. fundur 22. janúar 2014 kl. 16:15 - 17:45 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Viggó Einar Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ýr Gunnlaugsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Áshildur Bragadóttir.
Dagskrá

1.1401339 - Atvinnumál

Lagðar fram til kynningar atvinnuleysistölur frá Vinnumálastofnun.

Ákveðið var að skoða gögnin betur á næsta fundi ráðsins.

2.1401340 - Markaðsstofa

Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir síðustu tveggja funda stjórnar Markaðsstofu Kópavogs. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs kynnti starf félagsins og helstu verkefni.

3.1207107 - Erindisbréf atvinnu- og þróunarráðs

Erindisbréf Atvinnu- og þróunarráðs var lagt fram en það var samþykkt var einróma í bæjarráði þann 12. desember sl.

Ráðið fagnar því að erindisbréf hafi borist.

Fundi slitið - kl. 17:45.