Atvinnu- og þróunarráð

14. fundur 12. júní 2013 kl. 16:00 - 16:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Viggó Einar Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Ýr Gunnlaugsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Björnsson starfsmaður nefndar
  • Ólafur Örn Karlsson
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá
Nýráðinn framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs mætir á fundinn til skrafs og ráðagerða varðandi fyrstu verkefni Markaðsstofunnar.

1.1205367 - Markaðsstofa - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Undir þessum lið sitja fundinn Áshildur Bragadóttir, nýráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs og Theódóra Þorsteinsdóttir formaður stjórnar Markaðsstofu.

Áshildur dreifði á fundinum drögum af starfsáætlun Markaðsstofu og þær Thódóra fjölluðu síðan um drögin og þær hugmyndir sem uppi eru um starfsemina.

Fjörugar umræður urður um Markaðsstofuna og lýsa ráðsmenn mikilli ánægu með fyrstu skrefin sem tekin hafa verið. Áshildur og Theódóra viku síðan af fundi.

2.1205470 - Atvinnu- og þróunarráð - önnur mál

Ráðið ítrekar fyrri ósk sína um að Atvinnu- og þróunarráði verði sett erindisbréf.

Fundi slitið - kl. 16:00.