Atvinnu- og þróunarráð

6. fundur 26. september 2012 kl. 16:15 - 18:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Sigurður Björnsson starfsmaður nefndar
  • Viggó Einar Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Ýr Gunnlaugsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson Starfsmaður
Dagskrá

1.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Frá bæjarritara, dags. 20/9, afrit af umsögn til bæjarstjóra varðandi fjármögnun tillögu atvinnu- og þróunarráðs um samstarfsvettvang fyrirtækja og stofnana, þar sem fram kemur að fjármagn til framkvæmdarinnar rúmast vel innan gildandi fjárhagsáætlunar.

Samþykkt að boða forsvarsmenn fyrirtækja til kynningarfundar um samstarfsvettvang fyrirtækja og stofnana fimmtudaginn 1. nóvember n.k. kl. 12.00

Fyrirtækjum verður boðið bréflega til fundarins af bæjarstjóra fyrir 19. október.

Borist hefur tilkynning frá EBÍ um fjögur hundruð þúsund króna styrk til verkefnisins og kann ráðið EBÍ bestu þakkir fyrir.

2.1203097 - Vinnuhópur um atvinnumál. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni og Ólafi Þór Gunnarssyni

Frá bæjarstjóra, svör við spurningum frá menningar- og þróunarráði um átakshóp um atvinnumál, lögð fram á fundi bæjarráðs 20/9.

Svar bæjarstjóra lagt fram fyrir nefndina.

Ráðið þakkar svörin og óskar jafnframt eftir nánari upplýsingum um árangur af starfsemi Atvinnutorgs og Vinnandi vegs sem nefnd eru í svarinu.

Fundi slitið - kl. 18:00.