- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bæjarráð hefur fjallað um tillögu ráðsins frá síðasta fundi og hefur falið ráðinu að vinna áfram að verkefninu. Ráðið hefur þegar skoðað ýmsar hugmyndir.
Ráðið óskar eftir því við skrifstofustjóra að hann afli upplýsinga um form og skilgreint hlutverk markaðsskrifstofa landshlutanna og leggi fyrir næsta fund.
A) Sigurjón óskar eftir því að fyrir næsta fund verði lagðar sundurgreindar upplýsingar um atvinnuleysi í Kópavogi.
B) Einnig óskar Sigurjón eftir upplýsingum um fjölda umsókna um sumarstörf og hversu mörg störf voru í boði og hvernig þau nýtast.
C) Ráðið hefur áhuga á að árlega verði veitt viðurkenning til fram úr skarandi atvinnustarfsemi í bænum.
D) Upplýst er að gerð erindisbréfs fyrir ráðið er í eðlilegum farvegi.
Fundi slitið - kl. 16:15.
Böðvar Bjarki Pétursson, stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands, sat fundinn undir þessum lið. Hann flutti ráðinu kynningu á starfsemi skólans og ræddi möguleika á því að skólinn flytti starfsemi sína í Víkurhvarf í Kópavogi. Óskað er eftir atbeina Kópavogsbæjar vegna þess.
Ráðið hefur áhuga á að málið verði skoðað frekar.