Atvinnu- og þróunarráð

5. fundur 21. ágúst 2012 kl. 16:00 - 18:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Viggó Einar Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Ýr Gunnlaugsdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
ATHUGIÐ. Fundurinn hefst með heimsókn til OK HULL að Vesturvör 36 kl. 16.00.

1.1208601 - Heimsókn í OK HULL, Vesturvör 36

Björn Jónsson forstjóri OK Hull ehf. tók á móti ráðinu og kynnti starfsemi fyrirtækisins í Vesturvör.

Atvinnu- og þróunarráð þakkar góða kynningu á fyrirtækinu og framtíðaráformum. Ráðið fagnar þeirri nýsköpun sem á sér stað innan fyrirtækisins og áformum um uppbyggingu þess.

2.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Atvinnu- og þróunarráð samþykkir að haldinn skuli fundur með fyrirtækjum í bænum þar sem formlega verði unnið að stofnun félags. Á næsta fundi ráðsins verði lagt fram svar við því hvort fjármagn rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins vegna þessa verkefnis.

3.1207205 - Ráðstefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavík). Boð um aðild að starfi samtakanna.

Erindi framkvæmdastjóra Meet in Reykjavik, dags. 6. júlí, varðandi boð um aðild að starfi samtakanna. Erindinu var vísað úr bæjarráði til umsagnar atvinnu- og þróunarráðs.

Atvinnu- og þróunarráð telur ekki rétt að Kópavogsbær taki þátt í starfi samtakanna að svo komnu máli.

4.1205409 - Fundargerðir starfshóps um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið.

Lögð fram lokaskýrsla starfshópsins, dags. 22. júní, ásamt fylgiskjölum. Bæjarstjórn vísaði skýrslunni til umsagnar atvinnu- og þróunarráðs.

Atvinnu- og þróunarráð tekur undir tillögu starfshópsins og hvetur bæjarráð til að samþykkja hana.

Fundi slitið - kl. 18:00.