Afgreiðslur byggingarfulltrúa

51. fundur 17. júlí 2012 kl. 08:30 - 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Norðdahl byggingafulltrúi
Dagskrá

1.1207256 - Baugakór 36, umsókn um byggingaleyfi

Kópavogsbær, Fannborg 2, sækir 13. júlí 2012 um leyfi til að staðsetja færanlegar kennslustofum á lóðina að Baugakór 36.
Teikn. Kristján Ásgerisson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 17. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1207228 - Digranesvegur 62, umsókn um byggingarleyfi

Sigurður Ingvar Hjaltason, Digranesvegur 62, Kópavogi sækir 12. júlí 2012 um leyfi til að byggja bílskúr að Digranesvegi 62.
Teikn. Björn Gústafsson

Byggingarfulltrúi vísar erindinu 17. júlí 2012 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.1111285 - Hvannhólmi 4, umsókn um byggingarleyfi.

Björgvin Örn Antonsson, Hvannhólmi 4, Kópavogi sækir 13. júlí 2012 um leyfi að minnka áður samþykkta viðbyggingu að Hvannhólmi 4.
Teikn. Einar V. Tryggvason

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 17. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010

4.906161 - Smáratorg 1, umsókn um byggingarleyfi.

SMI, Smáratorg 3, Kópavogi sækir 6. júlí 2012 um leyfi til að fá samþykktar reyndarteikningar að Smáratorg 1.
Teikn. Egill Guðmundsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 17. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010

5.1006175 - Víghólastígur 24, umsókn um byggingarleyfi.

IDEA ehf. Vesturvör 36, Kópavogi sækir 16. júlí 2012 um leyfi til að breyta stærðarskráningu að Víghólastíg 24.
Teikn. Haukur Ásgeirsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 17. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010

6.1207227 - Þrymsalir 10, Umsókn um byggingaleyfi

Jón Tómas Ásmundsson, Björtusalir 4, Kópavogi sækir 12. júní 2012 um leyfi til að byggja einbýli að Þrymsalir 10.
Teikn. Kjartan Sigurðsson.
Lögð fram beiðni lóðarhafa dags. 9. júlí 2012 um undanþágu frá 6. til 16. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með tilvísun í 1. tölulið í ákvæðum til bráðabirgða í reglugerðinni.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 17. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið - kl. 09:00.