Afgreiðslur byggingarfulltrúa

172. fundur 12. nóvember 2015 kl. 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Jóhannes Pétursson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1508065 - Álftröð 1, byggingarleyfi.

Valur Kristjánsson ehf., Álftröð 1, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að byggja við bílskúr, utanáliggjandi stiga og fjölga íbúðum á lóðinni að Álftröð 1.
Teikn: Hildur Bjarnadóttir.
Byggingarfulltrúi hafnar umsókninni 12. nóvember 2015 með tilvísun í afgreiðslu skipulagsnefndar 26. október og bæjarstjórn dags 10. nóvember 2015 með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.1509468 - Bæjarlind 5, byggingarleyfi.

Fagsmíði ehf., Kársnesbraut 98, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á innra skipulagi að Bæjarlind 5.
Teikn: Ögmundur Skarphéðinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. nóvember 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

3.1502367 - Dimmuhvarf 2, byggingarleyfi.

Kópavogsbær, Fannborg 2, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að fá samþykktar reyndarteikningar að Dimmuhvarfi 2.
Teikn: Þorkell Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. nóvember 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

4.1511206 - Hagasmári 1, Smárabíó, byggingarleyfi.

Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf., Hagasmári 1, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á innra skipulagi í anddyri Smárabíós að Hagasmára 1.
Teikn: Sigurður Halldórsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. nóvember 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

5.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Kristján Kristjánsson, Langabrekka 5, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að byggja við bílskúr að Löngubrekku 5.
Teikn: Jón Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi hafnar umsókninni 12. nóvember 2015 með tilvísun í afgreiðslu skipulagsnefndar 26. október og bæjarstjórn dags 10. nóvember 2015 með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.912323 - Litlavör 11, umsókn um byggingarleyfi.

Jón H. Ásmundsson, Litlavör 11, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að byggja yfir svalir að Litluvör 11.
Teikn: Jón H. Hlöðversson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. nóvember 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

7.1507201 - Lundur 8-18, byggingarleyfi.

Bygg ehf., Borgartún 31, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á einangrun að Lundi 8-18.
Teikn: Guðmundur Gunnlaugsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. nóvember 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

8.1511092 - Nýbýlavegur 78, byggingarleyfi.

Þelamörk, Digranesvegi 14, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að byggja fjölbýlishús að Nýbýlavegi 78.
Teikn: Richard Ólafur Briem.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 12. nóvember 2015 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

9.1510774 - Ögurhvarf 6, byggingarleyfi.

Ás styrktarfélag, Skipholti 50c, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir að gera skrifstofur og vinnustofur ásamt fleiri breytingum að Ögurhvarf 6.
Teikn: Anna M. Hauksdóttir.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. nóvember 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið.