Afgreiðslur byggingarfulltrúa

179. fundur 11. febrúar 2016 kl. 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Jóhannes Pétursson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1512622 - Austurkór 89a og b, byggingarleyfi.

Steinar Jónsson, Austurkór 79, Kópavogi sækir um leyfi til að gera breytingar á brunamerkingum að Austurkór 89 a og b.
Teikn. Jón Þór Þorvaldsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. febrúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

2.1509170 - Álfhólsvegur 84, byggingarleyfi.

Bryndís Ósk Björnsdóttir, Álfhólsvegur 84, Kópavogi sækir um leyfi til fá samþykktar reyndarteikningar að Álfhólsvegi 84.
Teikn. Jón Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 26. janúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

3.14021126 - Dimmuhvarf 9b, byggingarleyfi.

Helga Salbjörg Guðmundsdóttir og Sigurður Guðmundsson, Dimmuhvarf 9b, Kópavogi sækir um leyfi til að gera breytingar á skráningartöflu að Dimmuhvarf 9b.
Teikn. Helgi Hafliðason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. febrúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

4.1412122 - Fagrabrekka 15, byggingarleyfi

Sveinn Sigurðsson, Fagrabrekka 15, Kópavogi sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu að Fögrubrekku 15.
Teikn. Gunnar Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. febrúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

5.1511772 - Faldarhvarf 1-9, byggingarleyfi.

Sætrar ehf., Gerðhamrar 27, Reykjavík sækir um leyfi til að byggja raðhús að Faldarhvarfi 1-9.
Teikn. Kjartan Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. febrúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

6.1211284 - Grænatún 20, umsókn um byggingarleyfi.

Jón Ólafsson, Smyrlahraun 47, Hafnarfirði sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi og svalarhurð að Grænatúni 20.
Teikn. Einar V. Tryggvason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. febrúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

7.16011497 - Hlíðasmári 13, byggingarleyfi.

Smárahótel ehf., Hlíðasmára 13, Kópavogi sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Hlíðasmára 13.
Teikn. Sigurður Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. febrúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

8.904238 - Hófgerði 2, umsókn um byggingarleyfi.

Casa Nova, Kópavogsbraut 69, Kópavogi sækir um leyfi til að rífa bílskúr og byggja bílskúr og bílskýli að Hófgerði 2.
Teikn. Pétur Örn Björnsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 11. febrúar 2016 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

9.16011506 - Kársnesbraut 17, byggingarleyfi.

Edda Ríkharðsdóttir, Huldubraut 14, Kópavogi sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi og útliti að Kársnesbraut 17.
Teikn. Guðlaug Erna Jónsdóttir.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. febrúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

10.1602202 - Kleifakór 5, byggingarleyfi.

Guðlaug Sigríksdóttir, Kleifakór 5, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á innra skipulagi, sorpgeymslu og stoðveggja að Kleifakór 5.
Teikn. Friðrik Ólafsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. febrúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

11.1509865 - Lyngbrekka 18, byggingarleyfi.

Dainoras Pacevieius, Lyngbrekka 18, Kópavogi sækir um leyfi til að byggja svalir ofan á bílskúr að Lyngbrekku 18.
Teikn. Lárus Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. febrúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

12.15062367 - Vindakór 2-8, byggingarleyfi.

Vindakór 2-8, húsfélag, Vindakór 2-8, Kópavogi sækir um leyfi til að byggja yfir svalir og vindföng við stigagang að Vindakór 2-8.
Teikn. Aðalsteinn V. Júlíusson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. febrúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið.