Afgreiðslur byggingarfulltrúa

53. fundur 08. ágúst 2012 kl. 08:30 - 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Einar Sigurðsson
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Gísli Norðdahl byggingafulltrúi
Dagskrá

1.1208036 - Bakkasmári 16, umsókn um byggingarleyfi

Helgi Þórisson, Bakkasmára 16, 200 Kópavogi sækir 2. ágúst 2012 um leyfi til að byggja við húsið að Bakkasmára 16.
Teikn.
Einar V. Tryggvason

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. ágúst 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1208145 - Dalaþing 8, beiðni um samþykki vegna girðingar og garðskýlis

Sigurbjörn Þorbergsson og Helga Loftsdóttir, Dalaþingi 8, 203 Kópavogi óska 1. ágúst 2012 eftir samþykki kópavogsbæjar til að reisa skjólgirðingu og smáhýsi á lóðarmörkum við opið svæði bæjarins.

Byggingarfulltrúi vísar erindinu 8. ágúst 2012 til skipulagsnefndar.

3.1208144 - Hafnarbraut 12, umsókn um byggingaleyfi

Drómi hf. Lágmúla 6, 108 Reykjavík sækir 31. júlí 2012 um leyfi til að rífa húsið að Hafnarbraut 12, þar sem húsið verður fyrir samþykktu deiliskipulagi á svæðinu.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. ágúst2012 með fyrirvara um starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins um niðurrif hússins.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1207636 - Smiðjuvegur 28, umsókn um byggingarleyfi

Eik fasteignafélag, Sóltúni 26, 105 Reykjavík sækir 30. júlí 2012 um leyfi til að breyta brunavörnum í húsinu að Smiðjuvegi 28.
Teikn.
Reynir Adamsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. ágúst 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

5.1207651 - Þorrasalir 1-3, umsókn um byggingarleyfi

Sigurbjörg Magnúsdóttir, Grenigrund 7, 200 Kópavogi sækir 31. júlí 2012 um svalalokun á svalir íbúðar 0402.
Teikn.
Kristinn Ragnarsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. ágúst 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 09:00.