Afgreiðslur byggingarfulltrúa

413. fundur 28. febrúar 2025 kl. 11:00 - 11:33 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Jens Karl Bernharðsson starfsmaður tæknisviðs
  • Þórólfur Óskarsson starfsmaður nefndar
  • Sigurgeir Sveinsson starfsmaður umhverfissviðs
  • Kristjana H Kristjánsdóttir
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir fulltrúi byggingarfulltrúa.
Dagskrá

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

1.23021325 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Akrakór 7 - Flokkur 1,

Ágúst Sverrir Egilsson og Soffía Guðrún Jónsdóttir, sækja um leyfi fyrir að byggja 22 m2 sólstofu á svölum 2. hæðar að Akrakór 7.

Teikning: Sveinbjörn Jónsson.
Samþykkt. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

2.2412162 - Lækjarbotnaland 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Hlóðir fasteignafélag ehf. sækir um leyfi fyrir að samþykkja reyndarteikningar að Lækjarbotnalandi 23.

Teikning: Kristján Ásgeirsson.
Vísað til skipulagsfulltrú með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

3.2406656 - Skálaheiði 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Daði Daníelsson, sækir um leyfi fyrir að byggja 30 m2 viðbyggingu ofan á bílskúr að Skálaheiði 1.

Teikning: Guðjón Þórir Sigfússon.
Samþykkt. Samrýmist lögum nr. 160/2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis og að henni verði þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

4.24072389 - Vallargerði 34 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Kristens Jónsson. sækir um leyfi fyrir að byggja yfir svalir og fallvörn á svalir yfir bílageymslu að Vallargerði 34.

Teikning: Jón Magnús Halldórsson.
Synjað með tilvísun í afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs 17. febrúar 2025 með tilvísun í 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010

Fundi slitið - kl. 11:33.