Afgreiðslur byggingarfulltrúa

412. fundur 14. febrúar 2025 kl. 11:00 - 11:39 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Jens Karl Bernharðsson starfsmaður tæknisviðs
  • Sigurbjartur Halldórsson aðstoðarbyggingarfulltrúi
  • Þórólfur Óskarsson starfsmaður nefndar
  • Sigurgeir Sveinsson
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Kristjana H Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir fulltrúi byggingarfulltrúa.
Dagskrá

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

1.24121525 - Dalvegur 10-14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Bitter ehf. sækir um leyfi fyrir að setja nýtt milliloft að Dalvegi 10-14.

Teikning: Mardís Malla Andersen.
Samþykkt. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

2.24071766 - Dalvegur 10-14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Kettás Fasteignir ehf. sækir um leyfi fyrir að setja upp LED skilti að Dalvegi 10-14.

Teikning: Sigurður Hafsteinsson.
Frestað með vísan í umsögn skipulagsdeildar dags. 11 febrúar 2025. Sækja þarf um breytingu á deiliskipulagi.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

3.24093726 - Nýbýlavegur 64 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

HOGA ehf. sækir um leyfi fyrir að skipta íbúð 0301 í tvær íbúðir og setja tvær svalir á suðurhlið að Nýbýlavegi 64.

Teikning: Freyr Frostason.
Vísað til skipulagsfulltrú með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

4.24101482 - Urðarhvarf 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

DCP ehf. sækir um leyfi fyrir að reisa stoðvegg og tröppur að Urðarhvarfi 4.

Teikning: Sigurlaug Sigurjónsdóttir.
Samþykkt. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

5.2502424 - Tónahvarf 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

THV ehf. sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á innra skipulagi að Tónahvarfi 5.

Teikning: Björgvin Halldórsson.
Samþykkt. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

6.2411194 - Víkurhvarf 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

FÍ fasteignafélag slhf. sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á innra skipulagi í rými 0202 að Víkurhvarf 3.

Teikning: Mardís Malla Andersen.
Samþykkt. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 11:39.