Afgreiðslur byggingarfulltrúa

401. fundur 06. september 2024 kl. 11:00 - 11:51 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Sigurbjartur Halldórsson aðstoðarbyggingarfulltrúi
  • Sigurgeir Sveinsson
Fundargerð ritaði: Valdimar Gunnarsson Byggingarfulltrúi.
Dagskrá

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

1.24082512 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Borgarholtsbraut 9

Kristján Ingi Gunnarsson, Borgarholtsbraut 9, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að setja svalir á íbúð 0201 að Borgaholtsbraut 9.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. september 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

2.2407364 - Dalvegur 30 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Merkúr ehf. , Lynghálsi 4, Reykjavík sækir um leyfi fyrir að byggja atvinnuhúsnæði að Dalvegi 30A.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. september 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010 með vísan til gildandi deiliskipulags Smárans Dalvegur 30, sem tók gildi þann 11. júlí 2024, skal þinglýsa yfirlýsingu vegna ljósvistar fyrir útgáfu byggingarleyfis

Með vísan til ofangreinds skal eftirfarandi kvöð þinglýst á lóðina:

Tryggja skal að ekki berist ljósmengun frá mannvirkjum á lóðinni til ónæðis fyrir aðliggjandi íbúðarbyggð í Lækjar-, Hlíðar og Trönuhjalla með því t.d. að slökkva á lýsingu eða draga fyrir glugga á kvöldin milli kl. 21:00 og 07:00 frá 1. september til 1. maí.

Framangreindri kvöð skal þinglýst á lóðina nr. 30A við Dalveg, Kópavogi, landnr. L172918, fastanr. 252-1419, staðgr. 1209140 og verður henni ekki aflýst nema með samþykki Kópavogsbæjar.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

3.24081775 - Digranesvegur 64 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Istribris Karalasingkam, Ásbraut 9, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að byggja bílskúr að Digranesvegi 64.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 6. september 2024 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

4.2312633 - Fornahvarf 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Baltasar K. Baltasarsson, Fornahvarfi 10, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að byggja við íbúðarhús, gufubað, vinnustofa, bílskúr og breytingar úti að Fornahvarfi 10.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. september 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

5.24082702 - Hagasmári 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Heimar hf. Fasteignafélag, Hagasmára 1, Kópavogi sækir um leyfi fyrir breytingum á innraskipulagi rýmis L171/L181 að Hagasmára 1.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. september 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

6.2404745 - Hófgerði 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Borgatún ehf., Egilsmóa 5, Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir að stækka kvisti og gera breytingar á innra skipulagi að Hófgerði 18.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. september 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

7.24072235 - Kópavogsbraut 115 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Atlantsolía ehf., Lónsbraut 220, Hafnarfirði sækir um leyfi fyrir að klæða jarðhæð með bárujárni að Kópavogsbraut 115.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. september 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

8.2208398 - Naustavör 2-12 2R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Kópavogsbær , Digranesvegi 1, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að setja upp svalalokun á íbúð 0302 að Naustavör 2.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. september 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

9.24081373 - Skjólbraut 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Skjólbraut 11 ehf., Melhaga 22, Reykjavík sækir um leyfi fyrir að fá að gera breytingar á innraskipulagi íbúðar 0202.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. september 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

10.24041465 - Skólatröð 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Kópavogsbær, Digranesvegi 1, Kópavogi sækir um leyfi fyrir leikskóla að Skólatröð 13.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. september 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

11.24091158 - Silfursmári 2. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.

5281 ehf, Móaflöt 15, Garðabæ sækir um leyfi fyrir að fá að innrétta verslun í rými 0102 í mhl. 03 að Silfursmára 2.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. september 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

12.24072033 - Smiðjuvegur 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Alþjóðleg kirkja Guðs og Embætti Jesú Krists, Smiðjuvegi 11, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að fá að breyta innraskipulagi samkomusalar, að Skemmuvegi 11.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. september 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

13.2407563 - Vallargerði 40 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Sigtryggur Aðalbjörnsson, Vallargerði 40, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að fá að byggja bílskúr að Vallargerði 40.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 6. september 2024 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

14.2312831 - Vesturvör 32B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Ayling Capital ehf., Tónahvarfi 3, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að fá að setja upp fjarskiptalofnet á Vesturvör 32.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. september 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 11:51.