Afgreiðslur byggingarfulltrúa

280. fundur 22. nóvember 2019 kl. 11:00 - 12:00 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Bjarni Rúnar Þórðarson embættismaður
  • Jens Karl Bernharðsson starfsmaður tæknisviðs
  • Sigurbjartur Halldórsson aðstoðarbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

1.1911315 - Dalaþing 7A, byggingarleyfi

Jóhann Þórir Islind, Dalaþing 7A, Kópavogi, sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Dalaþingi 7 - 7A.
Teikning: Sigurður Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. nóvember 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

2.1907252 - Dalvegur 28, byggingarleyfi.

Baldur Jónsson, Grænihjalli 25, Kópavogur, sækir um leyfi til að fá samþykktar reyndarteikningar að Dalvegi 28.
Teikning: Ágúst Þórðarson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. nóvember 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

3.1312048 - Hagasmári 3, byggingarleyfi.

Nýr Norðurturn, Borgartún 26, Reykjavík, sækir um leyfi til að loka rými undir rampa Hagasmári 3.
Teikning: Kristinn Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. nóvember 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

4.1909587 - Hjallabrekka 2, byggingarleyfi.

Gullkornið, Álfhólsvegur 115, Kópavogur, sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi, bakarí að Hjallabrekku 2.
Teikning: Friðrik Ólafsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. nóvember 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

5.1905453 - Hjallabrekka 2, byggingarleyfi.

Lykill fjármögnun, Ármúla 1, Reykjavík, sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi, fiskbúð að Hjallabrekku 2.
Teikning: Friðrik Ólafsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. nóvember 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

6.1911036 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Holtagerði 78

Hávar Sigurjónsson, Holtagerði 78, Kópavogur, sækir um leyfi til að byggja sólskála að Holtagerði 78.
Teikning: Sigurður Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. nóvember 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

7.1911579 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Hraunbraut 18

Gunnar Örn Rúnarsson, Hraunbraut 18, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu, breytingar á innra skipulagi og endurbætur á húsi að Hraunbraut 18.
Teikning: Andri Gunnar Lyngberg Andrésson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 22. nóvember 2019 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

8.1911050 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Huldubraut 7

Verkstjórn ehf., Melhagi 20, Reykjavík, sækir um leyfi til að rífa niður hús á lóðinni að Huldubraut 7.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. nóvember 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið - kl. 12:00.