Afgreiðslur byggingarfulltrúa

259. fundur 11. janúar 2019 kl. 11:00 - 12:00 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Sigurbjartur Halldórsson aðstoðarbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

1.1809800 - Auðbrekka 13, byggingarleyfi.

GG verk., Askalind 3, Kópavogi, sækir um leyfi til að minnka húsið að Auðbrekku 13
Teikning: Gunnar Bogi Borgarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. janúar 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

2.1810070 - Auðbrekka 9-11, byggingarleyfi.

Gildi fasteignafélag ehf. Nýbýlavegur 8, Kópavogi, sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi, gistiheimili að Auðbrekku 9-11.
Teikning: Jón M. Halldórsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 11. janúar 2019 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

3.1811247 - Bakkabraut 9-23, byggingarleyfi

Nes þróunarfélag hf., Borgartún 25, sækir um leyfi til að rífa hús á lóðinni að Bakkabraut 9.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. janúar 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

4.1901263 - Lækjarbotnaland 4, niðurif á húsi

Kópavogsbær, Digranesvegur 1, sækir um leyfi til að rífa hús á lóðinni að Lækjarbotnaland 4.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. janúar 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

5.1901262 - Lækjarbotnaland 5, niðurrif á húsi

Kópavogsbær, Digranesvegur 1, sækir um leyfi til að rífa hús á lóðinni að Lækjarbotnaland 5.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. janúar 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

6.1706767 - Sunnusmári 24-28, byggingarleyfi

Smárabyggð ehf. Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, sækir um leyfi til setja þaksvalir að Sunnusmára 24-28.
Teikning: Arnar Þór Jónsson
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. janúar 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið - kl. 12:00.