Afgreiðslur byggingarfulltrúa

20. fundur 30. ágúst 2011 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1108390 - Aflakór 10, umsókn um byggingarleyfi.

Jóhann Geir Harðarson, Baugakór 16, Kópavogi, sækir 26. ágúst 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Aflakór 10.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 30. ágúst 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1106317 - Almannakór 9, umsókn um byggingarleyfi.

Ingibjörg Agnes Jónsdóttir og Engilbert Þórðarson, Smárarimi 9, Reykjavík, sækir 21. júní 2011 um leyfi til að byggja einbýlishús að Almannakór 9.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 30. ágúst 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1108272 - Hagasmári 1, rými U-251 og U-261 umsókn um byggingarleyfi.

ÍA ehf., Hagasmári 1, Kópavogi, sækir 15. ágúst 2011 um leyfi til að sameina rými U251 og U261 að Hagasmára 1.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 30. ágúst 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1009006 - Hæðarendi 6, umsókn um byggingarleyfi.

Frímann Frímannsson, Jörfalind 28, Kópavogi, sækir 15. ágúst 2011 um leyfi til að hækka mæni um 42 cm og vegg um 22 cm. að Hæðarenda 6.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 30. ágúst 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

5.1009008 - Hæðarendi 8, umsókn um byggingarleyfi.

Leifur Einar Einarsson, Fjallakór 5, Kópavogi, sækir 15. ágúst 2011 um leyfi til að hækka mæni um 42 cm og vegg um 22 cm. að Hæðarenda 8.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 30. ágúst 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

6.1108286 - Vesturvör 12, umsókn um byggingarleyfi.

Íslensk-amreríska verslunarfélagið ehf., Tunguháls 11, Reykjavík, sækir 18. ágúst 2011 um leyfi til að byggja tæknirými fyrir gufuketil og spennustöð að Vesturvör 12.

Byggingarfulltrúi vísar erindinu 30. ágúst 2011 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Fundi slitið - kl. 08:30.