Afgreiðslur byggingarfulltrúa

49. fundur 03. júlí 2012 kl. 08:30 - 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Smári Magnús Smárason embættismaður
Fundargerð ritaði: Gísli Norðdahl
Dagskrá

1.1206541 - Engihjalli 8, umsókn um byggingarleyfi.

Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, Reykjavík sækir 26. júní 2012 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi og þakkanti að Engihjalla 8.
Teikn. Kristján Ásgeirsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 3. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1206577 - Klappakór 2-6, umsókn um byggingarleyfi.

Jóhannes Ásbjörnsson, Klappakór 2-6, Kópavogi sækir 28. júní 2012 um leyfi til að byggja yfir svalir að Klappakór 2-6.
Teikn. Björgvin Snæbjörnsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 3. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1206588 - Reynihvammur 35, umsókn um byggingarleyfi.

Pamela De Sensi, Reynihvammur 35, Kópavogi sækir 26. júní 2012 um leyfi til að byggja viðbyggingu að Reynihvammi 35
Teikn. Luigi Bartolozzi.






Byggingarfulltrúi vísar erindinu 3. júlí 2012 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.1206572 - Selbrekka 8, umsókn um byggingarleyfi.

Víkingur Heiðar Arnórsson, Kársnesbraut 64, Kópavogi sækir 27. júní 2012 um leyfi til að byggja sólskála að Selbrekku 8.
Teikn. Stefán Örn Stefánsson.

Byggingarfulltrúi vísar erindinu 3. júlí 2012 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.1206555 - Smiðjuvegur 4c, umsókn um byggingarleyfi.

EP Leynir ehf., Unufelli 19, Reykjavík sækir 26. júní 2012 um leyfi til að gera breytingar á útliti að Smiðjuvegi 4c.
Teikn. Haukur Viktorsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 3. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

6.1206605 - Þrymsalir 8,umsókn um byggingarleyfi.

S.G. Smiður ehf. Þrymsölum 6, Kópavogi sækir um 28. júní 2012 um leyfi til að byggja einbýlishús að Þrymsölum 8.
Teikn. Kjartan Sigurðsson.
Lögð fram beiðni lóðarhafa dags. 29. júní 2012 um undanþágu frá 6. til 16. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með tilvísun í 1. tölulið í ákvæðum til bráðabirgða í reglugerðinni.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 3. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

7.907079 - Þorrasalir 37, umsókn um byggingarleyfi.

Júlíus Sigurjónsson, Espigerði 2. reykjavík sækir um leyfi til að breyta þaki á húsinu að Þorrasölum 37.
Teikn. Vilhjálmur Hjálmarsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 3. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 09:00.