Afgreiðslur byggingarfulltrúa

25. fundur 25. október 2011 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1007208 - Austurkór 5, umsókn um byggingarleyfi.

Mótandi ehf., Jónsgeisli 11, Reykjavík, sækir 14. október 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Austurkór 5.
Teikn. Kjartan Sigurðsson

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 25. október 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1110298 - Hagasmári 1, umsókn um byggingarleyfi.

Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf., Hagasmári 1, Kópavogi, sækir 21. október 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi, skrifstofur í rými 3-105 að Hagasmára 1.
Teikn. Sigurlaug Sigurjónsdóttir

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 25. október 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1110294 - Hraunbraut 36, umsókn um byggingarleyfi.

Sólrún Halldórsdóttir, Hraunbraut 36, Kópavogi, sækir 17. október 2011 um leyfi til að gera breytingar á gluggum og óuppfyllt rými sameinað 0103 að Hraunbraut 36.
Teikn. Kristinn Ragnarsson

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 25. október 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1109215 - Hófgerði 11, umsókn um byggingarleyfi.

Hólmsteinn Steingrímsson. Hófgerði 11, Kópavogi, sækir 20. september 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi og breyta kvisti að norðanverðu að Hófgerði 11.
Teikn. Sigurður Hafsteinsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 25. október 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

5.904173 - Þrúðsalir 2, umsókn um bygginarleyfi.

Ágúst Ólafsson, Húsalind 11, Kópavogi, sækir 12. október 2011 um leyfi til að gera breytingar á útvegg að Þrúðsölum 2.
Teikn. Arnar Ingi Ingólfsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 25. október 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

6.1109047 - Þrúðsalir 7, umsókn um byggingarleyfi.

SG Smiður ehf., Þrymsölum 6, Kópavogi, sækir 10. október 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi, tvöfaldur bílskúr í stað einf. og hús stækkar að Þrúðsölum 7.
Teikn. Kjartan Sigurðsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 25. október 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

7.1012084 - Örvasalir 4, umsókn um byggingarleyfi.

Arnór Gunnarsson, Hlynsalir 3, Kópavogi, sækir 12. október 2011 um leyfi til að gera vegg á lóðarmörkum að Örvasölum 4.
Teikn. Sigurður Hallgrímsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 25. október 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 08:30.