Afgreiðslur byggingarfulltrúa

109. fundur 18. mars 2014 kl. 09:00 - 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Smári Magnús Smárason embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1310002 - Álfhólsvegur 111, byggingarleyfi.

Stálvík ehf., Kaplahraun 22, Hafnarfirði sækir 4. mars 2014 um leyfi til að rífa hús að Álfhólsvegi 111.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 13. mars 2014.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1403496 - Furugrund 3, byggingarleyfi.

Furugrund 3 ehf., Þinghólsbraut 15, Kópavogi sækir 18. mars 2014 um leyfi til að breyta verslunarhúsi í fjölbýlishús að Furugrund 3
Teikn. Kristinn Ragnarsson.

Vísað til skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.1403560 - Hlíðarvegur 43-45, byggingarleyfi.

Bergur Gunnarsson, Lækjarfit 21, Garðabæ sækir 18. mars 2014 um leyfi til að byggja fjölbýlishús að Hlíðarvegi 43-45.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.

Vísað til skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.1312014 - Langabrekka 2, byggingarleyfi.

Fagsmíði fasteignir ehf., Kársnesbraut 98, Kópavogi sækir 14. mars 2014 um leyfi til að byggja fjölbýlishús að Löngubrekku 2.
Teikn. Haukur Ásgeirsson.

Vísað til skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.1006331 - Smiðjuvegur 11, umsókn um byggingarleyfi.

AB fasteignir, Smiðjuvegur 11, Kópavogi sækir 8. mars 2014 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Smiðjuvegi 11.
Teikn. Jón M. Halldórsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 18. mars 2014.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 09:00.