Afgreiðslur byggingarfulltrúa

22. fundur 20. september 2011 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1109208 - Gulaþing 58, umsókn um byggingarleyfi.

Einar Þór Þórsson, Gulaþing 58, Kópavogur, sækir 19. september 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi og komið fyrir stoðvegg við Gulaþing 58.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 20. september 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1109133 - Hagasmári 1, rými L-115, umsókn um byggingarleyfi.

Skrín ehf., Nýbýlavegur 30, Kópavogur, sækir 13. september 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi í rými L115 að Hagasmári 1.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 20. september 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1109209 - Hagasmári 1, rými L-135, umsókn um byggingarleyfi.

Dýrabær ehf., Miðsölum 2, Kópavogur, sækir 19. september 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi í rými L135 að Hagasmári 1.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 20. september 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1109215 - Hófgerði 11, umsókn um byggingarleyfi.

Hólmsteinn Steingrímsson, Hófgerði 11, Kópavogur, sækir 12. september 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi á 2. hæð og kvisti bætt á hús að norðanverðu að Hófgerði 11.

Byggingarfulltrúi vísar erindinu 20. september 2011 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.1107199 - Vindakór 2-8, umsókn um byggingarleyfi

Íbúðalánasjóður, Borgartúni 21, Reykjavík, sækir 13. september 2011 um leyfi til að fá samþykktar reyndarteikningar að Vindakór 2-8.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 20. september 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 08:30.