Brú yfir Fossvog

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 11. júní 2024 var veiting framkvæmdaleyfis samþykkt með tilvísun í 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu og brúargerð vegna brúar yfir Fossvog. Framkvæmdin er í samræmi við svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag brúarinnar. Framkvæmdatími er áætlaður þrjú ár en reiknað er með að vinna við gerð landfyllingar hefjist sumarið 2024 og að endanleg verklok verði árið 2027.

Í framkvæmdaleyfinu koma fram þau gögn sem framkvæmdaleyfið byggir á sem og skilyrði og skilmálar leyfisveitanda.

Ákvörðunin er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á grundvelli 52. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður, til og með 4. ágúst 2024. Vakin er athygli á því að þeir einir geta kært ákvörðunina sem eiga lögvarða hagsmuni tengda henni.