Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Andra Gunnars Andréssonar arkitekts, dags. 15. mars 2019 fh. lóðarhafa Gulaþings 3 þar sem óskað er eftir að að húsið fari út fyrir byggingarreit á jöðrum þannig að húsið færi þá 2 m. út fyrir byggingarreit suðurhliðar hússins ásamt því að norðaustur horn bílgeymslu fer 2x 1,6 m. út fyrir byggingarreit norðurhliðar. Þakkantur norðurhliðar hússins fer 61 cm. upp úr byggingarreit og suðurhorn austurhliðar fer 41 cm. upp fyrir byggingarreit ásamt því að öll suðurhliðin nær 2m. út fyrir upprunalegan byggingarreit. Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 1, 2 og 5, Hólmaþings 1, 2, 4 og Heiðaþings 2, 4, 6 og 8. Kynningartíma lauk 2. maí 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.