Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að greiða mánaðarlega í ellefu mánuði á ári framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldri. *Ekki er greitt fyrir sumarleyfismánuði, júlí eða ágúst.
Skilyrði fyrir greiðslu framlags vegna barns hjá dagforeldri eru eftirfarandi:
- Barn sé með lögheimili í Kópavogi
- Barn sé slysatryggt hjá dagforeldri
- Fyrir liggi dvalarsamningur milli dagforeldris, foreldra og Kópavogsbæjar
- Viðkomandi dagforeldri hafi starfsleyfi samkvæmt reglugerð um daggæslu í heimahúsum
- Barn njóti ekki annarra niðurgreiðslna vegna vistunar barnsins
Greiðslur geta hafist þegar barn hefur náð tíu mánaða aldri en sex mánaða aldri ef foreldi er einstætt.
Einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkjar með metna örorku 75% eða meira greiða lægra gjald og er framlag Kópavogsbæjar því hærra í þeim tilvikum.
Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um námsárangur eftir hverja önn og er afsláttur leiðréttur eftirá fyrir hverja önn. Afsláttur til námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi.
Kópavogsbær veitir 50% systkinaafslátt með öðru barni og 75% vegna þriðja barns ef um er að ræða systkini í dvöl hjá dagforeldri.
Framlög vegna dvalar barna hjá dagforeldrum miðast við neðangreindar gjaldskrár. Annarsvegar eru framlög vegna barna að 15 mánaða aldri og hins vegar framlög vegna barna 15 mánaða og eldri. Miðað er við mánuðinn sem barnið verður 15 mánaða.
Ný gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2025