Ungmennaráð

23. fundur 22. febrúar 2021 kl. 18:01 - 19:10 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Katrín Rós Þrastardóttir aðalfulltrúi
  • Unnur María Agnarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Lára Ingibjörnsdóttir aðalfulltrúi
  • Katla Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Hugrún Þorbjarnardóttir aðalfulltrúi
  • Karen Lind Stefánsdóttir aðalfulltrúi
  • Stella Bergrán Snorradóttir aðalfulltrúi
  • Katrín Ýr Erlingsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Hugi Halldórsson aðalfulltrúi
  • Hrafnhildur Davíðsdóttir aðalfulltrúi
  • Tóbías Dagur Úlfsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri ítk
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri frístundadeildar.
Dagskrá

Almenn mál

1.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Óskað eftir stuttri skýrslu frá ungmennaráði í tengslum við þátttöku barna og ungmenna í innleiðingarferli barnasáttmálans.
Ungmennaráð óskar eftir að starfsmaður ráðsins ásamt fulltrúum ungmennaráðs hefji undirbúning skýrslunnar. Í framhaldi sé skýrslan sent á ráðið til upplýsinga.

Almenn mál

2.2101628 - Verklagsreglur um viðbrögð við ofbeldi

Lagt fram.
Lagt fram til upplýsinga.

Almenn mál

3.2101393 - Ungmennaþing_Ungmennaráð 2021

Undirbúningur ungmennaþings 2021.
Lagt til að ungmennaþing verði haldið í formi opins fundar í hverri félagsmiðstöð, ungmennahúsi og Menntaskólanum í Kópavogi. Undirbúningur og skipulag tekur mið af þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi í mars nk.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4.2102758 - Til umsagnar frumvarp til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál

Óskað eftir umsögn ungmennaráðs vegna frumvarps til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur).
Ungmennaráð Kópavogs lítur jákvæðum augum á að lækka kosningaaldur um 2 ár, úr 18 árum í 16 ár. En telur jafnfram mikilvægt að byrja fyrst á markvissari fræðslu á sviði lýðræðis og samfélagslegrar þátttöku á öllum skólastigum næstu ár, áður en til breytinga kæmi.

Fundi slitið - kl. 19:10.