20.02.2025 kl. 12:00 - Gerðarsafn
Michael Richardt fremur gjörninginn DA alla fimmtudaga frá kl. 12-18 á sýningartímabili Störu. Verkið er hluti af sýningunni. Öll eru hjartanlega velkomin!
Michael Richardt (f. 1980) er sviðslistamaður sem sérhæfir sig í tímatengdum og langvarandi gjörningum. Heimildamyndin My Mother Is Pink um móður hans var tilnefnd í flokki listrænna heimildamynda á Sheffield Documentary Film Festival og vann Outstanding Excellence Award á Desert Edge Global Film Festival í Indlandi. Richardt hefur unnið fyrir Marina Abramović og kom fram á Louisiana Museum of Modern Art og Henie Onstad Art Centre. Hann hefur sýnt verk sín í Nikolaj Art Gallery, Vraa Exhibition, Listasafni Reykjanesbæjar, Norræna húsinu Nordic og Nitja miðstöð fyrir samtímalist í Noregi. Richardt fer með hlutverk Raphaels í sjónvarpsþáttunum Felix og Klara sem verða sýndir á RÚV í sumar.
Nánar um sýninguna Störu:
Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins í samsýningunni Stara sem var opnuð í Gerðarsafni sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara líka til baka, eru síður en svo valdalaus viðföng ljósmyndarans heldur aðalleikararnir í sinni sögu. Við erum velkomin en höfum stigið inn á þeirra yfirráðasvæði. Verkin eru róttæk hvísl og við þurfum að koma inn fyrir til að heyra í óeirðinni. Hún býr í persónulegum frásögnum, sögum heimsins sem sagðar eru frá einstöku sjónarhorni hvers skapara.Ljósmyndamiðillinn er í aðalhlutverki á sýningunni en ófullkomleiki einkennir margar myndanna þar sem úthugsaðri myndbyggingu og tæknilegri fullkomnun er kastað á glæ til að nálgast einlægni, til að komast nærri lífinu. Hráleikanum er beitt til að fá okkur til að sjá út frá tilfinningalegri vídd, til að sýna okkur orku, tráma, kaos og drama lífsins en líka húmorinn og uppátækjasemina. Hefðbundnar reglur ljósmyndamiðilsins eru brotnar í fölskvalausum óði til miðilsins. Hér er að finna mikla fegurð en þetta er ekki fegurð fagurbókmennta og landslagsmálverks, hér eru drunur og pönktextar, dagbókarfærslur og opin hjörtu, líkamsvessar og berskjöldun sem í ofurmjúkri viðkvæmni sinni verður óbrjótanleg.
27.03.2025 kl. - Salurinn
Salka Sól Eyfeld hefur staðið í íslensku sviðsljósi um nokkra hríð og vakið athygli fyrir fjölhæfni sína. Hljómsveitin Amabadama kemur auðvitað upp í hugann þegar nafn hennar ber á góma þar sem hún söng eftirminnilega en þess utan hefur hún samið og flutt tónlist í leikhúsi og verið vinsæl útvarpskona og skemmtikraftur. Salka spilar á ólíklegustu hljóðfæri og það er ekki ólíklegt að við fáum að sjá hana sýna færni sína í þeirri deild. Uppáhaldslög listakonunnar í bland við frumsamið efni verður á dagskránni og það er 107% öruggt að þetta verður gott kvöld. Guðmundur Óskar Guðmundsson mun sjá um bassaleik.
27.03.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Ebba Guðný Guðmundsdóttir, heilsufyrirlesari og rithöfundur, fræðir foreldra um holla og næringarríka fæðu fyrir yngstu börnin.
Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu.
Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
27.03.2025 kl. 20:00 - Bókasafn Kópavogs
Við fylgjum eftir alveg hreint frábærum stofnfundi Aðdáendaklúbbs Jane Austen með bókamessu á Bókasafni Kópavogs.
Fjallað verður um bækur Jane Austen og þeim bókum sem þýddar hafa verið á íslensku gert hátt undir höfði. Þær eru Hroki og hleypidómar, Aðgát og örlyndi og Emma.
Dagskrárstjórn og fræðsla: Kristín Linda sálfræðingur, formaður aðdáendaklúbbsins
Sérstakur gestur: Salka Guðmundsdóttir þýðandi Emmu, verkefnastjóri hjá Rithöfundasambandi Íslands.
Gestum býðst að taka þátt í umræðum í hópum, njóta þess að spjalla saman um bækurnar, sögusviðið, söguhetjurnar og söguþráð bókanna.
Við lofum gleði, gamni og góðum móttökum.
Tækifæri til að setja upp hattana!
27.03.2025 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs
Vestur-afrísk matar- og menningarhátíð.
Bókasafn Kópavogs heldur vestur-afríska matar- og menningarhátíð á löngum fimmtudegi í samstarfi við GETU hjálparsamtök og sjálfboðaliða frá nokkrum löndum Vestur-Afríku sem búsettir eru hér á landi og munu þau deila með okkur menningu sinni.
Öll velkomin.
Dagskrá
Kl. 17:00-17:30 Matarsmakk, matur frá Vestur-Afríku.
Kl. 17:00-19:00 Fánasmiðja, búum til fána frá löndum vestur Afríku og skreytum safnið.
Kl. 17:00-19:00 Adinkra – afrísk tákn, Afrískir stimplar, stimplum afrísk tákn á poka eða föt (komið með eigin föt en pokar eru á staðnum) og umbreytum flíkum í samræmi við hefðir Asante fólksins í Gana.
Kl. 17:30-18:00 Sögustund á ensku – sagðar verða sögur frá Vestur-Afríku fyrir börn og fullorðna.
Kl. 18:00 Dans Afríka heldur Fjölskylduafró, dans- og trommusmiðju, Börn og foreldrar fá að kynnast ævintýraheimi Gíneu í Vestur-Afríku í gegnum dans, trommuleik og söng.
The Kópavogur Library is holding a West African food and culture festival on Thursday in collaboration with GETA organization and volunteers from several West African countries who live in Iceland and will share their culture with us.
All welcome.
Program
17:00-17:30 Food tasting, food from West Africa.
17:00-19:00 Flag workshop, make flags from West African countries and decorate the museum.
17:00-19:00 Adinkra – African symbols, African stamps, stamp African symbols on a bag or clothes (you can bring your own clothes but bags are provided) and transform garments in accordance with the traditions of the Asante people in Ghana.
17:30-18:00 Story time in English – stories from West Africa for children and adults.
18:00 Dans Afrika will be hosting a family dance and drumming workshop. Children and parents can enjoy the adventure world of Guinea through dance, drumming and singing.
27.03.2025 kl. 20:00 - Gerðarsafn
Velkomin á annað kvöld gjörningafestivals Gerðarsafns og Hamraborg Festivals fimmtudaginn 27. mars.
Dagskrá auglýst síðar!
27.03.2025 kl. 12:15 - Bókasafn Kópavogs
Annað árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli.
Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.
Í hádeginu þann 27. mars nk. munu söngnemendur úr Tónlistarskóla FÍH, Steinunn Jónsdóttir, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Bríet Vagna flytja fyrir okkur nokkur dásamleg lög Sigfúsar Halldórssonar. Fullkomin leið til að taka stund frá önnum dagsins og njóta hins byrjandi vors. Undirleikur er í höndum Vignis Þórs Stefánssonar
Steinunn Jónsdóttir er einn af forsprökkum hljómsveitanna Amabadama og Reykjavíkurdætur og hefur starfað við tónlist síðan 2011, bæði sem flytjandi og höfundur. Á sínum yngri árum lærðu hún á víólu í Tónlistarskóla Kópavogs og söng í kór hjá Margréti Pálmadóttur. Samhliða tónlistarferlinum hefur Steinunn kennt börnum bæði dans og textasmíðar síðan 2016. Í dag starfar hún við tónlistardeild Fellaskóla auk þess sem hún er blaðamaður hjá Birtingi. Steinunn hefur verið nemandi í FÍH síðan 2023.
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er skáld og tónlistarmaður í hjáverkum. Þorvaldur starfar sem akademískur verkefnastjóri hjá Listaháskóla Íslands, stundar framhaldsnám í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH og er meðlimur í kórnum Klið.
Bríet Vagna er 21 árs gömul vestfirsk söngkona sem hefur verið að koma fram á hinum ýmsu sviðum allt frá grunnskólaaldri. Bríet Vagna hófgítar og söngnám við tónlistarskóla Ísafjarðar árið 2017 en fluttist til Reykjavíkur árið 2022 til að hefja nám við tónlistarskóla FÍH. Nú er hún á framhaldsstigi í rythmískum söng og stefnir á að ljúka framhaldsprófi vorið 2026.
Vignir Þór Stefánsson byrjaði átta ára gamall að læra á píanó í Tónlistarskóla Árnessýslu og var farinn að leika á dansleikjum átján ára gamall. Hann stundaði djasspíanónám í tónlistarskóla FÍH og lauk einnig tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Árið 1995 fluttist Vignir til Haag í Hollandi til að leggja stund á djasspíanó í Konunglega Tónlistarháskólanum í Haag. Þaðan lauk hann mastersprófi vorið 2001. Samhliða náminu lék Vignir með djasshljómsveitum af öllum stærðum og gerðum og á hljómborð í söngleikjum í atvinnuleikhúsum.
Eftir að hafa flutt aftur heim til Íslands hefur Vignir komið víða við í íslensku tónlistarlífi, á tónleikum, sjónvarpsþáttum, hljómdiskum og í leikhúsum.
Í dag sinnir hann einnig kennslu í Menntaskóla í tónlist (MÍT) og tónlistarskóla FÍH og kennir þar djasspíanó og sér um undirleik hjá söngnemendum.
28.03.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us.
Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone!
These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður.
Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi.
Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs.
Við munum bjóða upp á kaffi og með því!
Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
28.03.2025 kl. 12:00 - Gerðarsafn
Michael Richardt fremur gjörninginn DA alla fimmtudaga frá kl. 12-18 á sýningartímabili Störu. Verkið er hluti af sýningunni. Öll eru hjartanlega velkomin!
Michael Richardt (f. 1980) er sviðslistamaður sem sérhæfir sig í tímatengdum og langvarandi gjörningum. Heimildamyndin My Mother Is Pink um móður hans var tilnefnd í flokki listrænna heimildamynda á Sheffield Documentary Film Festival og vann Outstanding Excellence Award á Desert Edge Global Film Festival í Indlandi. Richardt hefur unnið fyrir Marina Abramović og kom fram á Louisiana Museum of Modern Art og Henie Onstad Art Centre. Hann hefur sýnt verk sín í Nikolaj Art Gallery, Vraa Exhibition, Listasafni Reykjanesbæjar, Norræna húsinu Nordic og Nitja miðstöð fyrir samtímalist í Noregi. Richardt fer með hlutverk Raphaels í sjónvarpsþáttunum Felix og Klara sem verða sýndir á RÚV í sumar.
Nánar um sýninguna Störu:
Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins í samsýningunni Stara sem var opnuð í Gerðarsafni sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara líka til baka, eru síður en svo valdalaus viðföng ljósmyndarans heldur aðalleikararnir í sinni sögu. Við erum velkomin en höfum stigið inn á þeirra yfirráðasvæði. Verkin eru róttæk hvísl og við þurfum að koma inn fyrir til að heyra í óeirðinni. Hún býr í persónulegum frásögnum, sögum heimsins sem sagðar eru frá einstöku sjónarhorni hvers skapara.Ljósmyndamiðillinn er í aðalhlutverki á sýningunni en ófullkomleiki einkennir margar myndanna þar sem úthugsaðri myndbyggingu og tæknilegri fullkomnun er kastað á glæ til að nálgast einlægni, til að komast nærri lífinu. Hráleikanum er beitt til að fá okkur til að sjá út frá tilfinningalegri vídd, til að sýna okkur orku, tráma, kaos og drama lífsins en líka húmorinn og uppátækjasemina. Hefðbundnar reglur ljósmyndamiðilsins eru brotnar í fölskvalausum óði til miðilsins. Hér er að finna mikla fegurð en þetta er ekki fegurð fagurbókmennta og landslagsmálverks, hér eru drunur og pönktextar, dagbókarfærslur og opin hjörtu, líkamsvessar og berskjöldun sem í ofurmjúkri viðkvæmni sinni verður óbrjótanleg.
29.03.2025 kl. 20:30 - Salurinn
Bræðurnir Jónas og Jón Múli Árnasynir þjóðþekktir m.a fyrir söngleiki sína , Deleríum búbónis, Járnhausinn, Allra meina bót og Rjúkandi ráð svo eitthvað sé nefnt.
Jón Múli samdi lögin en Jónas textana. Á þessum tónleikum ætlum við að flytja nokkur af þeirra dásamlegu lögum , lög á borð við Einu sinni á ágústkvöldi, Fröken Reykjavík, Undir stórasteini, Brestir og brak og svo mörg fleiri.
Söngvarar Daníel E. ArnarssonGuðbrandur ÆgirHreindís Ylva Garðarsdóttir HolmIngibjörg Fríða HelgadóttirSvanhildur JakobsdóttirSvavar KnúturHljómsveit Páll Sólmundur Eydal, bassiRagnar Már Jónsson, saxófónnSigurður Ingi Einarsson, trommurMagnús Þór Sveinsson, píanó / hljómborðYngvi Rafn Garðarsson, gítar
29.03.2025 kl. 13:00 - Gerðarsafn
Velkomin í fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum ítalska pappírsgerð - Carta Fiorentina!
Í smiðjunni fá gestir tækifæri til að búa til litríkan ítalskan pappír með marmaraáferð, svokallaðan Carta Fiorentina. Aðferðin er ævaforn, en upphaf hennar má rekja til endurreisnartímans, þegar flórenskir pappírsgerðarmenn komust í kynni við kínverskan pappír í gegnum siglingar arabískra kaupmanna. Á Íslandi hefur slíkur pappír lengi verið notaður til þess að skreyta forsíður innbundinna bóka og má því líta á þessa aðferð sem tákn fyrir samsuðu og gagnkvæm áhrif ólíkra menningarheima.
Leiðbeinendur eru listamennirnir Emilia Telese og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.
Markmið smiðjunnar er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum. Smiðjan er opin gestum á öllum aldri og engrar sérstakrar kunnáttu krafist, en gert er ráð fyrir að börn séu í fylgd með fullorðnum. Gestum er velkomið að kíkja við hvenær sem er á meðan á smiðjunni stendur. Tungumál smiðjunnar eru íslenska, ítalska og enska.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
30.03.2025 kl. 13:00 - Salurinn
Tónleikaspjall í tali og tónum þar sem veitt verður innsýn í efnisskrá Tíbrártónleika dagsins. Viðburðurinn fer fram í fordyri Salarins og hefst klukkan 13 en umsjón með spjallinu hefur Elísabet Indra Ragnarsdóttir.
Á Tíbrártónleikum dagsins munu Ragnheiður Ingunn Jóhansdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja fjölbreytta efnisskrá sem hverfist um drauma og þrár.