Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

02.11.2025 kl. 20:00 - Salurinn

Söngleikjastælar

Vegna fjölda áskoranna munu Bjarni Snæbjörns og Sigga Eyrún snúa aftur í Salinn með tónleikaröðina SÖNGLEIKJASTÆLA. Tónleikaröðin sló í gegn í fyrra og er óður til söngleikjanna þar sem ný og gömul söngleikjatónlist fær að njóta sín í meðförum reyndra söng-leikara ásamt hljómsveit. Að þessu sinni verða þrennir tónleikar sem teygja sig yfir allan veturinn þar sem hverjir tónleikar eru með ólíka nálgun á formið.  2. nóvember: Nýstirnið Salka Gústafsdóttir og þjóðargersemin Jóhann Sigurðarson koma sem gestasöngvarar og flytja sín uppáhalds söngleikjalög.7. febrúar: Sprúðlandi fjölskyldutónleikar um miðjan dag þar sem börn á öllum aldri fá að syngja með.25. apríl: Sprengju-tónleikar með Söngleikjakórnum Viðlag.  SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA ÁSKRIFT Á ALLA ÞRJÁ TÓNLEIKANA Á EINSTÖKU TILBOÐI Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson eru ástríðufullir söng-leikarar. Samstarf þeirra hófst á Reykjavík Pride árið 2008 með söngleikjaparinu Viggó og Víólettu. Síðan þá hafa þau lagt hjarta og sál í söngleikjaformið og skemmt landanum á sviðum leikhúsanna, á árshátíðum, í afmælum og víðar. Meðal söngleikja sem þau hafa tekið þátt í eru: Vesalingarnir, Mary Poppins, Kardemommubærinn, Sem á himni, Slá í gegn, Ronja Ræningjadóttir, Jesus Christ Superstar, Frost og Góðan daginn, faggi.  Hljómsveitin er sem fyrr skipuð okkar fremsta tónlistarfólki: Karl Olgeirsson: hljómsveitarstjóri spilar á píanó, hljómborð, harmonikku o.fl.Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur/slagverkAndri Ólafsson á bassa
01.12.2025 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Skiptimarkaður jólasveinsins

Skiptimarkaður jólasveinsins er nú opinn á 2. hæð aðalsafns. Jólasveinarnir vilja ýta undir hringrásarhagkerfið og hafa því fengið aðsetur hjá okkur fyrir dótaskiptimarkað. Þar má bæði skilja eftir og/eða taka dót, án allra kvaða. Skiptimarkaðurinn verður opinn frá 1. til 23. desember.
01.12.2025 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Jólafataskiptimarkaður

Nýtt á aðalsafni, jólafataskiptimarkaður á 1. hæð þar sem þú gætir fundið spariföt fyrir alla fjölskylduna. Ýtum undir hringrásarhagkerfið og skiptumst á sparifötum! Á skiptimarkaðinum má bæði skilja eftir og/eða taka spariföt, án allra kvaða. Tökum við hreinum og fínum fötum í öllum stærðum. Skiptimarkaðurinn verður opinn frá 1. til 23. desember.
13.12.2025 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs

Stjarnan mín og stjarnan þín

Jólasmiðja á Lindasafni | Fjölskyldustund á Laugardögum Þegar hátíð ljóss og friðar nálgast bjóðum við til notalegrar fjölskyldustundar á Lindasafni. Þar leyfum við sköpunargleðinni að skína og búum til fallegar jólastjörnur - stjörnur sem síðan lýsa okkur leiðina inn í nýtt ár. Allt efni á staðnum og allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Lindasafn, Núpalind 7.
14.12.2025 kl. 20:00 - Salurinn

Jólalögin hennar mömmu

JÓLALÖGIN HENNAR MÖMMU ..því þau má bara ekki vanta, svo einfallt er það! Hera Björk, Einar Örn, Bjarni “Töfrar” Baldvins & góðir gestir halda áfram að flytja okkur gömlu góðu lögin frá 5. 6. & 7. áratug síðustu aldar og nú er komið að jólalögunum sem lifa enn góðu lífi inni á heimilum landsmanna. Og áfram er það hljómsveit hússins undir stjórn meistara Björns Thoroddsen en hana skipa auk gítarmeistara Björns, Matti Kallio á píanó, Sigfús Óttarsson á Trommur, Jón Rafnsson á bassa og Þórdís Petra Ólafsdóttir í bakraddir & bjöllur eftir þörfum.  Á þessum tónleikum heyrum við skemmtilegu, rómantísku og rótgrónu jólalögin, þessi sem mömmur okkar og ömmur raula enn yfir jólabakstrinum inni í eldhúsinu um leið og þær eru eitthvað að fást við mat og bæta í sortirnar.  Heru Björk þarft nú vart að kynna enda hefur hún sungið og skemmt þjóðinni í rúm 30 ár af sinni alkunnu. Bjarni Töframaður hefur að sama skapi töfrað landann upp úr skónum og skemmt í fjölda ára við góðan orðstír þannig að við þurfum ekki mörg orð um hann. Með þeim verður áfram hin ungi Einar Örn “RaggaBjarnabarnabarnabarn” og auðvitað jólabarn með eindæmum.  HeiðursJólagestur verður hin eina sanna SöngAmma og Mamma HJÖRDÍS GEIRS.  Þau munu syngja, segja sögur og leiða okkur aftur heim í gamla notalega jólaundirbúninginn með gömlu plötunum, heita kakóinu og heimabökuðu smákökunum. Ómótstæðileg og heimilisleg jólanostalgía með indælis minningum, melódíum & mömmukossum sem engin má missa af.
14.12.2025 kl. 17:00 - Salurinn

Jólalögin hennar mömmu | Aukatónleikar

JÓLALÖGIN HENNAR MÖMMU ..því þau má bara ekki vanta, svo einfallt er það! Hera Björk, Einar Örn, Bjarni “Töfrar” Baldvins & góðir gestir halda áfram að flytja okkur gömlu góðu lögin frá 5. 6. & 7. áratug síðustu aldar og nú er komið að jólalögunum sem lifa enn góðu lífi inni á heimilum landsmanna. Og áfram er það hljómsveit hússins undir stjórn meistara Björns Thoroddsen en hana skipa auk gítarmeistara Björns, Matti Kallio á píanó, Sigfús Óttarsson á Trommur, Jón Rafnsson á bassa og Þórdís Petra Ólafsdóttir í bakraddir & bjöllur eftir þörfum.  Á þessum tónleikum heyrum við skemmtilegu, rómantísku og rótgrónu jólalögin, þessi sem mömmur okkar og ömmur raula enn yfir jólabakstrinum inni í eldhúsinu um leið og þær eru eitthvað að fást við mat og bæta í sortirnar.  Heru Björk þarft nú vart að kynna enda hefur hún sungið og skemmt þjóðinni í rúm 30 ár af sinni alkunnu. Bjarni Töframaður hefur að sama skapi töfrað landann upp úr skónum og skemmt í fjölda ára við góðan orðstír þannig að við þurfum ekki mörg orð um hann. Með þeim verður áfram hin ungi Einar Örn “RaggaBjarnabarnabarnabarn” og auðvitað jólabarn með eindæmum.  HeiðursJólagestur verður hin eina sanna SöngAmma og Mamma HJÖRDÍS GEIRS.  Þau munu syngja, segja sögur og leiða okkur aftur heim í gamla notalega jólaundirbúninginn með gömlu plötunum, heita kakóinu og heimabökuðu smákökunum. Ómótstæðileg og heimilisleg jólanostalgía með indælis minningum, melódíum & mömmukossum sem engin má missa af.
14.12.2025 kl. 12:00 - Menning í Kópavogi

Jólalundur | Frí fjölskylduskemmtun

Verið hjartanlega velkomin í Jólalund í Guðmundarlundi þar sem fram fer dásamleg fjölskyldudagskrá, alla sunnudaga fram að jólum á milli 12 og 15. Ókeypis aðgangur og öll velkomin. Ekki missa af jólaballinu hennar Rófu, tengingakapphlaupi Giljagaurs, danskennslu með Tásu, sveimandi ævintýraverum, blaðskellandi jólasveinum, rjúkandi heitu kakói, splunkunýjum ratleikjum, jólaföndri í dásamlegri náttúru eða því að kíkja í fataskápinn í Grýluhelli. Dagskráin er endurtekin yfir daginn svo að öll ættu að komast að, og koma sér í jólastemninguna með ævintýraverurm og jólasveinum. Ratleikur, danskennsla, búningamátun, leikir og föndur verður í boði á meðan opnun stendur og hægt verður að kaupa heitt kakó og piparkökur. Nánari tímasetningar:Jólaball Rófu12:2012:5013:2013:5014:20 Örtónleikar barnakóra í Kópavogi12:30 við inngang12:50 við kaffihúsið13:10 við leiktækin13:40 við kaffihúsið14:10 við inngang Við hlökkum til þess að sjá ykkur og njóta fjölskylduvænnar samveru í fallegu náttúrunni okkar hér í Kópavogi.Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar og Kópavogsbæ.
15.12.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Bróderíklúbburinn á Lindasafni

Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga? Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig. Bróderíklúbburinn hittist á mánudögum á Lindasafni í Núpalind 7 kl. 14:00. Öll velkomin og heitt á könnunni.
16.12.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
16.12.2025 kl. 18:00 - Bókasafn Kópavogs

Jane Austen heillandi áhrifavaldur 250 ára

Þér er boðið í afmælisveislu Jane Austen Þann 16. desember eru liðin 250 ár frá fæðingu hins heimsfræga og dáða rithöfundar Jane Austen. Af því tilefni býður Aðdáendaklúbbur Jane Austen á Íslandi til afmælisveislu kl. 18:00 þann dag á Bókasafni Kópavogs. Kristín Linda formaður aðdáendaklúbbsins heldur stutt heiðursávarp. Chris Frost flytur þjóðlagatónlist frá heimalandi Jane. Afmæliskaffi, terta, samvera og spjall. Höfum gaman saman. Opinn og ókeypis viðburður. Öll hjartanlega velkomin. Tækifæri til að taka fram hatta og afmæliskjóla fyrir þau sem þess óska en ekki nauðsyn.
17.12.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
17.12.2025 kl. 20:00 - Salurinn

Jazzkonur & Jólin með Góa

Jazzkonur koma saman á sínum árlegu jólatónleikum í Salnum miðvikudaginn 17.desember! Á tónleikunum flytja þessar mögnuðu söngkonur öll sín uppáhalds jólalög ásamt jazztríói Vignis Þórs Stefánssonar. Sérstakur gestur þeirra í ár engin annar en stórleikarinn Gói Karlsson.  Tónleikarnir hefjast kl.20:00 og eru um 2 klst með hléi. Jazzkonur: Rebekka Blöndal Silva Þórðar  Kristjana Stefáns Gulla Ólafs Sigrún Erla Gestasöngvari: Gói Karlsson Jazztríó Vignis Þórs Stefánssonar: Vignir Þór Stefánsson píanó Þorgrímur Jónsson kontrabassi Magnús Trygvason Elíassen trommur
Fleiri viðburðir