Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

02.11.2025 kl. 20:00 - Salurinn

Söngleikjastælar

Vegna fjölda áskoranna munu Bjarni Snæbjörns og Sigga Eyrún snúa aftur í Salinn með tónleikaröðina SÖNGLEIKJASTÆLA. Tónleikaröðin sló í gegn í fyrra og er óður til söngleikjanna þar sem ný og gömul söngleikjatónlist fær að njóta sín í meðförum reyndra söng-leikara ásamt hljómsveit. Að þessu sinni verða þrennir tónleikar sem teygja sig yfir allan veturinn þar sem hverjir tónleikar eru með ólíka nálgun á formið.  2. nóvember: Nýstirnið Salka Gústafsdóttir og þjóðargersemin Jóhann Sigurðarson koma sem gestasöngvarar og flytja sín uppáhalds söngleikjalög.7. febrúar: Sprúðlandi fjölskyldutónleikar um miðjan dag þar sem börn á öllum aldri fá að syngja með.25. apríl: Sprengju-tónleikar með Söngleikjakórnum Viðlag.  SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA ÁSKRIFT Á ALLA ÞRJÁ TÓNLEIKANA Á EINSTÖKU TILBOÐI Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson eru ástríðufullir söng-leikarar. Samstarf þeirra hófst á Reykjavík Pride árið 2008 með söngleikjaparinu Viggó og Víólettu. Síðan þá hafa þau lagt hjarta og sál í söngleikjaformið og skemmt landanum á sviðum leikhúsanna, á árshátíðum, í afmælum og víðar. Meðal söngleikja sem þau hafa tekið þátt í eru: Vesalingarnir, Mary Poppins, Kardemommubærinn, Sem á himni, Slá í gegn, Ronja Ræningjadóttir, Jesus Christ Superstar, Frost og Góðan daginn, faggi.  Hljómsveitin er sem fyrr skipuð okkar fremsta tónlistarfólki: Karl Olgeirsson: hljómsveitarstjóri spilar á píanó, hljómborð, harmonikku o.fl.Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur/slagverkAndri Ólafsson á bassa
01.12.2025 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Skiptimarkaður jólasveinsins

Skiptimarkaður jólasveinsins er nú opinn á 2. hæð aðalsafns. Jólasveinarnir vilja ýta undir hringrásarhagkerfið og hafa því fengið aðsetur hjá okkur fyrir dótaskiptimarkað. Þar má bæði skilja eftir og/eða taka dót, án allra kvaða. Skiptimarkaðurinn verður opinn frá 1. til 23. desember.
01.12.2025 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Jólafataskiptimarkaður

Nýtt á aðalsafni, jólafataskiptimarkaður á 1. hæð þar sem þú gætir fundið spariföt fyrir alla fjölskylduna. Ýtum undir hringrásarhagkerfið og skiptumst á sparifötum! Á skiptimarkaðinum má bæði skilja eftir og/eða taka spariföt, án allra kvaða. Tökum við hreinum og fínum fötum í öllum stærðum. Skiptimarkaðurinn verður opinn frá 1. til 23. desember.
05.12.2025 kl. 20:00 - Salurinn

Á grænni grein

Grétar Örvarsson, Páll Rósinkranz, Unnur Birna og Ragnheiður Gröndal skapa sanna hátíðarstemningu þar sem gleði og tilhlökkun svífa yfir Salnum.. Þau munu flytja vinsæl og þekkt jólalög sem sækja hlýjar minningar liðinna jóla og kveikja hinn sanna jólaanda. Grétar og Pál þarf ekki að kynna. Þeir hafa fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar. Þá er Ragnheiður ein ástsælasta söngkona landsins, sönn stjarna. Unnur Birna hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fallegan söng og fiðluleik og er á hraðri leið upp á stjörnuhimininn. Heiti tónleikanna “Á grænni grein”, er jólalag eftir Grétar sjálfan sem vann jólalagakeppni Rásar 2 árið 2020. Hljómsveitin er skipuð úrvals tónlistarmönnum undir stjórn Þóris Úlfarssonar.
05.12.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Get together

Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us. Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone! These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður. Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi. Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs. Við munum bjóða upp á kaffi og með því! Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
05.12.2025 kl. 10:00 - Gerðarsafn

Morgunstund í myndlæsi

Verið hjartanlega velkomin á Morgunstund í myndlæsi fyrir fullorðna föstudaginn 5. desember kl. 10:00 í Gerðarsafni, þar sem við tökum fram óvænt verk úr safneign Gerðarsafns og greinum það í sameiningu. Þorgerður Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða í Gerðarsafni, leiðir samræðurnar, sem gestir taka þátt í. Morgunstund í myndlæsi er ný viðburðaröð í Gerðarsafni þar sem farið verður eftir aðferðum Sjónarafls. Sjónarafl er kröftugt fyrirmyndarverkefni Listasafns Íslands sem snýr að þjálfun myndlæsis fyrir börn í tengslum við námsskrá skólanna. Með því að nota þær aðferðir sem kynntar eru í Sjónarafli fá þátttakendur lykla sem auðveldar þeim að njóta myndlistar. Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu. Verkefnið er stutt af Safnasjóði.
06.12.2025 kl. 11:30 - Bókasafn Kópavogs

Lesið fyrir hunda

Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur. Skráning fer fram á eyrun.osk@kopavogur.is  Athugið að barnið er ekki skráð fyrr en staðfestingarpóstur með tímasetningu hefur borist. Aðeins eru sex laus pláss í hvert sinn. Viðburðurinn er hugsaður fyrir 5-12 ára börn sem eru byrjuð að lesa sjálf. Lestrarstundin er ekki ætluð börnum sem glíma við hundahræðslu heldur er markmiðið að auka öryggi við lestur, ekki síst hjá þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn hjálpar barninu að slaka á, gagnrýnir ekki lesturinn og leiðréttir ekki barnið.
06.12.2025 kl. 14:30 - Bókasafn Kópavogs

Mangateiknismiðja 11+

Lærðu að teikna í magnastíl! Vegna veðurs þurfti að fella niður teiknismiðjuna sem var á dagskrá í vetrarfríinu í október. En mangaaðdáendur og listaspírur geta tekið gleði sína á ný því smiðjan er aftur komin á dagskrá og verður haldin laugardaginn 6. des. í ungmennadeildinni. Í smiðjunni læra þátttakendur að teikna mangahöfuð og einnig svokallað „head rotation“. Ef vel gengur verður líka farið í örlítinn bakgrunn mangateikningar. Guðbrandur Magnússon er teiknari og kennir mangateikningu hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og Nexus. Smiðjan er fyrir 11 ára og eldri og fer fram í ungmennadeild safnsins á þriðju hæð. Þátttaka er ókeypis og allur efniviður verður í boði á staðnum.
06.12.2025 kl. 13:00 - Náttúrufræðistofa Kópavogs

Mjólkurfernuþrykk fyrir jólin!

Komdu að stimpla! Í þessari notalegu fjölskyldustund býrðu til þinn eigin stimpil úr mjólkurfernu og prentar falleg mynstur á jólapappír og kort. Við minnum á að jólin geta verið bæði skapandi og umhverfisvæn. Með því að endurnýta efni sem fellur til á heimilinu minnkum við sóun og gerum föndrið persónulegra. Fjölskyldustundin verður laugardaginn 6. desember í Náttúrusafni Kópavogs frá 13-15. Öll velkomnir og aðgangur ókeypis! Fjölskyldustundir á Laugardögum eru styrktar af Menningar og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar. // Join us for a cozy family workshop where you’ll create your own stamp from a milk carton and print beautiful patterns on Christmas wrapping paper and cards. We want to remind you that Christmas can be both creative and eco-friendly! By reusing materials from home, we reduce waste and make our crafts more personal. The family workshop takes place on Saturday, December 6th at the Kópavogur Natural History Museum from 1 PM to 3 PM. Everyone is welcome, and admission is free! Saturday Family Sessions are supported by the Culture and Community Life Committee of Kópavogur Municipality.
07.12.2025 kl. 12:00 - Menning í Kópavogi

Jólalundur | Frí fjölskylduskemmtun

Verið hjartanlega velkomin í Jólalund í Guðmundarlundi þar sem fram fer dásamleg fjölskyldudagskrá, alla sunnudaga fram að jólum á milli 12 og 15. Ókeypis aðgangur og öll velkomin. Ekki missa af jólaballinu hennar Rófu, tengingakapphlaupi Giljagaurs, danskennslu með Tásu, sveimandi ævintýraverum, blaðskellandi jólasveinum, rjúkandi heitu kakói, splunkunýjum ratleikjum, jólaföndri í dásamlegri náttúru eða því að kíkja í fataskápinn í Grýluhelli. Dagskráin er endurtekin yfir daginn svo að öll ættu að komast að, og koma sér í jólastemninguna með ævintýraverurm og jólasveinum. Ratleikur, danskennsla, búningamátun, leikir og föndur verður í boði á meðan opnun stendur og hægt verður að kaupa heitt kakó og piparkökur. Nánari tímasetningar:Jólaball Rófu12:2012:5013:2013:5014:20 Örtónleikar barnakóra í Kópavogi12:30 við inngang12:50 við kaffihúsið13:10 við leiktækin13:40 við kaffihúsið14:10 við inngang Við hlökkum til þess að sjá ykkur og njóta fjölskylduvænnar samveru í fallegu náttúrunni okkar hér í Kópavogi.Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar og Kópavogsbæ.
08.12.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Bróderíklúbburinn á Lindasafni

Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga? Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig. Bróderíklúbburinn hittist á mánudögum á Lindasafni í Núpalind 7 kl. 14:00. Öll velkomin og heitt á könnunni.
09.12.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
Fleiri viðburðir