- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Okkar Kópavogur er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í bænum.
Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og stækkun á leiksvæði við Menningarhúsin er meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur 2024-2025.
Rafrænar kosningar í verkefninu hófust þann 23. janúar síðastliðinn og lauk á hádegi þann 4. febrúar. Á kjörskrá voru 34.982 íbúar og alls kusu 3540 íbúar, eða 10,1% kjósenda. Kópavogur hefur hlotið viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag og var ungmennum fæddum árið 2011 og eldri boðið að taka þátt í kosningum. Ungmennin þurftu rafræn skilríki til að kjósa.
Alls komust 15 hugmyndir af samtals 67 áfram í kosningunni. Allt að 340 milljónum verður varið í framkvæmdirnar árin 2025-2027.
Þetta var í fimmta sinn sem verkefnið Okkar Kópavogur var haldið í Kópavogsbæ. Hugmyndir íbúa sem kosnar hafa verið inn hafa lífgað upp á bæinn síðan árið 2016 og munu ný verkefni bætast við fjölmörg önnur.
Framkvæmdaáætlanir þeirra verkefna sem voru kosin áfram árin 2016, 2018, 2020 og 2022 má sjá í listanum hér til hægri. Nánari upplýsingar eru veittar í Þjónustuveri Kópavogsbæjar eða í gegnum netfangið okkarkopavogur(hjá)kopavogur.is.
Markmið verkefnisins er að hvetja íbúa til að taka þátt í málefnum sem varða nærumhverfi þeirra, fá þá til að leggja fram hugmyndir og forgangsraða og útdeila fjármagni í smærri framkvæmdir á vegum bæjarins með íbúakosningu.
Verkefnið í heild sinni er í þremur liðum; hugmynd, kosning og framkvæmd. Þátttaka í verkefninu er valkvæð og vinnsla þeirra upplýsinga sem safnast byggir á samþykki þátttakenda sem gefið er við innskráningu með rafrænum skilríkjum. Þær hugmyndir sem verða kosnar fara í framkvæmd árin 2025, 2026 og 2027.
Gögnum sem safnast við vinnsluna verður eytt að lokinni úrvinnslu.
Hér má sjá öll verkefnin sem íbúar völdu:
Kosin verkefni í neðri byggðum |
Lýsing |
Atkvæði |
m.kr. |
Sauna í Sundlaug Kópavogs |
Útbúa sauna aðstöðu við sundlaug Kópavogs.** |
655 |
40 |
Vélfryst skautasvell Í Kópavogsdal |
Útbúa vélfryst skautasvell í Kópavogsdal.* |
567 |
40 |
Aðstaða til sjósunds á Kársnesi |
Setja upp lágmarks aðstöðu til sjósunds á Kársnesi, fyrir neðan Landsrétt.* |
518 |
9 |
Kópavogsdalur - jóla-/skammdegislýsing |
Setja upp jóla-/skammdegislýsingu í Kópavogsdalinn.* |
497 |
9 |
Bætt lýsing við gangbrautir |
Bæta lýsingu við gangbrautir skólabarna og við Menntaskólann í Kópavogi.** |
462 |
23 |
Leiksvæði við Menningarhúsin - endurnýjun og stækkun |
Setja leiktæki fyrir eldri og yngri börn á túnið við Menningarhúsin, svo fjölskyldur með börn á ýmsum aldri geti leikið sér þar saman.** |
446 |
40 |
Útivistarsvæði - ávaxtatré og berjarunnar |
Planta ávaxtatrjám og berjarunnum víðsvegar um Kópavog, svo bæjarbúar geti notið.** |
445 |
9 |
Sundlaug Kópavogs - yfirbyggður stigi við rennibraut |
Byggja yfir stigann að vatnsrennibrautinni í Sundlaug Kópavogs svo þau sem fara upp stigann séu í skjóli fyrir veðri og vindum.* |
401 |
23 |
Minningarbekkir um Bryndísi Klöru |
Bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, Bryndísarbekkir, verði settir upp víðsvegar um neðri byggðir.* |
364 |
9 |
Samtals |
|
|
202 |
|
|
|
|
Kosin verkefni í efri byggðum |
Lýsing |
Atkvæði |
m.kr. |
Infrarauð sauna í Salalaug |
Setja infrarauða saunu í Salalaug.** |
812 |
40 |
Salalaug - yfirbyggður stigi við rennibraut |
Byggja yfir stigann að vatnsrennibrautinni í Salalaug svo þau sem fara upp stigann séu í skjóli fyrir veðri og vindum.* |
568 |
23 |
Minningarbekkir um Bryndísi Klöru |
Bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, Bryndísarbekkir, verði settir upp víðsvegar um efri byggðir.* |
548 |
9 |
Sauna í Salalaug |
Útbúa sauna aðstöðu við Salalaug.** |
496 |
40 |
Arnarnesvegur við Rjúpnasali - planta trjágróðri í mön |
Planta sígrænum trjám meðfram Arnarnesvegi. Gróðurinn myndi draga í sig koltvísýring og gera svæðið fallegra.* |
410 |
9 |
Kórinn - göngustígur að Þingum |
Leggja göngustíga frá Kórnum að Spóatorgi.** |
366 |
9 |
Samtals |
|
|
130 |
Stjörnumerkingar: * = Nýtt verkefni í Kópavogi. ** = Íbúar forgangsröðu verkefni.
Heildarupphæð:340 m skipt eftir höfðatölu í hvorum bæjarhluta fyrir sig: 207,4 m til neðri byggða, 132,6 m til efri byggða. Eftir standa 8 m, sem renna aftur í bæjarsjóð, skv. reglum verkefnisins.
Hugmyndir íbúa þurfa vera á bæjarlandi og innan þéttbýlis. Þær geta varðað leik- og afþreyingarsvæði íbúa, vistvænar samgöngur, bætta lýðheilsu eða umhverfið almennt.
Hugmyndir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að komast í kosningu:
Matshópur, skipaður fjölbreyttum hópi starfsmanna bæjarins, fer yfir innsendar hugmyndir út frá skilyrðum verkefnisins og stillir upp til kosninga fyrir hvorn bæjarhluta fyrir sig.
Annar hluti verkefnisins snýr að forgangsröðun verkefna og úthlutun fjármagns með kosningu.
Kosningarnar fara fram í 23. janúar til 4. febrúar 2025, á hádegi báða daga.
Að þessu sinni er Kópavogi skipt upp í tvo bæjarhluta, efri byggðir og neðri byggðir, sem skiptast eftir Reykjanesbrautinni. Alls fara 67 hugmyndir í kosningu, 30 í efri byggðum Kópavogs (Vatnsendi og Fífuhvammur (Lindir og Salir)) og 37 í neðri byggðum (Kársnes, Digranes og Smárahverfi).
Heildarupphæðin sem veitt er til framkvæmda kjörinna verkefna árin 2025 til 2027 eru 340 milljónir sem skiptast milli bæjarhlutanna í samfræmi við íbúafjölda. Efri byggðir fá þannig 133 m kr í sinn hlut og neðri byggðir 207 m kr. Hugmyndum sem komast áfram í kosningu er raðað í einn af þremur verðflokkum, 3-15 m, 16-30 m, og 31-50 m, en verðflokkurinn að baki hverrar hugmyndar er ekki gefinn upp á kosningasíðunni.
Allir íbúar, 14 ára á árinu 2025 og eldri með skráð lögheimili í Kópavogi og sem eru með rafræn skilríki geta kosið verkefni áfram. Eingöngu er hægt að skila atkvæðum í öðrum bæjarhlutanum, ekki báðum, og geta íbúar kosið allt að 30% verkefnanna sem eru í boði í þeim bæjarhluta sem þeir velja.
Kosning fer fram á kosningavef þar sem notandi auðkennir sig með öruggum hætti með innskráningarþjónustu island.is, með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, og þar er atkvæði dulkóðað. Aldrei er hægt að tengja atkvæðið við einstakling.
Ekki er um að ræða íbúakosningu í skilningi 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011.
Framkvæmdir verkefna úr niðurstöðu kosninga fara fram á tímabilinu vorið 2025 til haustsins 2027. Hægt er að fylgjast með stöðu framkvæmda hér á síðunni.
Framkvæmdum á verkefnum sem voru kosin áfram af íbúum árið 2022 er senn að ljúka. Staða framkvæmda er aðgengileg í þessum lista
Í þessum fellilista má nálgast algengustu spurningar og svör varðandi Okkar Kópavog.