- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær hefur opnað bókhald bæjarins með aðgengilegri veflausn á vefsíðu bæjarins. Þar er að finna upplýsingar um færslurfrá árinu 2014. Kópavogsbær var fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi sem opnar bókhald sitt með þessum hætti í september 2016 og nú hafa margir aðilar gert hið sama.
Opnum Bókhaldið from Kópavogsbær UT on Vimeo.
Á vefnum er hægt að skoða hvaða greiðslur sveitarfélagið innti af hendi og til hverra. Hægt er að skoða útgjöld stjórnsýslunnar, einstakra stofnana og deilda. Ekki er hægt að skoða einstaka reikninga en hægt er skoða samanlagða upphæð reikninga út frá málflokkum, deildum, stofnunum, fjárhagslyklum og lánadrottnum á aðgengilegan hátt.
Lausnin er unnin í samvinnu upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar og nemenda í tölvunarfræði hjá Háskólanum í Reykjavík. Lausnin var lokaverkefni nemenda sem áður höfðu verið í sumarvinnu hjá Kópavogsbæ en unnið hefur verið að opnun bókhaldsins frá árinu 2014.