22.04.2025 kl. - Bókasafn Kópavogs
Umhverfis ofurhetjan er vitundarvakningarverkefni sem er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem börn geta leyst fimm umhverfistengd verkefni og að því loknu fá þau afhent viðurkenningar skjal um að þau séu umhverfis ofurhetjur.
Einnig fá þau fræ í verðlaun sem þau geta gróðursett heima. Verkefnið mun svo standa fram á haust.
Hægt er að velja 5 af eftirfarandi atriðum, sum þeirra eru verkefni sem öll fjölskyldan vinnur saman, og sum eru árstíðarbundin.
Þegar barnið hefur klárað 5 verkefni getur það komið á safnið og fengið skjalið og verðlaunin afhent annað hvort í barnadeild eða hjá starfsmanni náttúrufræðistofu:
Taka bók á bókasafninu um náttúruna og náttúruvísindi t.d. dýr, gróður, himingeiminn og lesa heima eða fá einhvern til að lesa fyrir sig.
Skoða vandlega náttúrufræðisýninguna í Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Fara með einhverjum fullorðnum á endurvinnslustöð eða í grenndargám með flokkað rusl og efni.
Plokka, fara með einhverjum fullorðnum og týna upp rusl úr náttúrunni. (Athuga að vera með hanska, og fara varlega og rólega í verkefnið og ræða fyrir fram um að passa sig að taka ekki upp neitt oddhvasst eins og nálar og glerbrot).
Fá fjölskylduna sína til að elda eina máltíð úr frystinum.
Borða afganga.
Fá fjölskylduna til að elda eina grænmetismáltíð (kjöt og fiskvinnsla skilur eftir sig stórt kolefnisfótspor, og það að borða einu sinni í viku grænmetismáltíð er mjög gott fyrir umhverfið)
Velja að gefa fremur upplifun eða notaða gjöf í afmælis- eða tækifærisgjöf. Taka virkan þátt í hringrásarhagkerfinu, gefa, selja eða kaupa notaða hluti frekar en nýja.
Labba einu sinni eitthvert sem þið farið venjulega á bíl.
Búa til pödduhótel í garðinum.
Leyfa túnfíflunum að vera í garðinum (ekki tína þá, ekki slá þá) en þeir eru nauðsynleg næring fyrir fyrstu skordýrin á vorin.
Planta birkitré (birki er eina skógmyndandi tegundin í íslensku flórunni og birkiskógar eru fjölbreytt vistkerfi þar sem fjöldi lífvera lifir í samlífi hver við aðra.)
Umhverfisverkefni að eigin vali
03.05.2025 kl. 13:00 - Salurinn
Eitt ár síðan ég sá ykkur 10 sinnum í Salnum og síðan þá hef ég droppað Elli Egils, Steik og Sushi, Til i allt 3 og ég veit ekki hvað og hvað
Ég hlakka til að taka á móti öllum kynslóðum
3. og 4. maí í Salnum
Tónleikarnir eru styrktir af 66 Norður
EKKERT ALDURSTAKMARK
06.05.2025 kl. - Menning í Kópavogi
Barnamenningarhátíð fer fram með pompi og prakt dagana 6.-12. maí. Kíktu á dagskrána í heild sinni og ekki láta þig vanta.
Þriðjudagur 6.5.2025
Lindasafn 🌟 16 – 18 Pappírsblómasmiðja fyrir börn og fjölskyldur
Föstudagur 9.5.2025
Salurinn 🌟 9 – 12 Leikur að orðum Lögin hans Braga ValdimarsUm 200 leikskólabörn af átta leikskólum í Kópavogi ásamt hljómsveit nemenda frá Tónlistarskólanum í Kópavogi.
Laugardagur 10.5.2025
Bókasafn & Náttúrufræðistofa 🌟13 - 15Tröllasmiðja
Komdu og búðu til þitt eigið tröll í tröllasmiðju á barnamenningarhátíð á Bókasafni Kópavogs.
🌟15 – 15:30 Töfraloftbelgurinn. Þátttökusýning fyrir börn á leikskólaaldri. Kötturinn Prófessor og gamla konan Málfríður ferðast um á töfraloftbelg og lenda í allskyns skrítnum ævintýrum. Listahópurinn Kvistur
Sunnudagur 11.5.2025
Bókasafn og Náttúrufræðistofa
🌟12 - 12:20
Sögustund | Börn lesa fyrir börn
Börn úr Lindaskóla bjóða upp á sögustund fyrir börn á leikskólaaldri. Sögustundin fer fram í barnadeildinni.
🌟13 – 13:40 Sungið fyrir dýrinFjölskyldutónleikar með Ragnheiði Gröndal, Guðmundi Péturssyni og Birgi Steini Theódórssyni.
🌟 14 – 16 Lífveruleit og listasmiðjaInnanhúsfjöruferð í Tilraunastofunni þar börn leita og fræðast um þær lífverur sem þau finna. Listasmiðja innblásin af lífinu neðansjávar í rými Náttúrufræðistofu.
🌟 16 – 16:30 Rauðhetta með Silly Suzy og Söllu Möllu Sígilt ævintýri í trúðslegum og bráðskemmtilegum búningi þar sem áhorfendur fá að leika lykilhlutverk.
Gerðarsafn
🌟 12 - 14 Dúskar, fjaðrir, slaufur og strá!Sköpum fallegar kórónur saman í skemmtilegri smiðju með Sigrúnu Úu. Smiðjan hentar öllum aldri og öll eru velkomin! Efniviður á staðnum.
🌟 14 - 17 Dj. Sunna Ben þeytir skífum fyrir krakka á öllum aldri.
🌟 15 - 17 Heimur fyrir litla hetjuHvert barn fær lítinn pappakassa og býr til lítið hús, eða felustað fyrir ímyndaða útgáfu af sjálfu sér — hvort sem það er ofurhetja, riddari, dýr eða eitthvað allt annað! Dýrfinna Benita Basalan og Sadie Cook leiða smiðjuna.
Salurinn
🌟 14 – 15Aldrei látum fjörið fallaKórar úr Kársnesskóla flytja tónlist úr öllum áttum undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og Þóru Marteinsdóttur.
🌟15 – 15:25Marimbusveit Smáraskóla leikur fjöruga og taktvissa slagverksmúsík undir stjórn Ástu Magnúsdóttur.
🌟15:30 – 16:10Glimmersturta og afmælislögKórar Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla og Smáraskóla flytja hátíðartónlist og músík sem hefur verið samin sérstaklega fyrir kórana. Stjórnendur eru Álfheiður Björgvinsdóttir, Ása Valgerður Sigurðardóttir og Ásta Magnúsdóttir. Kynnir er Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
🌟 16:40 – 17:10Sveitageit og sumarsöngvarSkólakór Hörðuvalllaskóla undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur.
Útisvæði
🌟12:30 - 16:30 Viltu vera memmm? Stultur, sápukúlur, vesen og vatnssull með Memmm Play
🌟16:15 – 16:35 Sumarsveifla og stuð Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar
Sýningar daga 6.-11. maí
Bókasafn Kópavogs - aðalsafn
🌟 Álfarnir í Borgarholtinu Samstarf Bókasafns Kópavogs og leikskólanna Marbakki og Urðarhóll
Bókasafn Kópavogs bauð elstu börnunum á Marbakka og Urðarhóli í útisögustund á Borgarholtinu fyrir utan bókasafnið og Kópavogskirkju.
Í holtinu býr mikill fjöldi álfa í steinum og klettum og fengu börnin að fræðast um álfana og heyra íslenskar þjóðsögur í þeirra heimabyggð.
Í kjölfarið bjuggu börnin á Marbakka og Urðarhóli til sinn eigin álf úr efnivið að eigin vali. Þessi dásamlegu álfar eru afraksturinn af þeirri vinnu.
🌟 Ljóð úr ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2025
Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs er haldin í tengslum við Ljóðstaf Jóns úr Vör, árlegra ljóðasamkeppni Lista- og menningarráðs Kópavogs. Markmiðið með keppninni er að efla áhuga barna og ungmenna á ljóðagerð og er grunnskólunum sérstaklega boðið að taka þátt á hverju ári.
Lindasafn
🌟 Lita verur á Lindasafni
Á sýningunni Lita verur má sjá verk eftir nemendur í 3. - 7. bekk Lindaskóla. Nemendur lærðu um litafræði, heita og kalda liti, og í kjölfarið sköpuðu þau klippimynda verur úr litríkum pappír. Nemendur tengdu verurnar við eigin áhugasvið t.d. úr bókmenntum, bíómyndum eða úr ímyndunarafli sínu. Verkin eru fjölbreytt, litrík og skemmtileg þar sem meðal annars gefur að líta álfa, tröll og geimverur.
Náttúrufræðistofa Kópavogs
🌟 Lífið neðansjávar
Listaverk eftir börn í 2. Bekk úr skólum Kópavogs
09.05.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us.
Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone!
These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður.
Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi.
Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs.
Við munum bjóða upp á kaffi og með því!
Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
10.05.2025 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs
Komdu og búðu til þitt eigið tröll í tröllasmiðju á barnamenningarhátíð á Bókasafni Kópavogs.
10.05.2025 kl. 15:00 - Bókasafn Kópavogs
Töfraloftbelgurinn er þátttökusýning fyrir börn á leikskólaaldri.
Listahópurinn Kvistur sýnir 30 mínútna barnasýningu á Barnamenningarhátíð á Bókasafni Kópavogs.
Öll velkomin. Frítt inn.
Töfraloftbelgurinn er þátttökusýning fyrir börn á leikskólaaldri (0-5 ára) og byggir á samnefndri barnabók eftir Hildi Kristínu Thorstensen sem fjallar um köttinn Prófessor og gömlu konuna Málfríði sem ferðast um á töfraloftbelg og lenda í allskyns skrítnum ævintýrum.
Sungin verða nokkur lög og farið með þulur sem flest leikskólabörn kunna og geta því tekið undir.
10.05.2025 kl. 15:00 - Gerðarsafn
Verið velkomin á erindi Sigrúnar Hrólfsdóttur í Gerðarsafni, Þræðing – Tiplað um sögu íslenskrar textíllistar, laugardaginn 10. maí kl. 15:00. Sigrún Hrólfsdóttir fjallar um verk Guðrúnar Bergsdóttur í samhengi við grein Sigrúnar sem birtist í nýjasta tölublaði tímaritsins Myndlist á Íslandi: Þræðing – Tiplað um sögu íslenskrar textíllistar. Þar skrifar Sigrún að textíll sé miðlægur þáttur í íslenskri myndlistarsögu, frá landnámi til dagsins í dag.
Sigrún Hrólfsdóttir er myndlistarmaður sem vinnur með margvíslega miðla, málverk, teikningu, innsetningar og gjörningalist, sem fjalla um sýnileg og ósýnileg öfl í heiminum. Hún hefur sýnt í öllum helstu söfnum og sýningarstöðum hér heima og víða erlendis, á eigin vegum og ásamt Gjörningaklúbbnum / The Icelandic Love Corporation, sem starfaði með upprunalegum meðlimum frá 1996-2016. Verk hennar er að finna í opinberum söfnum og einkasöfnum. Á árunum 2021-2023 gegndi hún rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur þar sem hún stýrði yfirlitssýningu á verkum Hildar Hákonardóttur (1938), Rauður þráður á Kjarvalsstöðum. Sigrún er einnig höfundur bókar um ævistarf Hildar, afrakstur rannsóknarverkefnis um hlut kvenna í íslenskri myndlist innan Listasafns Reykjavíkur. Sigrún hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin árið 2024 fyrir þessa sýningu. Á árunum 2016-2021 var Sigrún deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands og kennir nú við skólann sem stundakennari. Hún lærði myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Pratt University, New York og er með BA og MA gráðu í listfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands. Sigrún Hrólfsdóttir býr og starfar á Íslandi og vinnustofa hennar er við Grandagarð í Reykjavík.
11.05.2025 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs
Ragnheiður Gröndal syngur fyrir okkur lög sem eiga það sameiginlegt að fjalla ýmist um dýr sem manneskjur elska eða eru heillaðar af - jafnvel út frá sjónarhorni dýranna sjálfra.
Hugmynd tónleikanna kviknaði út frá ljóði Jakobs Hafstein við skandínavískt þjóðlag sem heitir ,,Söngur villiandarinnar.“ Margt fólk af eldri kynslóðinni þekkir og elskar þetta lag en þar segir frá lífsbaráttu villiandarinnar og fjölskyldu hennar.
Þá vildi Ragnheiður skoða hvort fleiri ljóð væri að finna sem væru ort út frá sjónarhorni dýranna sjálfra. Það reyndist nú ekki alltof auðvelt en hins vegar er aragrúi laga um ást mannsins á dýrunum, klassísk lög eins ,,Heyrðu snöggvast Snati minn“ og ,,Komdu kisa mín.“ Lagið ,,Apaspil“ fjallar svo um okkur sjálf sem dýrategund.
Eru þetta eru einmitt dæmi um lög sem flutt verða og er dagskrá um 40 mínútna löng.
Tónleikarnir eru fyrir alla fjölskylduna að njóta saman.
Viðburður er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Tónlistarmenn með Ragnheiði eru þeir Guðmundur Pétursson á gítar og Birgir Steinn Theodórsson.
Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar í Kópavogi.
11.05.2025 kl. 15:00 - Gerðarsafn
Barnamenningarhátíð í Kópavogi!
Dagskrá í Gerðarsafni:
12:00 -14:00 - Kórónusmiðja með Sigrúnu Úu.
Dúskar, fjaðrir, slaufur og strá! Sköpum fallegar kórónur saman í skemmtilegri smiðju með Sigrúnu Úu. Smiðjan hentar öllum aldri og öll eru velkomin! Efniviður á staðnum.
15:00 - 17:00 - Heimur fyrir litla hetju.
Dýrfinna Benita Basalan og Sadie Cook verða með listsmiðju í Gerðarsafni á Barnamenningarhátíð í Kópavogi. Hvert barn fær lítinn pappakassa og býr til lítið hús, eða felustað fyrir ímyndaða útgáfu af sjálfu sér — hvort sem það er ofurhetja, riddari, dýr eða eitthvað allt annað! Markmiðið er að örva sköpunargleði og sjálfstjáningu, þar sem börnin fá tækifæri til að dreyma stórt og byggja sinn eigin töfraheim. Smiðjan hentar vel fyrir börn frá 4 ára aldri.
Aðgangur er ókeypis á alla viðburði á Barnamenningarhátíð í Kópavogi og ókeypis inn á sýningar Gerðarsafns.
DJ Sunna Ben þeytir skífum frá kl. 14:00 og heldur uppi stuðinu í Gerðarsafni.
Verið öll hjartanlega velkomin!
11.05.2025 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs
Silly Suzy og Salla Malla flytja ævintýrið um Rauðhettu á barnamenningarhátíð.
Ef þú heldur að þú vitir allt um Rauðhettu þá skjátlast þér!
Komdu og hlustaðu á einstakan, öðruvísi og jafnvel svolítið furðulegan flutning þeirrar Silly Suzy og Söllu Möllu á þessu sígilda ævintýri um Rauðhettu, þar sem áhorfendur fá að leika lykilhlutverk.
Á meðan Suzy og Salla Malla lesa gegnum ævintýrið mun áhorfendum bjóðast tækifæri til að stíga á svið og kynnast nýjum og spennandi persónum, þar sem útkoman getur oft verið ansi hlægileg.
Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Sýningin er á íslensku.
English:If you think you know every single detail about Little Red Riding Hood, think again!
Join Silly Suzy and Salla Malla for an exclusive, alternative and slightly wacky re-telling of this classic story, where the audience is at the center of the action.
As Suzy and Salla Malla read this popular tale, the audience is invited to act out the play on stage and meet new exciting characters...often with some pretty silly outcomes!
Free entrance and everyone welcome. The show is in Icelandic.
11.05.2025 kl. 14:00 - Salurinn
Glæsileg tónleikadagskrá í tilefni af Barnamenningarhátíð í Kópavogi og stórafmæli Kópavogsbæjar sem fagnar sjötugsafmæli sínu á þessum degi, 11. maí 2025.
Kórar Kársnesskóla, Hörðuvallaskóla og Smáraskóla stíga á svið Salarins og Marimbusveit Smáraskóla heldur uppi funheitu stuði í forsal Salarins.
Dagskrá:
Kl. 14Aldrei látum fjörið fallaKórar úr Kársnesskóla flytja tónlist úr öllum áttum undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og Þóru Marteinsdóttur.
Kl. 15Marimbusveit Smáraskóla leikur fjöruga og taktvissa slagverksmúsík undir stjórn Ástu Magnúsdóttur.
Kl. 15:30Glimmersturta og afmælislögKórar Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla og Smáraskóla flytja hátíðartónlist og músík sem hefur verið samin sérstaklega fyrir kórana. Stjórnendur eru Álfheiður Björgvinsdóttir, Ása Valgerður Sigurðardóttir og Ásta Magnúsdóttir. Kynnir er Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Kl. 16:40Sveitageit og sumarsöngvarSkólakór Hörðuvalllaskóla undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin
11.05.2025 kl. 12:30 - Menning í Kópavogi
Skemmtileg og fjölskylduvæn dagskrá með Memmm Play og Skólahljómsveit Kópavogs fer fram undir berum himni, sunnudaginn 11. maí frá 12:30 - 16:30. Tilefnið er ærið enda Barnamenningarhátíð í Kópavogi í fullum gangi og Kópavogur fagnar sjötugsafmæli sínu á þessum fallega vordegi.
Staðsetning er útisvæðið við menningarhúsin í Kópavogi, Bókasafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs, Gerðarsafn og Salinn þar sem fram fer glæsileg dagskrá með listsmiðjum, tónleikum, sögustundum og leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.
12:30 - 16:30Viltu vera memmm?Stultur og sápukúlur, vatnssull og vesen með Memmm Play
16:15 - 16:35Hin rómaða Skólahljómsveit Kópavogs flytur fjöruga og kraftmikla stuðtónlist í tilefni dagsins. Stjórnandi er Össur Geirsson.
Ókeypis er á viðburði í menningarhúsunum í Kópavogi í tilefni dagsins. Sjáumst í sumarlegu hátíðarskapi.
Dagskrá Barnamenningarhátíðar á afmælisdegi Kópavogsbæjar er annars sem hér segir:
- Bókasafn og Náttúrufræðistofa
kl. 12 – 13Börn fyrir börn
Börn úr 7. bekk Lindaskóla bjóða upp á sögustund fyrir börn á leikskólaaldri. Viðburðurinn fer fram inni í barnadeild Bókasafnsins.
13 – 13:40Sungið fyrir dýrin
Fjölskyldutónleikar með Ragnheiði Gröndal, Guðmundi Péturssyni og Birgi Steini Theódórssyni. Tónleikarnir fara fram á jarðhæð Bókasafns og Náttúrufræðistofu.
14 – 16Náttúra og skynjun
Náttúran verður uppspretta að nýrri sköpun og listaverkum. Smiðjan á sér stað inni í rýmináttúrufræðistofu og inni í tilraunastofu.
16 – 16:30Rauðhetta með Silly Suzy og Söllu Möllu.
Sígilt ævintýri í trúðslegum og bráðskemmtilegum búningi þar sem áhorfendur fá að leikalykilhlutverk. Sýningin fer fram á jarðhæð Bókasafns og Náttúrufræðistofu.
- Gerðarsafn
12 – 14Dúskar, fjaðrir, slaufur og strá!
Sköpum fallegar kórónur saman í skemmtilegri smiðju með Sigrúnu Úu. Smiðjan hentar öllum aldri ogöll eru velkomin! Efniviður á staðnum.
14 – 17Dj. Sunna Ben þeytir skífum fyrir krakka á öllum aldri.
15 – 17Heimur fyrir litla hetju
Hvert barn fær lítinn pappakassa og býr til lítið hús, eða felustað fyrir ímyndaða útgáfu af sjálfu sér —hvort sem það er ofurhetja, riddari, dýr eða eitthvað allt annað! Dýrfinna Benita Basalan og SadieCook leiða smiðjuna.
- SalurinnGlimmersturta og alls konar afmælislög.
14 – 15Aldrei látum fjörið falla
Skólakórar Kársnesskóla flytja tónlist úr öllum áttum. Álfheiður Björgvinsdóttir og Þóra Marteinsdóttir stjórna.
15 – 15:25Marimbusveit Smáraskóla heldur uppi fjörinu í forsal Salarins.
15:30 – 16:10Glimmersturta og afmælislög
Kórar Smáraskóla, Hörðuvallaskóla og Kársnesskóla. Kynnir er Ingibjög Fríða Helgadóttir.
16:40 – 17:20Sveitageit og sumarsöngvarSkólakór Hörðuvallaskóla. Ása Valgerður Sigurðardóttir stjórnar.