22.04.2025 kl. - Bókasafn Kópavogs
Umhverfis ofurhetjan er vitundarvakningarverkefni sem er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem börn geta leyst fimm umhverfistengd verkefni og að því loknu fá þau afhent viðurkenningar skjal um að þau séu umhverfis ofurhetjur.
Einnig fá þau fræ í verðlaun sem þau geta gróðursett heima. Verkefnið mun svo standa fram á haust.
Hægt er að velja 5 af eftirfarandi atriðum, sum þeirra eru verkefni sem öll fjölskyldan vinnur saman, og sum eru árstíðarbundin.
Þegar barnið hefur klárað 5 verkefni getur það komið á safnið og fengið skjalið og verðlaunin afhent annað hvort í barnadeild eða hjá starfsmanni náttúrufræðistofu:
Taka bók á bókasafninu um náttúruna og náttúruvísindi t.d. dýr, gróður, himingeiminn og lesa heima eða fá einhvern til að lesa fyrir sig.
Skoða vandlega náttúrufræðisýninguna í Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Fara með einhverjum fullorðnum á endurvinnslustöð eða í grenndargám með flokkað rusl og efni.
Plokka, fara með einhverjum fullorðnum og týna upp rusl úr náttúrunni. (Athuga að vera með hanska, og fara varlega og rólega í verkefnið og ræða fyrir fram um að passa sig að taka ekki upp neitt oddhvasst eins og nálar og glerbrot).
Fá fjölskylduna sína til að elda eina máltíð úr frystinum.
Borða afganga.
Fá fjölskylduna til að elda eina grænmetismáltíð (kjöt og fiskvinnsla skilur eftir sig stórt kolefnisfótspor, og það að borða einu sinni í viku grænmetismáltíð er mjög gott fyrir umhverfið)
Velja að gefa fremur upplifun eða notaða gjöf í afmælis- eða tækifærisgjöf. Taka virkan þátt í hringrásarhagkerfinu, gefa, selja eða kaupa notaða hluti frekar en nýja.
Labba einu sinni eitthvert sem þið farið venjulega á bíl.
Búa til pödduhótel í garðinum.
Leyfa túnfíflunum að vera í garðinum (ekki tína þá, ekki slá þá) en þeir eru nauðsynleg næring fyrir fyrstu skordýrin á vorin.
Planta birkitré (birki er eina skógmyndandi tegundin í íslensku flórunni og birkiskógar eru fjölbreytt vistkerfi þar sem fjöldi lífvera lifir í samlífi hver við aðra.)
Umhverfisverkefni að eigin vali
26.04.2025 kl. 13:00 - Gerðarsafn
Í þessari spennandi smiðju verður gestum boðið að búa til sínar eigin klippimyndir þar sem við munum blanda saman myndum af úkraínskri náttúru og dýrum og, fyrir þau sem vilja, einnig myndum af hefðbundnum úkraínskum páskaeggjum sem kallast Pysanka. Saman munum við fræðast um úkraínskar páskahefðir og uppgötva sögu Pysanka, en í Úkraínu eru páskarnir haldnir hátíðlegir í mun lengri tíma en á Íslandi.
Leiðbeinendur smiðjunnar eru listamennirnir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Iryna Kamienieva en Irina er úkraínskur listamaður og sýningarstjóri sem hefur verið búsett á Íslandi undanfarin þrjú ár.
Smiðjan er opin gestum á öllum aldri og engrar sérstakrar kunnáttu krafist, en gert er ráð fyrir að börn séu í fylgd með fullorðnum. Gestum er velkomið að kíkja við hvenær sem er á meðan á smiðjunni stendur. Tungumál smiðjunnar eru úkraínska, íslenska og enska.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
—
Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Together sem er skipulögð af Menningarhúsunum í Kópavogi í samstarfi við GETU – hjálparsamtök. Markmiðið er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum.
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði og Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
//
Together - Багатомовний воркшоп - Колажі із зображенням писанки
Запрошуємо вас на багатомовний воркшоп, присвячений колажам та українським писанкам!
На воркшопі учасникам зможуть створити колажі на папері, поєднуючи зображення традиційних українських писанок та української природи. Разом ми обговоримо наші великодні традиції та відкриємо для себе історію писанки.
Ведучі воркшопу - ісландська художниця Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir та українська художниця і кураторка Ірина Камєнєва.
Воркшоп підходить для людей будь-якого віку та рівня майстерності, але діти повинні бути у супроводі дорослих. Відвідати подію можна у будь-який час. Воркшоп пройде українською, ісландською та англійською мовами.
Подія безкоштовна - запрошуємо усіх охочих.
—
Даний воркшоп проходить у рамках серії подій під назвою Together (“Разом”), організованої Будинком культури міста Копавогур у співпраці з організацією допомоги GETA, з метою посилення інклюзивності та просування міжкультурного взаєморозуміння.
Подія проходить за підтримки Мистецько-культурної ради міста Копавогур та Фонду дитячої культури.
//
Together - Multilingual workshop - Pysanka Ukrainian Paper Collages
Join us for a multilingual Pysanka collage workshop!
In this exciting workshop, participants will be invited to create their own paper collages, mixing images of Ukrainian Pysankas, traditionally decorated Easter eggs, and Ukrainian nature. Together we will learn about Ukrainian Easter traditions and discover the history of Pysanka.
Workshop facilitators are the Icelandic artist Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir and the Ukrainian artist and curator Iryna Kamienieva.
This workshop is open to individuals of all ages and skill levels, but children are expected to be accompanied by an adult. Guests are welcome to drop by at any time during the workshop. The spoken languages of the workshop are Ukrainian, Icelandic and English.
Free event – everybody is welcome.
—
This workshop is part of an event series, Together, organized by the Culture Houses of Kópavogur in collaboration with GETA aid organization, with the goal of enhancing inclusiveness and promoting intercultural understanding.
The event is supported by Kópavogur Art and Culture Council and Children’s Culture Fund.
26.04.2025 kl. 13:00 - Gerðarsafn
Velkomin í fjöltyngda klippimyndasmiðju!
Í þessari spennandi smiðju verður gestum boðið að búa til sínar eigin klippimyndir þar sem við munum blanda saman myndum af úkraínskri náttúru og dýrum, og fyrir þau sem vilja, einnig myndum af hefðbundnum úkraínskum páskaeggjum sem kallast Pysanka.
Saman munum við fræðast um úkraínskar páskahefðir og uppgötva sögu Pysanka, en í Úkraínu eru páskarnir haldnir hátíðlegir í mun lengri tíma en á Íslandi.
Leiðbeinendur smiðjunnar eru listamennirnir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Iryna Kamienieva, úkraínskur listamaður og sýningarstjóri sem hefur verið búsett á Íslandi undanfarin þrjú ár.
Smiðjan er opin gestum á öllum aldri og engrar sérstakrar kunnáttu krafist, en gert er ráð fyrir að börn séu í fylgd með fullorðnum.
Gestum er velkomið að kíkja við hvenær sem er á meðan á smiðjunni stendur. Tungumál smiðjunnar eru úkraínska, íslenska og enska.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
—
Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Together sem er skipulögð af Menningarhúsunum í Kópavogi í samstarfi við GETU – hjálparsamtök. Markmiðið er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum.
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði og Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
27.04.2025 kl. 13:00 - Salurinn
Tónleikaspjall í tali og tónum þar sem veitt verður innsýn í efnisskrá Tíbrártónleika dagsins. Viðburðurinn fer fram í fordyri Salarins og hefst klukkan 13 en umsjón með spjallinu hefur Elísabet Indra Ragnarsdóttir.
Á Tíbrártónleikum dagsins munu Björg Brjánsdóttir, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir og Richard Schwennicke flytja undurfallega tónlist eftir Claude Debussy, Clöru og Robert Schumann, Heitor Villa-Lobos og Skúla Hallldórsson.
28.04.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga?
Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig.
Bróderíklúbburinn hittist á mánudögum á Lindasafni í Núpalind 7 kl. 14:00.
Öll velkomin og heitt á könnunni.
29.04.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
29.04.2025 kl. 20:00 - Bókasafn Kópavogs
Haltu mér - slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi.
Alvarleg ofbeldisbrot þar sem ungt fólk kemur við sögu virðast hafa aukist í íslensku samfélagi á síðustu árum. Þetta á bæði við um ofbeldi sem ungmenni verða fyrir og það sem þau fremja. Þó að þessi þróun birtist skýrt í fjölmiðlaumfjöllun undanfarið er mikilvægt að skoða gögnin nánar til að skilja raunverulegt umfang og eðli þessa vanda. Í erindinu verður rýnt í gögn sem varpa ljósi á þróun ofbeldis meðal ungs fólks og greint hverjir helstu áhættuþættirnir eru. Áhersla verður lögð á að skoða hvað virkar í forvörnum, hvaða aðferðir reynast árangurslausar og hafa jafnvel öfug áhrif. Auk þess verður fjallað um hvaða inngrip hafa reynst árangursríkust til að draga úr áhættuhegðun og koma í veg fyrir frekari brot.
Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Hún gegndi áður stöðu dósents í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Margrét lauk doktorsprófi í afbrotafræði frá CUNY í New York árið 2020. Rannsóknir hennar beinast aðallega að áhættuhegðun ungmenna, löggæslu og langtímaáhrifum refsandi inngripa. Rannsóknir hennar hafa birst í virtum alþjóðlegum tímaritum, þar á meðal Journal of Research in Crime and Delinquency og Politics & Gender. Undanfarin tvö ár hefur Margrét tekið þátt í alþjóðlega rannsóknarverkefninu International Self-Report Delinquency (ISRD4) Study, sem fjallar um afbrot ungmenna.
Önnur erindi í Haltu mér slepptu mér koma inn á málefni á borð við hinseginleikann, svefn og ofbeldi ungmenna.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
7. janúar 2025, kl. 20:00Fræðsla um svefn og svefnráð fyrir ungmenniErla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnráðgjafi, fjallar um mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan, árangur og frammistöðu ungmenna.
4. febrúar 2025, kl. 20:00PISA, lesskilningur og lestur ungmennaSigríður Ólafsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, rýnir í niðurstöður PISA-könnunarinnar í lesskilningi árið 2022. Hún mun fjalla um hæfniþrep PISA og tengja þau við samfélagslega umræðu hér á landi. Þá mun hún fjalla um mál- og læsiseflandi samskipti á heimili og í skóla sem leggja grunn að djúpum lesskilningi, eins og metinn er í lesskilningshluta PISA.
4. mars 2025, kl 20:00Hinseginleikinn og ungmenniEdda Sigurðardóttir, fræðslustýra Samtakanna ʻ78, ræðir við foreldra um hvað er að vera hinsegin og útskýrir helstu hugtök og orðnotkun. Hún mun einnig fjalla um stöðu og áskoranir ungs fólks þegar kemur að hinseginleika, hvernig foreldrar geti verið styðjandi og hvaða úrræði standa til boða.
1. apríl 2025, kl. 20:00Tölvuleikir og tölvuleikjanotkun ungmennaKristján Ómar Björnsson og Patrekur Gunnlaugsson, kennarar í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði, ræða um tölvuleiki og tölvuleikjanotkun ungmenna, hvaða leikir eru vinsælir, hvað foreldrar geta gert til að styðja börn sín og sýna áhugamáli þeirra áhuga ásamt því að stuðla að líkamlegu og andlegu heilbrigði og félagslegum tengslum.
29.04.2025 kl. 15:00 - Bókasafn Kópavogs
Nýr spilaklúbbur fyrir 13-17 ára hefur göngu sína. Klúbburinn hittist vikulega á þriðjudögum kl. 15 í ungmennadeild aðalsafnsins á 3. hæð og spilar saman.
Öll ungmenni hjartanlega velkomin!
29.04.2025 kl. 12:00 - Salurinn
Hrafnhildur Eva GuðmundsdóttirBA Söngur
Hrafnhildur Eva stundaði nám við Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og lauk við skólann framhaldsprófi í söng undir handleiðslu Sigrúnar Hjálmtýsdóttur vorið 2020. Veturinn 2019-2020 hlaut hún fullan námsstyrk fyrir skólagjöldum úr Minningarsjóði Vilhálms Vilhjálmssonar.
Hrafnhildur hefur sungið með Óperukór Reykjavíkur og er í söngleikja- og sviðslistakórnum Viðlagi þar sem hún fór með hlutverk Mikaelu í söngleiknum ,,Við erum hér” sem sýndur var fyrir fullu húsi frá okt’24 til feb’25.
Meðal annarra hlutverka sem hún hefur farið með eru: ein af Damigelle í La liberazione di Ruggiero dall’ isola di Alcina eftir Francesca Caccini, Papagena í Töfraflautunni eftir Mozart, Kálormurinn í Furðuveröld Lísu eftir John Speigt og Kata í Kysstu mig Kata eftir Cole Porter.
Hrafnhildur Eva hefur tekið þátt í frumflutningi kórverka og sungið einsöng á Óperudögum og er meðlimur í hljómsveitinni Korda sem hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2021 sem tónlistarviðburður ársins.
Einnig hefur hún dansbakgrunn sem hún hefur nýtt m.a. til þess að semja dansa og sviðshreyfingar fyrir uppfærslur hjá bæði söngleikja- og óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz og Söngdeild Listaháskóla Íslands.
FlytjendurHrafnhildur Eva GuðmundsdóttirMatthildur Anna Gísladóttir, píanó
29.04.2025 kl. 13:30 - Salurinn
Arnar Geir HalldórssonB.Mus.Ed. Klassísk söng- og hljóðfærakennsla
Arnar Geir Halldórsson er fæddur í Keflavík árið 2001. Hann hóf nám í sellóleik við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2009 og lauk framhaldsprófi þaðan í maí 2021. Hann naut leiðsagnar Pawels Panasiuk í upphafi náms síns en síðan tók Gréta Rún Snorradóttir við sem aðalkennari hans allt til útskriftar.
Haustið 2021 hóf Arnar Geir nám í klassískum hljóðfæraleik við Listaháskóla Íslands og hefur Sigurgeir Agnarsson verið hans aðalkennari. Arnar Geir hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum hérlendis og erlendis í gegnum skólagöngu sína í LHÍ og á öðrum vettvangi. Meðal annars hefur hann verið þátttakandi í sinfóníverkefnum með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar sem og Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Hann lauk námi í klassískum hljóðfæraleik vorið 2024 frá Listaháskóla Íslands og er nú að ljúka námi í klassískri hljóðfærakennslu.
Arnar Geir hefur ástríðu fyrir klassískri tónlist og stefnir á frekara nám í sellóleik.
FlytjendurEva Þyri Hilmarsdóttir, píanóMargrét Lára Jónsdóttir, fiðlaKatrín Karítas Viðarsdóttir, víólaOliver Rähni, píanó
29.04.2025 kl. 16:00 - Salurinn
Kristrún GuðmundsdóttirB.Mus. Söngur
Kristrún Guðmundsdóttir hóf nám í fiðluleik sjö ára gömul í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hún fór einnig snemma að syngja í kórum og var lengst í Stúlknakór Reykjavíkur. Formlegt söngnám Kristrúnar hófst í janúar 2021 í Söngskóla Sigurðar Dementz undir handleiðslu Signýjar Sæmundsdóttur og Antoniu Hevesi.
Vorið 2022 lauk hún miðprófi í klassískum einsöng áður en ferðinni var heitið í Listaháskólann. Kennarar hennar eru þau Dísella Lárusdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Sigmundsson og Matthildur Anna Gísladóttir auk gestakennara.
Í Listaháskólanum fór hún með hlutverk Zweite Knabe í Der Zauberflöte eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Alfred og Idu í Die Fledermaus eftir Johann Strauss yngri auk ýmissa hlutverka í óperusenuuppsetningum skólans. Samhliða náminu starfaði Kristrún sem æskulýðsfulltrúi í Neskirkju og sinnti þar meðal annars störfum aðstoðarkórstjóra Barnakórs Neskirkju. Hún söng einnig í kórnum og var einsöngvari þar sem hún frumflutti verk eftir Steingrím Þórhallsson, kórstjóra og organista Neskirkju. Hún og Steingrímur Þórhallsson héldu einnig tónleikana „Píanótónlist og sálmar á vetrarsólstöðum“ í árslok 2023.
FlytjendurKristrún Guðmundsdóttir, söngurMatthildur Anna Gísladóttir, píanó
29.04.2025 kl. 18:00 - Salurinn
Diljá FinnsdóttirB.Mus.Ed. Klassísk söng- og hljóðfærakennsla
Diljá hóf fiðlunám í Tónlistarskólanum á Akureyri fjögurra ára gömul og útskrifaðist þaðan með framhaldspróf vorið 2020 undir handleiðslu Mögnu Guðmundsdóttur. Hún bætti við sig námi í víóluleik seinustu árin sín í Tónlistarskólanum hjá Eydísi S. Úlfarsdóttur og tók miðpróf vorið 2020.
Haustið 2021 hóf Diljá bakkalárnám í klassískri hljófærakennslu við Listaháskóla Íslands með víólu sem aðalhljóðffæri, þá undir leiðsögn Þórunnar Óskar Marinósdóttur. Í Listaháskólanum stundaði Diljá einnig nám í Skapandi Tónlistarmiðlun og útskrifaðist þaðan með BA gráðu vorið 2024.
Meðfram náminu hefur hún tekið þátt í og unnið að fjölbreyttum tónlistarverkefnum m.a. haldið tvö tónlistarnámskeið ásamt Magneu Tómasdóttur fyrir fullorðna einstaklinga með þroskahömlun. Þar að auki hefur hún unnið og leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarfólki bæði á tónleikum og í upptökum. Má þar nefna Ungfóníuna, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kordu Samfóníu, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Erasmus Orchestra og strengjakvartettinn Eyju.
FlytjendurDiljá Finnsdóttir, víólaAladár Rácz, píanóSólrún Svava Kjartansdóttir, fiðlaRún Árnadóttir, selló