03.02.2025 kl. 12:00 - Bókasafn Kópavogs
Jógakennarinn Kristín Harðardóttir býður upp á létt slökunarjóga á mánudögum. Tilvalið fyrir öll að mæta og fara slök inn í vikuna. Viðburðurinn fer fram í Huldustofu á þriðju hæð aðalsafns.
Hvorki er þörf á íþróttaklæðnaði né jógadýnu.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
03.02.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Mánudaginn 3. febrúar milli klukkan 14:00 – 16:00 hefur Bróderíklúbburinn göngu sína.
Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga?
Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig.
Klúbburinn hefur göngu sína á Lindasafni mánudaginn 3. febrúar kl. 14.
Öll velkomin og heitt á könnunni.
04.02.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
04.02.2025 kl. 20:00 - Bókasafn Kópavogs
Haltu mér - slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi.
Sigríður Ólafsdóttir rýnir í niðurstöður PISA-könnunarinnar í lesskilningi árið 2022. Hún mun fjalla um hæfniþrep PISA og tengja þau við samfélagslega umræðu hér á landi. Þá mun hún fjalla um mál- og læsiseflandi samskipti á heimili og í skóla sem leggja grunn að djúpum lesskilningi, eins og metinn er í lesskilningshluta PISA.
Sigríður Ólafsdóttir er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginrannsóknasvið hennar beinast að málþroska og læsi, þróun orðaforða, lesskilnings- og ritunarfærni hjá ein-, tví- og fjöltyngdum nemendum.
Önnur erindi í Haltu mér slepptu mér koma inn á málefni á borð við hinseginleikann, svefn og ofbeldi ungmenna.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
7. janúar 2025, kl. 20:00Fræðsla um svefn og svefnráð fyrir ungmenniErla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnráðgjafi, fjallar um mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan, árangur og frammistöðu ungmenna.
4. mars 2025, kl. 20:00Hinseginleikinn og ungmenniEdda Sigurðardóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78, ræðir við foreldra um hvað er að vera hinsegin og útskýrir helstu hugtök og orðnotkun. Einnig verður fjallað um stöðu og áskoranir ungs fólks þegar kemur að hinseginleika, hvernig foreldrar geti verið styðjandi og hvaða úrræði standa til boða.
1. apríl 2025, kl. 20:00Tölvuleikir og tölvuleikjanotkun ungmennaKristján Ómar Björnsson og Patrekur Gunnlaugsson, kennarar í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði, ræða um tölvuleiki og tölvuleikjanotkun ungmenna, hvaða leikir eru vinsælir, hvað foreldrar geta gert til að styðja börn sín og sýna áhugamáli þeirra áhuga ásamt því að stuðla að líkamlegu og andlegu heilbrigði og félagslegum tengslum.
29. apríl 2025, kl. 20:00Ofbeldi og vopnaburður ungs fólksMargrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands, rýnir í gögn sem varpa ljósi á þróun ofbeldis meðal ungs fólks og hverjir helstu áhættuþættirnir eru. Áhersla verður lögð á að skoða hvað virkar í forvörnum, hvaða aðferðir reynast árangurslausar og hafa jafnvel öfug áhrif. Auk þess verður fjallað um hvaða inngrip hafa reynst árangursríkust til að draga úr áhættuhegðun og koma í veg fyrir frekari brot.
05.02.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
05.02.2025 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs
Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.
Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú!
Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
05.02.2025 kl. 12:15 - Bókasafn Kópavogs
Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.
Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í febrúarbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.
Guðmundur Andri Thorsson fæddist í Reykjavík 31. desember 1957. Hann er íslenskufræðingur frá Háskóla Íslands og hefur skrifað fjölda bóka af ýmsu tagi. Einnig hefur hann fengist við pistlaskrif í dagblöð, þáttagerð í útvarpi, þýðingar og tónlist, sinnt ritstjórn bóka og yfirlestri og að auki hlaut hann kjör til Alþingis árið 2017 og sat þar til 2021. Fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra, Mín káta angist, kom út 1988 og þótti slá nýjan tón í íslenskum bókmenntum, en höfundurinn er ekki síst dáður fyrir stílfimi, hlýju og næmi gagnvart breyskum sögupersónum sínum. Meðal annarra bóka hans má nefna skáldsögurnar Íslenska drauminn frá 1991 og Sæmd frá 2013 og minningabókina Og svo tjöllum við okkur í rallið frá 2015, þar sem hann skrifar kringum ljósmyndir af föður sínum, rithöfundinum Thor Vilhjálmssyni. Sú bók var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en áður hafði önnur bók Guðmundar Andra, sagnasveigurinn Valeyrarvalsinn frá 2011, einnig verið tilnefnd til sömu verðlauna. Valeyrarvalsinn er sú bók höfundarins sem víðast hefur farið og hefur til að mynda komið út í Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Danmörku og Ísrael við góðar undirtektir. Nýjasta bók hans, Synir himnasmiðs, minnir um margt á Valeyrarvalsinn að byggingu og efni og er fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra í rúman áratug.
05.02.2025 kl. 16:15
Að þessu sinni fjallar Vísindaskólinn um kjaftagelgjur og lífljómun, ófrýnilegar en heillandi skepnur! En þær tilheyra samnefndum ættbálki djúpsjávarfiska sem hafa aðlagast eilífðarmyrkri hafdjúpanna á einstakan máta. Ekki aðeins með aðlagaðri sjón, heldur bera þær eins konar veiðistöng með ljósi á endanum sem gerir þeim hægara um vik við fæðuöflun.
En hvaðan kemur ljósið? Lífljómun! Lífljómun kallast það þegar lífvera framleiðir og gefur frá sér ljós.
Við munum byrja fræðslu um þessar mögnuðu verur, leysum skemmtilegt verkefni og að skoðum kjaftagelgjurnar Lúsífer og Sædjöful.
Skólinn verður í Tilraunastofu Náttúrufræðistofu Kópavogs frá kl. 16:15–17:00 og hentar krökkum frá 6–12 ára. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Við hlökkum til að segja ykkur nánar frá þessum heillandi fyrirbærum í Vísindaskóla Náttúrufræðistofu Kópavogs.
---------------------------------------------------***ENGLISH***The Science School: Anglerfish and Bioluminescence – Strange but Fascinating Creatures!
Lophiiformes are an order of deep-sea fish that have adapted to the eternal darkness of the deep-see in extraordinary ways. Not only have they evolved their vision, but they also share a unique feature: a kind of fishing rod with a light at the end that helps them catch pray. But where does the light come from? Bioluminescence! Bioluminescence is the ability of living organisms to produce and emit light.
We’ll start by learning all about these fascinating creatures, which are remarkable in so many ways! Afterward, guests will have the chance to observe and the species we have at the museum.
The event will take place in the Experiment Lab at the Natural History Museum of Kópavogur from 4:15 PM to 5:00 PM and is designed for kids aged 6–12. Admission is free, and everyone is welcome while space allows.
Note that the education will take place in Icelandic.
We can’t wait to share more about these mesmerizing creatures at the Science School of the Natural History Museum of Kópavogur!
05.02.2025 kl. 16:15 - Náttúrufræðistofa Kópavogs
Að þessu sinni fjallar Vísindaskólinn um kjaftagelgjur og lífljómun, ófrýnilegar en heillandi skepnur! En þær tilheyra samnefndum ættbálki djúpsjávarfiska sem hafa aðlagast eilífðarmyrkri hafdjúpanna á einstakan máta. Ekki aðeins með aðlagaðri sjón, heldur eiga þær sameiginlegt að bera eins konar veiðistöng með ljósi á endanum sem gerir þeim hægara um vik við fæðuöflun.
En hvaðan kemur ljósið? Lífljómun! Lífljómun kallast það þegar lífvera framleiðir og gefur frá sér ljós.
Við munum byrja fræðslu um þessar mögnuðu verur! Síðan fá gestir semmtilegt verkefni og að skoða lúsífer og sædjöful.
Skólinn verður í Tilraunastofu Náttúrufræðistofu Kópavogs frá kl. 16:15–17:00 og hentar krökkum frá 6–12 ára. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Við hlökkum til að segja ykkur nánar frá þessum heillandi fyrirbærum í Vísindaskóla Náttúrufræðistofu Kópavogs.
ENGLISHThe Science School: Anglerfish and Bioluminescence – Strange but Fascinating Creatures!
Lophiiformes are an order of deep-sea fish that have adapted to the eternal darkness of the deep-see in extraordinary ways. Not only have they evolved their vision, but they also share a unique feature: a kind of fishing rod with a light at the end that helps them catch pray. But where does the light come from? Bioluminescence! Bioluminescence is the ability of living organisms to produce and emit light.
We’ll start by learning all about these fascinating creatures, which are remarkable in so many ways! Afterward, guests will have the chance to observe and the species we have at the museum.
The event will take place in the Experiment Lab at the Natural History Museum of Kópavogur from 4:15 PM to 5:00 PM and is designed for kids aged 6–12. Admission is free, and everyone is welcome while space allows.
Note that the education will take place in Icelandic.
We can’t wait to share more about these mesmerizing creatures at the Science School of the Natural History Museum of Kópavogur!
05.02.2025 kl. 16:30 - Bókasafn Kópavogs
Nýr lesklúbbur hefur göngu sína á Lindasafni miðvikudaginn 5. febrúar kl. 16:30-17:30
Þar munum við hittast og spjalla á léttum nótum um bækurnar sem við erum að lesa, deila áhugaverðum hugmyndum að lesefni og eiga skemmtilega stund saman.
Klúbburinn hittist fyrsta miðvikudag í mánuði og eru öll velkomin.
Hlökkum til að hitta ykkur!
06.02.2025 kl. - Salurinn
Hún heitir Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir og söng sig inn í hjörtu landans fyrir nokkrum árum.Æfði fótbolta með Aftureldingu og þótti víst bara fjári góð en meiðsli settu strik í reikninginn. Ólíklegt þykir að knattspyrnuferilinn verði uppistaða spjalls hennar við Jón Ólafsson í þetta sinnið heldur verður músíkin auðvitað í algjörum forgrunni. Rödd Guðrúnar er alveg einstök; djúp, hlý og hljómmikil og það verður gaman að heyra hana óma um Salinn sem er einn besti tónleikasalur landsins og þótt víðar væri leitað. Þeim Jóni til aðstoðar verða Andri Ólafsson og Bergur Einar á bassa og slagverk.
06.02.2025 kl. 15:00 - Bókasafn Kópavogs
Á fundinum 6. febrúar tökum við fyrir bókina Tengdamamman eftir Mou Herngren.
Ása er einstæð móðir sem hefur alltaf verið í nánu sambandi við son sinn. En þegar hann kynnist nýrri kærustu breytist allt. Samskiptin verða fljótlega erfið. Ása leggur sig fram um að mynda tengsl við tengdadótturina en það er lagt út sem afskiptasemi. Áður en langt um líður stendur hún frammi fyrir átökum sem munu sundra fjölskyldunni.Ása fær að vita að sonurinn skynjar uppvöxt sinn og líf þeirra saman með allt öðrum hætti en hún. Meinar sonur hennar það sem hann segir eða lætur hann stjórna sér? Þegar móðir Ásu deyr finnst henni eins og hún sé alein í heiminum.
Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins.
Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að hitta ykkur!
Fylgist með í Facebook-hópnum Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs.
Hjartanlega velkomnar!