Leikskólinn Lækur 30 ára

Það var glatt á hjalla í afmæli Læks.
Það var glatt á hjalla í afmæli Læks.

Leikskólinn Lækur fagnaði þrítugsafmæli með afmælisveislu og opnu húsi.  Leikskólinn var vígður 11.maí 1994 en þar sem afmælisdaginn ber upp á laugardag var veislan haldin miðvikudaginn 8.maí. Börn og fullorðin áttu góðar stundir í hátíðarhöldunum sem stóðu allan daginn.

"Dagurinn byrjaði á söngvasýningu með Leikhópnum Lottu í boði foreldrafélagsins. Eftir söngvasýninguna þá fóru allir inn að borða pizzu sem rann vel niður í mannskapinn. Seinnipartinn hittumst við öll á Lækjarvöllum og sungum saman nokkur lög og svo var opið hús með afmælisköku, kleinu og fleira hnossgæti. Við þökkum þeim sem sáu sér fært að mæta innilega fyrir komuna," segir á vef leikskólans.

Til hamingju Lækur