Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

22.04.2025 kl. - Bókasafn Kópavogs

Umhverfisofurhetjan

Umhverfis ofurhetjan er vitundarvakningarverkefni sem er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem börn geta leyst fimm umhverfistengd verkefni og að því loknu fá þau afhent viðurkenningar skjal um að þau séu umhverfis ofurhetjur. Einnig fá þau fræ í verðlaun sem þau geta gróðursett heima. Verkefnið mun svo standa fram á haust. Hægt er að velja 5 af eftirfarandi atriðum, sum þeirra eru verkefni sem öll fjölskyldan vinnur saman, og sum eru árstíðarbundin. Þegar barnið hefur klárað 5 verkefni getur það komið á safnið og fengið skjalið og verðlaunin afhent annað hvort í barnadeild eða hjá starfsmanni náttúrufræðistofu: Taka bók á bókasafninu um náttúruna og náttúruvísindi t.d. dýr, gróður, himingeiminn og lesa heima eða fá einhvern til að lesa fyrir sig. Skoða vandlega náttúrufræðisýninguna í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Fara með einhverjum fullorðnum á endurvinnslustöð eða í grenndargám með flokkað rusl og efni.   Plokka, fara með einhverjum fullorðnum og týna upp rusl úr náttúrunni. (Athuga að vera með hanska, og fara varlega og rólega í verkefnið og ræða fyrir fram um að passa sig að taka ekki upp neitt oddhvasst eins og nálar og glerbrot). Fá fjölskylduna sína til að elda eina máltíð úr frystinum. Borða afganga. Fá fjölskylduna til að elda eina grænmetismáltíð (kjöt og fiskvinnsla skilur eftir sig stórt kolefnisfótspor, og það að borða einu sinni í viku grænmetismáltíð er mjög gott fyrir umhverfið) Velja að gefa fremur upplifun eða notaða gjöf í afmælis- eða tækifærisgjöf. Taka virkan þátt í hringrásarhagkerfinu, gefa, selja eða kaupa notaða hluti frekar en nýja. Labba einu sinni eitthvert sem þið farið venjulega á bíl. Búa til pödduhótel í garðinum. Leyfa túnfíflunum að vera í garðinum (ekki tína þá, ekki slá þá) en þeir eru nauðsynleg næring fyrir fyrstu skordýrin á vorin. Planta birkitré (birki er eina skógmyndandi tegundin í íslensku flórunni og birkiskógar eru fjölbreytt vistkerfi þar sem fjöldi lífvera lifir í samlífi hver við aðra.)  Umhverfisverkefni að eigin vali
30.04.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
30.04.2025 kl. 12:15 - Salurinn

Konur og barokk

Manstu þegar þú varst í sögutímum í skólanum? Manstu eftir öllum konunum sem þú lærðir um? Nei? Ekki við heldur. Það þýðir þó ekki að þessi helmingur mannkyns hafi ekki gert neitt sem er í frásögur færandi. Tinna Þorvalds Önnudóttir, mezzósópran, og Sævar Helgi Jóhannsson, píanóleikari, munu heiðra nokkur af minna þekktum tónskáldum barokk tímans. Öll eiga tónskáldin það sameiginlegt að hafa fæðst konur og hafa þar af leiðandi ekki fengið sinn sess í tónlistarsögunni þrátt fyrir að hafa verið áhrifamiklar á sínum tíma. Tónlistin er undurfögur og Tinna og Sævar ætla að kynna hana fyrir nýjum hlustendum í Salnum kl. 12:15 þann 30. apríl. Tónskáldin sem flutt verða verk eftir að þessu sinni eru Francesca Caccini, Barbara Strozzi og Elisabeth Jaquet de la Guerre. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Menning á miðvikudögum er styrkt af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.
30.04.2025 kl. 16:00 - Salurinn

Bryndís Ásta Magnúsdóttir

Bryndís Ásta MagnúsdóttirB.Mus. Söngur Bryndís Ásta Magnúsdóttir (f. 2003) byrjaði að læra á selló sex ára gömul en hóf söngferil sinn við heimkomu frá búsetu í Svíþjóð, þar sem hún ólst upp. Fimmtán ára gömul fór hún að læra klassískan söng undir handleiðslu Guðrúnar Jóhönnu Jónsdóttur, Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur og Þóru Björnsdóttur í Tónlistarskóla Garðabæjar, og lauk þaðan framhaldsprófi. Kveikjan að söngnámi Bryndísar Ástu var áhugi á betri tækni og færni innan popp-, djass- og gospelsöngs. Með tímanum jókst þó áhuginn á klassíkinni og vann hún þessa mismunandi stíla samhliða. Hún starfaði við söng í veislum og á viðburðum, mikið í tríóinu Garðasystur, en einnig sem sólisti. Undanfarið hefur klassíkin tekið alfarið yfir, og nýtur Bryndís þess að rannsaka þann djúpa, fjölbreytta og tjáningarfulla vettvang. Þess í stað spilar hún nú djassinn á sellóið. Bryndís Ásta hóf nám við Listaháskóla Íslands haustið 2022 hjá Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristni Sigmundssyni, Dísellu Lárusdóttur, Kolbeini Ketilssyni og Matthildi Önnu Gísladóttur. Síðastliðið haust fór hún í skiptinám í Konunglega Tónlistarháskólann í Stokkhólmi og lærði þar hjá Åsa Bäverstam og Magnus Svensson. Vorið 2024 hlaut Bryndís Ásta þriðju verðlaun í háskólaflokk söngkeppninnar Vox Domini. Á skólagöngu sinni hefur hún stigið á svið í alls konar hlutverkum. Sem dæmi má nefna Adele í Leðurblökunni eftir Johann II Strauss, Alcina í La Liberazione di Ruggiero d’all isola di Alcina eftir Francesca Caccini sem og Papagena og Pamina úr Töfraflautunni eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Bryndís Ásta hefur einnig flutt tvo ljóðaflokka eftir Robert Schumann, Dichterliebe og Frauen-liebe und leben í námi sínu. Vorið 2025 steig hún á svið á styrktartónleikum Sona Kristjáns, Bel Canto, í IÐNÓ ásamt Dísellu Lárusdóttur, Gissuri Páli Gissurarsyni og Kristjáni Jóhannssyni. Samhliða námi hefur Bryndís Ásta stofnað og skipulagt hina árlegu bæjar- og listahátíð Rökkvan og sungið í Kór Áskirkju. Hún var valin til að vera Fjallkona Garðabæjar árið 2023. FlytjendurBryndís Ásta Magnúsdóttir, söngurMatthildur Anna Gísladóttir, píanóOrri Jónsson, söngurÓlafur Sverrir Traustason, söngurEinar Örn Magnússon, söngurKristrún Guðmundsdóttir, söngurRagnheiður Ásta Magnúsdóttir, söngur,Magnús Þór Sveinsson, píanó
30.04.2025 kl. 17:30 - Salurinn

Margrét Björk Daðadóttir

Margrét Björk DaðadóttirB.Mus. Söngur Margrét Björk Daðadóttir hóf söngferil sinn 13 ára gömul í Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Haustið 2015 hóf hún nám í Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Hörpu Harðardóttur og Hólmfríðar Sigurðardóttur og kláraði þar framhaldspróf. Hún hóf nám á söngbraut í Listaháskóla Íslands haustið 2022 hjá Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristni Sigmundssyni, Dísellu Lárusdóttur og Matthildi Önnu Gísladóttur. Síðasta haust fór hún sem skiptinemi í Konunglega Tónlistarháskólann í Den Haag þar sem hún stundaði nám undir handleiðslu Amand Hekkers. Vorið 2022 hlaut Margrét Björk fyrstu verðlaun í framhaldsflokki í söngkeppninni Vox Domini. Í júní sama ár hlaut hún styrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar. Margrét Björk hefur komið fram sem einsöngvari með Kór Langholtskirkju, þar á meðal í Dixit Dominus eftir Händel og G-moll Messu eftir Bach undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Haustið 2018 söng hún í ungkór Íslensku Óperunnar í sýningunni Hänsel und Gretel eftir Humperdinck og vorið 2023 söng hún í Kór Íslensku Óperunnar í uppsetningu óperunnar á Madama Butterfly eftir Puccini. Haustið 2023 tók Margrét Björk þátt í verkefninu Look at the Music með Art Across undir stjórn Stefan Sand þar sem unnið var með tónlist fyrir bæði heyrandi og heyrnarlausa og var verkið flutt bæði erlendis og hér heima. Verkefnið var tilnefnt til hvatningarverðlauna valnefndar fyrir framúrskarandi nýbreytni í sviðslistum á Grímuverðlaununum 2024. Margrét Björk söng einnig í óperunni BRÍM eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson í Tjarnarbíó vorið 2025. FlytjendurMargrét Björk Daðadóttir, söngurMatthildur Anna Gísladóttir, píanóSímon Karl Sigurðarson Melsteð, klarinett
30.04.2025 kl. 20:00 - Salurinn

Íris Orradóttir

Íris OrradóttirB.Mus. Hljóðfæraleikur Íris Orradóttir fæddist í Reykjavík 27. apríl 2002. Sjö ára flutti Íris, sem þá hafði búið í Noregi í nokkur ár, til Akureyrar og hóf hún þar tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Fyrstu tíu árin nam hún á klarínettu undir handleiðslu Jacub Kolokowski. Árið 2019 hóf Íris að læra hjá Michael Dean Weaver á klarínettu og lauk hún framhaldsnámi á klarínettu árið 2022. Sama ár flutti Íris til Reykjavíkur og hefur hún síðustu þrjú árin stefnt á bachelorpróf í klarínettuleik undir handleiðslu Einars Jóhannessonar. Íris hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum í gegnum tíðina, hún lék með blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri og hóf ung að leika með Lúðrasveit Akureyrar við hin ýmsu tilefni. Á námsárum sínum við Menntaskólann á Akureyri tók hún þátt í uppsetningu þriggja leiksýninga leikfélagsins LMA þar sem hún lék á klarínettu ásamt því að gegna hlutverki listræns stjórnanda á tveim sýningum þar sem hún sá um að útsetja og semja tónlist. Auk þess hefur hún tekið þátt í verkefnum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Sinfoníuhljómsveitar unga fólksins og Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Íris kenndi einnig á klarínettu og saxófón í eitt og hálft ár í Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar. FlytjendurÍris Orradóttir, klarínettAladár Rácz, píanó
30.04.2025 kl. 18:00 - Gerðarsafn

Opnun | Barbara

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Barböru miðvikudaginn 30. apríl kl. 18:00 í Gerðarsafni. Barbara Árnason spratt upp úr einu myndlistarumhverfi og skaut rótum í öðru. Hún var fædd í Hampshire í Suður Englandi árið 1911 og ólst upp í samfélagi sem hafði mótast af hraðri nútímavæðingu með þéttbýlismyndun, tækniframförum og uppbyggingu iðnaðarborga. Þar sem hreyfingar á borð við Lista-og handverkshreyfinguna (e. Arts and Crafts Movement) spruttu upp sem andsvar við iðnvæðingu með áherslu á upphafningu handverks og endurmótun listar og hönnunar. Þar sem þungi iðnvædds samfélags mætti ríkulegri menningarsögu. Samfélagi sem, þrátt fyrir iðnað og þunga nútímans, bjó yfir sterkri listhefð þar sem skreytilist, myndlist og hönnun voru sjálfsagður hluti af hversdagslífi fólks. Barbara stundaði listnám við Winchester School of Art og framhaldsnám við Royal College of Art í London þar sem hún sérhæfði sig í hönnun, málmristu og tréstungu. Í kjölfar námsins markaði hún sér stöðu innan grafíklistar í Englandi, hóf að myndskreyta bækur og kenndi samhliða því. Sumarið 1936 steig Barbara í fyrsta sinn fæti á íslenska grund. Hún hafði þá nýverið lokið við að myndskreytabók um fornsögur Íslands, sem vakti áhuga hennar á landi og sögu. Listakonan ferðaðist um landið á meðan á dvöl hennar stóð og festi hér óvænt rætur þegar hún kynntist listamanninum Magnúsi Á. Árnasyni. Barbara Árnason var fjölhæfur listamaður sem hafði gríðarleg tök á tæknilegum útfærslum í þá ólíku miðla sem hún tók sér fyrir hendur. Hún þróaði nálgun sína og listræna könnun eftir eigin áherslum og skóp sér farveg innan myndlistar með tilraunum í miðla á borð viðgrafík, textíl, bókateikningar og viðarverk. Miðla sem stóðu á mörkum þess sem taldist klassísk myndlist en voru nátengdir hinu daglega lífi, bæði í almannarými og inni á heimilinu. Þessi nálgun hennar vísar samtímis í hina ensku hefð fyrir vel unnu handverki og skreytilist og hinn íslenska sjónlistaarf sem finna má á útskornum rúmbríkum og listvefnaði fyrri alda sem sýndu gjarnan senur úrþekktum sögum. Með þróun verka hennar flæddi nálgunin, aðferð¬irnar og fagurfræðin en kjarninn var þó í því daglega, nálæga og fíngerða þar sem hún tókst á við sífellt nýja miðla af forvitni og færni. Líkt og Barbara sjálf orðaði það í viðtali við tímaritið 65° árið 1969: „Það er algjörlega nauðsynlegt fyrir listamann að verafullkomlega frjáls til að kanna nýjar brautir. Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir.
30.04.2025 kl. 18:00 - Gerðarsafn

Opnun | Guðrún Bergsdóttir

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningu á verkum Guðrúnar Bergsdóttur miðvikudaginn 30. apríl kl. 18:00 í Gerðarsafni. Gerðarsafn heiðrar Guðrúnu Bergsdóttur (1970–2024) og listferil hennar með yfirlitssýningu í sýningarstjórn Hildigunnar Birgisdóttur. Samhliða sýningunni kemur út bókin Hugarheimar sem fjölskylda Guðrúnar kom fallega til leiðar í samstarfi við Hörpu Björnsdóttur með myndum af verkum og greinum um listsköpun hennar. Guðrún skapaði á jaðrinum, starfaði í hliðarsenu íslenskrar myndlistar. En hún steig samt sem áður nokkur mikilvæg spor yfirstóra þröskulda inn í stóru söfnin og á aðalsviðin, mest að tilstuðlan hátíðarinnar List án landamæra. Guðrún sýndi margoft á hátíðinni og var valin heiðurslistamaður hennar árið 2011. En þó að Guðrún hafi verið staðsett á jaðrinum töluðu verk hennar inn í hjörtu ófárra myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist sem fundu undur og innblástur í verkunum. Í starfi óhefts huga sem lagði ekki upp með að brjóta reglurnar heldur bjó til sínar eigin. Þannig setja 64 útsaumsverk mark sitt á íslenska listasögu þótt þau hafi orðið til í frelsi frá henni. Guðrún saumaði út. Hún skissaði ekki myndina upp áður heldur saumaði einfaldlega beint út í strammann, hugur leiddi út í hönd. Hún saumaði meðal annars á ferðum sínum með strætó og í kaffipásum sínum í vinnunni sem skilur eftir sér sterka mynd í hugskoti. Af hinum ötula listamanni sem þarf ekki hina fullkomnu aðstöðu eða tíma, heldur finnur kannski einmitt hugarró í því að skapa verkin. Útsaumur er miðill þolinmæði, hinna smáu spora sem safnast saman. Áður vann Guðrún tússmyndir þar sem tússsporin eru ekki ósvipuð saumsporunum en í hennar meðförum fá eiginleikar tússlitarins að njóta sín, hvernig hann markar alltaf hverja stroku og er varhugaverður í festunni sem hann markar pappírinn með. Báðir þessir miðlar eru í senn hefðbundnir og á jaðrinum, sköpunartól sem Guðrún beitir meðólíkri snerpu, frá hraðvirkni til nosturs. Þau bera þó með sér sömu nákvæmni og natni þar sem form umbreytast í lífrænan munsturtakt. Verkin gætu kveikt löngun í fólki til að strjúka þeim varlega og syngja fyrir þau. En ekki snerta verkin. Leyfið þeim að snerta ykkur.
01.05.2025 kl. 20:30 - Salurinn

Queer Belonging

Belonging? returns to Salurinn and now queerer than ever! Join a line-up of award winning queer comedians as they explore the funny, strange and beautiful parts of queer life in Iceland. Belonging? returns to Salurinn and now queerer than ever! After two sold-out shows it is safe to say this is an event you don’t want to miss. Join a line-up of award winning queer comedians as they explore the funny, strange and beautiful parts of queer life in Iceland. They will share their joys and hardships while making you laugh through it all. Hlökkum til að sjá þig! Hosted by Sindri “Sparkle” Freyr with Gógó Starr, Joy, Kat Bailey, Linda, and Lovísa Lára
02.05.2025 kl. 20:30 - Salurinn

Sunnanvindur - Eftirlætislög Íslendinga

Á tónleikunum Sunnanvindur flytja tveir af okkar ástsælustu söngvurum, Grétar Örvarsson og Páll Rósinskrans, eftirlætislög Íslendinga ásamt söngkonunni og fiðluleikaranum Unni Birnu Björnsdóttur. Fluttar verða dægurperlur sem hafa lifað með þjóðinni og flust á milli kynslóða.  Hljómsveit:Þórir Úlfarsson: píanóHaukur Gröndal: blásturshljóðfæriPétur Valgarð Pétursson: GítarEiður Arnarsson: bassiSigfús Óttarsson: trommurUmsjón: Grétar Örvarsson
02.05.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Get together

Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us. Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone! These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður. Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi. Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs. Við munum bjóða upp á kaffi og með því! Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
03.05.2025 kl. 11:30 - Bókasafn Kópavogs

Lesið fyrir hunda

Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur. Skráning fer fram á eyrun.osk@kopavogur.is  Athugið að barnið er ekki skráð fyrr en staðfestingarpóstur með tímasetningu hefur borist. Aðeins eru sex laus pláss í hvert sinn. Viðburðurinn er hugsaður fyrir 5-12 ára börn sem eru byrjuð að lesa sjálf. Lestrarstundin er ekki ætluð börnum sem glíma við hundahræðslu heldur er markmiðið að auka öryggi við lestur, ekki síst hjá þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn hjálpar barninu að slaka á, gagnrýnir ekki lesturinn og leiðréttir ekki barnið.
Fleiri viðburðir