Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

18.05.2024 kl. - Gerðarsafn

Together | Palestínsk útsaumssmiðja

Í tilefni af íslenska safnadeginum, 18. maí, býður Gerðarsafn upp á listsmiðju þar sem þátttakendur kynnast palestínsku útsaumshefðinni tatreez. Leiðbeinandi er Oroob AbuShawareb. Nánar: Palestínska útsaumshefðin tatreez er lifandi og frjó handverkshefð sem byggir á aldagömlum grunni og hefur verið á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningaraf heimsins frá 2021. Hefðin einkennist af fjölbreyttum og litríkum mynstrum sem saumuð eru út á fatnað, fylgihluti og hvers konar heimilisprýði og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í frelsisbaráttu Palestínu um áratugaskeið. Hér gefst kostur á að kynnast þessari merkilegu hefð og spreyta sig á ólíkum mynstrum. Smiðjan er opin öllum aldri, en verkefni hennar henta þó best fjölskyldum með börn eldri en 6 ára. Hægt er að koma við á þeim tíma sem hentar hverjum og einum og dvelja eins lengi og hentar. Gert er ráð fyrir að börn mæti í fylgd fullorðinna. Smiðjan er haldin í samstarfi við GETA - hjálparsamtök. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. _________________________________ Welcome to a multilingual art workshop that brings together cultures through the Palestinian embroidery tradition tatreez. The instructors are Oroob AbuShawareb and Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. The Palestinian embroidery tradition tatreez is a vibrant and centuries old tradition and was recognized by UNESCO as an important intangible cultural heritage. The tradition is characterized by diverse and colorful patterns, embroidered on clothing, accessories and all kinds of home decoration and has played an important role in the Palestinian freedom struggle for decades.Here you have the opportunity to get to know this remarkable tradition and try out different patterns. The workshop is open to all ages, but its projects are best suited for families with children over 6 years old. You can stop by at any time and stay as long as suits you. In collaboration with the aid organization GETA. Admission is free and everyone is welcome.
18.05.2024 kl. 13:00 - Gerðarsafn

Oprowadzanie w języku polskim | Leiðsögn á pólsku

W towarzystwie zawsze lepiej! Oprowadzanie po wystawie w języku polskim. Serdecznie zapraszamy na oprowadzanie w języku polskim po wystawach Hjartadrottning autorstwa Sóley Ragnarsdóttir oraz Tölur, staðir autorstwa Þóra Vigfússona.Wydarzenie będzie miało miejsce z okazji Międzynarodowego Dnia Muzeów, 18. maja o godzinie 13.00.Po wystawie oprowadzi osoba artystyczna i kuratorska Joanna Pawłowska. Wystawa Hjartadrottning odkrywa przed publicznością fascynujący, konceptualny i materialny świat artystki, Sóley Ragnarsdóttir. Hiperdekoracyjne obrazy i rzeźby o różnych kształtach oraz rozmiarach, efektownie pomalowane powierzchnie ścian, specjalnie zaprojektowane tapety, a także stoły ekspozycyjne z wyjątkową kolekcją serwetek, tworzą spójną całość, która staje się malowniczą instalacją.Prace Ragnarsdóttir nie są obrazami w tradycyjnym rozumieniu, lecz balansują na granicy dwuwymiarowej i trójwymiarowej formy. Ich podstawą czy też bazową powierzchnią nie jest płótno, lecz utwardzane epoksydową i akrylową farbą serwetki. Można by tu mówić o malarstwie rozszerzonym, jednak na prace artystki duży wpływ ma także dorobek ruchu Pattern & Decoration, funkcjonujący w Stanach Zjednoczonych w latach 70. XX wieku, który na Islandii pozostaje wciąż mało znany. Artystki tego nurtu, gdyż były to głównie kobiety, podtrzymywały tradycje rzemieślnicze i spoglądały na dekorację jako artystyczny kontrapunkt dla typowo męskiej sztuki modernistycznej. Wystawa Tölur, staðir przedstawia nową instalację artysty Þóra Vigfússona, którą stworzył specjalnie dla sali wystawowej Gerðarsafn. Ekspozycja składa się z licznych, jednakowych kwadratów z kolorowego szkła, rozmieszczonych w specyficzny sposób w całej sali. Dzięki temu dochodzi do swoistej interakcji pomiędzy kolorem, formą i przestrzenią.Na pierwszy rzut oka wystawa Vigfússona sprawia wrażenie powściągliwej, abstrakcyjnej instalacji, nawiązującej do dzieł minimalistycznych. Jednak pomimo skromnego doboru materiału i oszczędnej prezentacji, bliższa analiza pozwala dostrzec złożone podejście ideologiczne do samej formy rzeźbiarskiej.Artysta zastanawia się tu między innymi nad estetycznymi możliwościami szkła i innych materiałów przemysłowych oraz nad tym, jak ich techniczne wykonanie może kształtować percepcję widza. Wystawa opiera się na założeniu, że nie tylko prezentacja, ale także lokalizacja dzieła i środowisko, w którym się pojawia, bezpośrednio wpływają na przeżycia widza oraz na znaczenie, jakie ten potrafi nadać dziełu i otaczającej je przestrzeni. Wydarzenie w ramach inicjatywy Komd’inn - publicznego programu Gerðarsafn, który wspiera nowe głosy w przestrzeni muzeum i oferuje wydarzenia przemawiające do różnorodnych grup. ----------------------------------------------------------------------- Leiðsögn á pólsku! Verið velkomin á leiðsögn um sýningu Sóleyjar Ragnarsdóttur, Hjartadrottning, og sýningu Þórs Vigfússonar, Tölur, staðir á pólsku, á Alþjóðlegan safnadaginn, laugardaginn 18. maí kl. 13:00 í Gerðarsafni. Í tilefni dagsins er frítt inn á Gerðarsafn. Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og gerðum, fagurlega málaðir veggfletir og sérhannað veggfóður auk sýningarborða með einstöku servíettusafni skapa hér eina heild svo úr verður malerísk innsetning.Verk Sóleyjar eru ekki málverk í hefðbundnum skilningi heldur fljóta á mörkum hins tvívíða og þrívíða forms. Grunnur þeirra er heldur ekki strigi heldur tauservíettur hertar með epoxí og akrylmálningu. Hér mætti tala um útvíkkað málverk en verkin eru líka undir sterkum áhrifum frá Pattern & Decoration hreyfingunni sem var virk í Bandaríkjunum á 8. áratug síðustu aldar, en er lítt þekkt hér á landi. Listafólk hreyfingarinnar, mestmegnis konur, upphóf handverkshefðir og tileinkaði sér hið skrautlega form og hugsun, sem listrænt mótvægi við karllæga hreinlínustefnu módernismans. Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja innsetningu eftir myndlistarmanninn Þór Vigfússon sem hann vinnur sérstaklega með sýningarsal Gerðarsafns í huga. Sýningin samanstendur af fjölda jafnstórra ferninga úr lituðu gleri sem dreifast um veggi salarins eftir ákveðinni reglu og mynda víxlverkun milli forma, lita og rýmis. Við fyrstu sýn virðist sýning Þórs lítillát og óhlutbundin innsetning sem leiðir hugann að verkum í anda geómetríu eða naumhyggju. En þrátt fyrir sparsamt efnisval og framsetningu má við nánari athugun greina flókna hugmyndalega nálgun á sjálft skúlptúrformið.Hér veltir listamaðurinn meðal annars fyrir sér þeim fagurfræðilegu möguleikum sem leynast í gleri og öðrum iðnaðarefnum og hvernig sjónræn og hárnákvæm tæknileg útfærsla þeirra getur haft mótandi áhrif á skynjun áhorfandans. Þá grundvallast sýningin á þeirri hugmynd að ekki aðeins framsetning heldur einnig staðsetning listaverks, það umhverfi sem verkið birtist í hverju sinni, hafi bein áhrif á upplifun og merkingarsköpun áhorfenda; ekki aðeins af verkinu sjálfu heldur einnig rýminu sem það umlykur. Líkt og sjá má á sýningunni vinnur Þór verk sín nær undantekningarlaust sem tilbrigði við ákveðnar reglur sem hann setur sjálfum sér í sköpunarferlinu. Þrátt fyrir þetta bera verk hans með sér mjög sterk höfundareinkenni. Þau taka á sig margskonar form og verkin má skoða úr ýmsum áttum. Til dæmis má líta á veggverk listamannsinns þar sem hann raðar saman marghyrndum flötum úr gleri, plexigleri eða speglum sem lágmynd, skúlptúr eða jafnvel málverk. Viðburðurinn er haldinn undir formerkjum Komd'inn, viðburðaröð þar sem markmiðið er að bjóða nýjar raddir velkomnar inn á safnið.
21.05.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
21.05.2024 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs

Sumarlestrargleði

Upphaf sumarlestrar á Bókasafni Kópavogs 2024! Sumarlesturinn hefst á Sumarlestrargleði á aðalsafni þriðjudaginn 21. maí kl. 17:00. Eygló Jónsdóttir rithöfundur mun lesa úr bókum sínum, en hún er meðal annars, höfundur bókanna Sóley og töfrasverðið og Sóley í undurheimum sem komu út í Ljósaseríunni. Þá verður hægt að skoða nýju barnadeildina og nýju náttúrufræðisýninguna sem opnuðu nú í maí. Allt varðandi sumarlesturinn má finna inn á sumarlestur.is Öll börn velkomin. Sumarlestur er skemmtilegt lestrarátak fyrir 5-12 ára börn.Þátttaka er ókeypis og öll geta verið með.  Skráning er opin! Eftir hverjar þrjár lesnar bækur geta þátttakendur sent inn happamiða. Dregið er úr happamiðum vikulega frá júní. Vinningur í boði!
22.05.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
22.05.2024 kl. 12:15 - Bókasafn Kópavogs

Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir rithöfundar stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Lilja Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í síðustu Leslyndisstundina fyrir sumarið og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. _______________________ Lilja Sigurðardóttir er fædd árið 1972. Hún varð stúdent frá MH, tók einkaritarapróf í Englandi og síðar BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á sviði menntamála og ritstýrt fagefni fyrir leikskóla en hefur undanfarið einbeitt sér að bóka- og handritaskrifum. Fyrsta bók Lilju, glæpasagan Spor, kom út árið 2009 og hlaut góðar viðtökur; ári síðar kom næsta saga en síðan varð nokkurra ára hlé á bókaskrifum. Árið 2015 kom út fyrsta sagan í spennuþríleik sem kom Lilju rækilega á framfæri hér heima og erlendis. Þetta var Gildran og næstu tvö ár fylgdu Netið og Búrið. Þríleikurinn er æsispennandi, einkennist af hröðum og liprum stíl, skemmtilegri persónusköpun og góðri fléttu. Bækurnar féllu vel í kramið hjá lesendum og hafa nú verið þýddar og gefnar út í mörgum löndum. Sömuleiðis hefur kvikmyndaréttur verið seldur. Lilja hefur haldið áfram að skrifa spennusögur en auk þess unnið mikið að handritaskrifum fyrir sjónvarpsþætti og samið leikrit. Verk hennar Stóru börnin var sviðsett af leikfélaginu Lab-Loki og hlaut Grímuverðlaunin sem leikrit ársins 2014. Spennusögurnar hafa einnig aflað Lilju verðlauna og viðurkenninga: árið 2018 hlaut Gildran t.d. tilnefningu til Gullna rýtingsins (CWA International Dagger), virtra verðlauna samtaka breskra glæpasagnahöfunda, og fyrir sögurnar Búrið og Svik hlaut Lilja íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann og tilnefningu til norræna Glerlykilsins tvö ár í röð. Lilja Sigurðardóttir var útnefndur Bæjarlistamaður Kópavogsbæjar 202
23.05.2024 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs

Sagnaganga: Fantasíur og hrollvekjur í Kópavogi

Bókasafn Kópavogs og furðusagnahátíðin IceCon fá rithöfundinn og Kópavogsbúann Emil Hjörvar Petersen á ný í lið með sér og efna til sagnagöngu fimmtudaginn 23. maí. Emil leiðir göngu um sögusvið nokkurra bóka sinna sem gerast í bænum (Víghólar, Dauðaleit, Hælið), segir m.a. frá tilurð þeirra og lýsir því hvernig umhverfið spannst inn í sögurnar. Gangan hefst við útsýnisskífuna á Víghól og þaðan verður gengið niður í Hamraborg, í gegnum undirgöngin og niður að gamla Kópavogshælinu. Emil Hjörvar er heiðursgestur á IceCon: furðusagnahátíð á Íslandi, þar sem fantasíur, vísindaskáldsögur og hrollvekjur eru í fyrirrúmi. Hátíðin verður haldin verður 24.-26. maí og skráning er hafin!: https://icecon-reykjavik.is/ Öll velkomin í gönguna og þátttaka er ókeypis. Farið verður af stað fimmtudaginn 23. maí kl. 17:00 frá Víghól í Kópavogi.
24.05.2024 kl. 20:00 - Salurinn

HILDUR

Hildur er söngkona, lagahöfundur og sellisti. Síðustu ár hefur hún rutt sér rúms sem popplagahöfundur og hlaut hún meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir popplag ársins 2017 fyrir lag sitt I'll Walk With You. Bakgrunnur hennar liggur í indí-rokktónlist þar sem hún var söngkona og sellóleikari hljómsveitarinnar Rökkurró sem gaf út þrjár plötur og spilaði mikið í Evrópu. Margir kannast einnig við hana úr Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem hún hefur átt þrjú lög í keppninni síðustu ár, ýmist sem lagahöfundur og/eða flytjandi.  Síðustu mánuði hefur hún unnið að nýrri sólóplötu sinni jafnt og plötu dúettsins RED RIOT ásamt því að hafa samið og framleitt tónlist fyrir aðra listamenn. Nýverið hefur hún samið töluvert fyrir sjónvarp og auglýsingar. Hún hefur einnig kennt lagasmíðar í mörg ár og nýtur þess að tala um ferlið bakvið lögin.   Söngvaskáld er röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáld spila lög sín og segja frá tilurð laganna. Á Íslandi er að finna gífurlegt magn hæfileikaríkra tónlistarmanna sem semja og spila sín eigin lög, í öllum mögulegum tónlistarstefnum. Þessi nýja tónleikaröð mun beina athygli að þessum listamönnum, varpa ljósi á margvíslegar aðferðir listamanna við lagasmíðar og gefa þjóðþekktum lögum meiri dýpt sem fylgir því að heyra sögur af tilurð þeirra. 
27.05.2024 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Plöntuskiptimarkaður

Hefur þú fengið leið á blómunum í stofunni? Vantar þig nýja plöntu í eldhúsið? Komdu með pottaplöntu(r), blóm og/eða afleggjara á aðalsafn og sjáðu hvort þú finnir eitthvað spennandi í staðinn. Inni-og útiblóm velkomin. Plöntuskiptamarkaðurinn verður uppi 27. maí til 1. júní og á lokadeginum, laugardaginn 1. júní verður Garðyrkjufélag Ísland einnig með plöntuskiptidag fyrir utan safnið.
28.05.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
29.05.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
30.05.2024 kl. 20:00 - Salurinn

Davíðsson

Á þessum einstaka tónlistarviðburði mun munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur Davíðsson koma fram ásamt Davíð Þór Jónssyni og Skúla Sverrissyni og flytja tónlist af væntanlegri plötu sinni sem ber heitið Davíðsson. Einnig verður stuttmyndin Stages (Sorgarstig) sýnd en hún fékk nýlega Jury Prize á RIFF hátíðinni sem besta íslenska stuttmyndin. Myndin fjallar um hóp hæfileikaríkra tónlistarmanna sem kemur saman í kjölfar föðurmissis eins þeirra í yfirgefinni rafstöð og veitir tilfinningunum útrás í lifandi spuna. --------- Þorleifur Gaukur Davíðsson hefur verið áberandi síðustu ár á Íslandi og má heyra hann á upptökum með Kaleo, Laufey, Mugison og Bríet. Hann spilar í allt frá félagsheimilum úti á landi til stærstu tónleikahalla heims og yfir í lítil spuna rými. Þorleifur Gaukur reynir alltaf að nálgast tónlistina frá tærleika og næmni. Hvert skipti er einstakt og kemur hann með fersk eyru í hvert sinn. Hann velur sér hljóðfæri sem geta teygt  tilfinningar manns og með þeim togar hann hlustendur inn og dregur þá með í vegferð. Davíðsson er hans frumóp. Hann tekur með sér reynslu úr öllum þessum heimum og fær með sér sínar stærstu hetjur og vini, Davíð Þór Jónsson og Skúla Sverrisson.- Davíð Þór er meðal fremstu og fjölhæfustu tónlistarmanna landsins, jafnvígur á píanóleik, spuna, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn auk þess sem hann leikur á ógrynni hljóðfæra. Hann hefur leikið á tónlistarhátíðum víða um heim, gert tónlist og hljóðmyndir fyrir fjölda sviðsverka, kvikmyndir, útvarpsverk og sjónvarpsþætti og starfað náið með fjölda listamanna úr ólíkum geirum, má þar nefna náið samstarf hans og Ragnars Kjartanssonar. Davíð Þór hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin og Grímuverðlaunin sem og alþjóðleg verðlaun fyrir kvikmyndatónlistina úr Hross í oss og Kona fer í stríð. Davíð Þór var staðarlistamaður Salarins árið 2023. - Skúli Sverrisson hefur verið í framvarðasveit íslenskra tónlistarmanna um árabil og hefur á síðustu áratugum byggt upp einstakan feril sem samanstendur af tónsmíðum og iðkun eigin tónlistar annars vegar og hins vegar margbreytilegu samstarfi við breiðan hóp alþjóðlegra listamanna. Mætti þar nefna Laurie Anderson, Blonde Redehead, Wadada Leo Smith, Derek Bailey, Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsay, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur. Sidsel Endresen, Víking Heiðar Ólafsson, Megas og Ólöfu Arnalds. Skúli hefur verið flytjandi á yfir 100 hljómplötum og leikið vítt og breitt um heiminn. Hann hefur unnið sjö sinnum til Íslensku tónlistarverðlaunanna og tvisvar sinnum hlotið tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. https://youtu.be/Cji0yyyDjJ8?si=HNc1PcnyXLuW0EZR
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet