Fræðsla um leikskóladvöl barna

Hrönn Valgeirsdóttir er meðal þeirra sem heldur erindi á fræðslufundi fyrir foreldra verðandi leiks…
Hrönn Valgeirsdóttir er meðal þeirra sem heldur erindi á fræðslufundi fyrir foreldra verðandi leikskólabarna.

Foreldrum og forsjáraðilum barna sem hefja leikskóladvöl í Kópavogi í haust er boðið til fræðslufundar 6. og 8. maí.

Þegar barn byrjar í leikskóla hefst nýr kafli í lífi fjölskyldunnar. Það skiptir máli að þessi tímamót séu jákvæð, spennandi og mótandi fyrir alla aðila.

Leikskóladeild býður upp á fræðslufundi með það að markmiði að leggja grunn að góðri og upplýsandi samvinnu milli foreldra/forsjáraðila, leikskóla og menntasviðs. Rannsóknir og reynsla sýna að góð upplýsingargjöf skiptir máli fyrir samvinnuna sem er að hefjast á milli þessara aðila.

Foreldrum/forsjáraðilum í hverfi 200 er boðið að koma á fræðslufund mánudaginn 6. maí.

Foreldrum/forsjáraðilum í hverfum 201 og 203 er boðið að koma á fræðslufund miðvikudaginn 8. maí.

Fundirnir verða haldnir í Fagralundi, Furugrund 83 og hefjast kl. 8.30 – 9.30.

Efni fundarins:

Menntasvið kynnir hlutverk leikskóladeildar/menntasviðs.

Hrönn Valgeirsdóttir leikskólakennari með MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf verður með erindi.

Foreldrar/forsjáraðilar eru hvött til þess að mæta.