Lista- og menningarráð

55. fundur 18. febrúar 2016 kl. 17:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1510254 - Menningarhús Kópavogs. Ímynd, umhverfi og markaðsmál

Forstöðumaður Listhúss greinir frá ímyndarvinnu, vegna markaðssetningar menningarhúsanna, sem átt hefur sér stað frá samþykkt menningarstefnu Kópavogsbæjar. Verið er að taka útlit í gegn og samræma það og stefnt að því að bæta merkingar á svæðinu samkvæmt hinu nýja heildarútliti. Einnig fór hún yfir samstarf við umhverfis- og samgöngunefnd um lýsingu og fl á svæðinu.
Ráðið þakkar yfirferðina.

2.1205551 - Málefni Tónlistarhúss Kópavogs.

Framhald umræðu frá 20. október sl. um hugmyndir forstöðumanns Salarins um að efla sérstöðu tónlistarhússins. Tillögur forstöðumannsins voru lagðar fram á sínum tíma í framhaldi af samþykkt menningarstefnu Kópavogsbæjar.
Ráðið samþykkir tillögu forstöðumanns Salarins um að tónleikasjóður Salarins verði fjármagnaður með framlagi úr lista- og menningarsjóði og að auglýst verði eftir umsóknum fljótlega. Forstöðumaður Salarins ásamt fagráði sem skipað verður, forstöðumanninum til ráðgjafar, mun meta og afgreiða umsóknirnar.

3.1101206 - Safnanótt 2016.

Yfirlit yfir kostnað menningarhúsa Kópavogsbæjar - lagt fram. Gestir safnahúsa Kópavogsbæjar á Safnanótt voru hátt á annað þúsund manns.Er það fjölgun frá því í fyrra.
Ráðið lýsir yfir ánægju með hvernig til tókst með Safnanótt.

4.16011026 - Framlagssamningur frá SÍM

Lagt fram erindi frá SÍM, sem SÍM beindi til bæjarstjóra.
Erindinu vísað til forstöðumanns Listhúss Kópavogsbæjar.

5.1011115 - Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör.

Hátíðin fór fram 21. janúar. Niðurstöður kynntar.
Ráðið lýsir yfir ánægju með hvernig til tókst með ljóðahátíðina.

6.15061705 - Umsókn um styrk vegna TKTK (tónleikaraðar kennara TK)

Hannes Guðrúnarson upplýsir ráðið nánar um umsóknina um styrkinn.
Ráðið samþykkir að veita samtals 650.000 kr. til TKTK en mælist til þess að dagsetning og fyrirkomulag tónleikanna verði í samráði við forstöðumann Listhúss Kópavogsbæjar.

Fundi slitið.