Lista- og menningarráð

48. fundur 21. september 2015 kl. 17:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1008096 - Menningarstefna Kópavogs.

Forstöðumaður Listhúss leggur fram tillögu að aðgerðaráætlun fyrir árið 2016 sem unnin var upp úr nýsamþykktri menningarstefnu og stefnumótunarfundi starfsmanna menningarhúsa bæjarins í sumar.
Lista- og menningarráð samþykkir þær meginlínur sem lagðar eru fram í aðgerðaráætluninni með þeim fyrirvara að ráðið geti forgangsraðað verkefnunum frekar og haldið áfram að kostnaðarmeta verkþætti á næstu fundum. Ráðið þakkar starfsmönnum menningahúsa bæjarins fyrir þessa vinnu. Í ljósi þess að bæjarstjórn samþykkti nýja menningarstefnu í vor telur lista- og menningarráð nauðsynlegt að komið verði til móts við aðgerðaráætlunina í því skyni að hægt verði að framfylgja henni.

2.1411330 - Aðventuhátíð við menningarhúsin.

Forstöðumaður upplýsir að hátíðin verði flutt á svæðið við menningarhús bæjarins. Óskar eftir styrk úr menningarsjóði til að setja í dagskrá menningarhúsa, tré og jólamarkað.
Ráðið fagnar því að hátíðin sé færð til menningarhúsanna. Ráðið leggur metnað í að hátíðin verði hin glæsilegasta og samþykkir að setja eina milljón króna í hana, til að menningarhúsin geti eflt dagskrá sína á þessum degi svo Kópavogsbúar geti notið byrjun aðventunnar.

3.15083756 - Umsókn um styrk vegna tónleikahalds og útgáfu geisladisks

Lagt fram.
Umsækjanda er bent á að sækja um aftur þegar lista- og menningarráð auglýsir eftir styrkjum skv. 5. grein reglna sjóðsins. Þessi umsókn fellur ekki undir 8. grein sjóðins um skyndistyrki.

Fundi slitið.