Lista- og menningarráð

353. fundur 16. mars 2010 kl. 16:30 - 18:00 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Linda Udengård deildarstjóra menningarmála
Dagskrá

1.1001159 - Útilistaverk í Kópavogi

Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri mætti á fundinn og sýndi fundarmönnum útilistaverk í Kópavogi. 

2.1002031 - Málefni Molans 2010

Andri Lefever forstöðumaður Molans mætti á fundinn.  Hann lagði fram frumdrög að kynningarefni fyrir Molann sem senda á til hóps ungmenna og dreifa á í framhaldsskólum.  Einnig var rætt um áætlanir um að efla til samstarfs við ungt fólk sem stundar ekki vinnu eða skóla.  Aðsókn hefur aukist og Molinn verður sífellt þekktari á meðal ungmenna.

3.1003130 - Málefni Náttúrufræðistofu Kópavogs 2010

Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs mætti á fundinn og sagði frá starfsemi og viðburðum.  Safnið var valið sem vettvangur fyrir námskeið í safnafræði á vegum Háskóla Íslands.

Safnanóttin 12. feb tókst vel.  Þar voru tveir viðburðir.  Annars vegar fyrirlestur Friðriks Þorvaldssonar, skrímslafræðings og innsetning Magnúar Árnasonar listamanns, Þorirðu að kíkja, hins vegar. 

Aðsókn að Náttúrufræðistofu hefur aukist mjög.  Miðvikudaginn 24. mars verður málþingið Jarðminjagarðar á Íslandi - Eldfjallagarður á Reykjanesskaga haldið í Salnum í Kópavogi.  Þetta tengist Þríhnjúkagíg. 

Undirbúningur fyrir Kópavogsdaga stendur yfir.  Fjórir viðburðir í bígerð. 

Sagt frá styrki frá Umhverfisráðuneytinu vegna vöktunar í Þingvallavatni.

 

4.1003119 - Fyrirspurn til Lista- og menningarráðs vegna sýningarsals. Guðmunda Kristinsdóttir og Art 11.

Vísað til deildarstjóra menningarmála.

5.910169 - Umsókn um styrk frá Lista- og menningarráði, haust ""09

Samþykkt að veita styrk fyrir leigu á Salnum.  Kr. 60.000.

Fundi slitið - kl. 18:00.