Lista- og menningarráð

2. fundur 03. maí 2012 kl. 17:00 - 18:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1204279 - 17. júní 2012.

Linda Udengard og Andri Þór Lefever komu á fundinn og gerðu grein fyrir hátíðarhöldunum 17. júní í Kópavogi.

2.1204305 - 25 ára afmælissýning. Beiðni um að fá að halda vorsýningu skólans í Gerðarsafni í maí 2013

Guðbjörg Kristinsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, fer yfir málefni safnsins og tekur vel í þessa sýningu.

3.1204046 - Umsókn um styrk til að semja rit Örnefni og kennimerki í landi Kópavogsbæjar

Ráðið samþykkir að veita umræddan styrk.

4.1105220 - Styrkumsókn. TKTK tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs.

Frestað til næsta fundar. Og kallaðir verða til stjórn Salarins, og fulltrúar TKTK

5.1202520 - Umsókn um styrk til tónleikahalds í Kópavogi

Mál sem var frestað þegar farið var yfir umsóknir um menningarstyrki.

Ráðið sér sér ekki fært að verða við þessu erindi.

6.1202499 - Umsókn um styrk vegna 5. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA

Ráðið samþykkir að veita 300. þúsund kr. til þessa verkefnis.

7.1202337 - Umsókn um styrk vegna Töfrahurðar 2012 og starfsemi í Töfrahorni

Ráðið samþykkir að veita 600 þúsund krónur til þessa verkefnis.

8.1205013 - Umsókn um styrk til gerðar stuttmyndarinnar Anima

Ráðið sér sér ekki fært að verða við þessu erindi.

9.1104012 - Málefni Gerðarsafns

Guðbjörg Kristinsdóttir fer fram á heimild til þess að keyptar verði þrjár höggmyndir eftir Magnús Á. Árnason, á alls 130.000 kr.

Ráðið samþykkir þetta.

Fundi slitið - kl. 18:00.