Lista- og menningarráð

6. fundur 14. ágúst 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
  • Sigrún Skaftadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1205102 - Óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ við að skrá sögu bæjarins í máli og myndum á nútímalegu formi

Sigurði Sveinssyni frá Kópavogur TV var boðið að koma á fundinn þar sem hann gerði grein fyrir umsókn sinni til bæjarins.

Ákveðið að ræða þetta áfram.

2.1006103 - Heiðurslistamaður Kópavogs.

Áframhaldandi umræða

3.707011 - Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi

Samningur bæjarins og menntamálaráðuneytis rennur út um áramót.

Ráðið óskar eftir því að haft verði samband við ráðuneytið og óskað eftir fundi sem fyrst um áframhaldandi samstarf.

4.1108160 - Hamraborgarhátíð 2012

Andri Þór Lefever, sem heldur utan um Hamraborgarhátíðina, gerir grein fyrir dagskránni 1. september og áætluðum kostnaði.

Ráðið samþykkir að veita 100.000 krónum úr lista- og menningarsjóði til hátíðarinnar.

5.1202281 - Umsókn um rekstrarstyrk vegna Gítarveislu Bjössa Thor 2012

Ákvörðun um að fresta gítarveislunni í ár og styrkur því endurgreiddur.

Ráðið þakkar Birni Thoroddsen fyrir gott samstarf undanfarin ár og hans framlags til menningarlífs í Kópavogi. Vonast er til áframhaldandi góðs samstarfs í framtíðinni.

6.1208155 - Styrkumsókn vegna leikferðar á leiklistarhátíð í Rokiskis í Litháen í október 2012

Ráðið samþykkir að veita styrk að upphæð 300.000 kr. vegna þess góða árangurs sem Leikfélag Kópavogs náði með frumsömdu verki sínu Hringurinn en það var valið athyglisverðasta áhugaleiksýningin 2012 af valnefnd Þjóðleikhússins.

7.1207106 - Umsókn um styrk vegna tónleikahalds og uppbyggingar kórsins

Ráðið samþykkir að veita rekstrarstyrk að upphæð kr. 150.000.

8.1111415 - Styrkbeiðni vegna landsfundar Upplýsingar í Kópavogi 27. og 28. september 2012

Ráðið samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000.

Fundi slitið - kl. 19:00.