Lista- og menningarráð

53. fundur 14. janúar 2016 kl. 17:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1502338 - Menningarstyrkir

Listi yfir styrkumsóknir lagður fram en hátt í 30 umsóknir bárust. Umsóknarfrestur rann út 22. desember en hann var auglýstur á vef bæjarins og á vefjum menningarhúsanna.
Stefnt að því að umsóknir verði afgreiddar í næstu viku.

2.1509303 - Náttúrufræðistofa Kópavogs. Margmiðlunarvæðing náttúrugripasafns.

Hugmyndir kynntar að áfangaskiptingu verkefnisins.
Ráðið ítrekar óskir sínar um að verkefnið verði kynnt bæjarráði sem fyrst.

3.1510254 - Menningarhús Kópavogs: Ímynd, ásýnd og markaðsmál

Lýsing við menningarhús Kópavogs
Lista- og menningarráð beinir því til umhverfis- og samgöngunefndar að hún taki þátt í því með lista- og menningarráði að bæta lýsingu við menningarhús Kópavogs, til að bæta aðgengi og öryggi við húsin, ekki síst á dimmum vetrarmánuðum.

4.1008096 - Menningarstefna Kópavogs og starfsemi menningarhúsa.

Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar leggur fram yfirlitsskýrslu yfir menningarstarf á vegum bæjarins á árinu 2015.

Fundi slitið.