Lista- og menningarráð

13. fundur 14. febrúar 2013 kl. 17:00 - 18:30 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá
Hjálmar Hjálmarsson mætir á fund kl. 18:16

1.1205551 - Málefni Tónlistarhúss Kópavogs

Aino Freyju Jarvela og Björn Thoroddsen kynntu hugmyndir að verkefni fyrir Salinn.

Ráðið hyggst gera langtímasamning við Björn Thoroddsen í samvinnu við forstöðumann Salarins, sem ætla í sameiningu að vinna að því að auka orðspor Salarins og efla árvissa tónlistarhátíð í Kópavogi. Starfsmanni ráðsins falið að leita aðstoðar bæjarlögmanns um gerð slíks samnings.

2.1011281 - Styrkúthlutanir fyrir árið 2013.

Tillögur lagðar fram til umræðu.

Ráðið ákveður að styrkja ormadaga 213 um 550 þúsund krónur. Ákvörðun um aðrar umsóknir verður tekin síðar.

3.1205409 - Kópavogstún, Kópavogsbærinn og Kópavogshælið.

Ráðið þarf að tilnefna varamann í stjórn Kópavogsfélagsins.

Una Björg Einarsdóttir er tilnefnd sem varamaður í stjórn Kópavogsfélagsins.

4.1302263 - Bókasafn Kópavogs 60 ára

Ráðið hyggst gefa Bókasafni Kópavogs kynningarskjá í afmælisgjöf og hljómflutningstæki.

Fundi slitið - kl. 18:30.