Lista- og menningarráð

47. fundur 10. september 2015 kl. 18:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1006103 - Heiðurslistamaður og bæjarlistamaður.

Formleg útnefning og athöfn fór fram í Gamla Kópavogsbænum.
Lista- og menningarráð hefur útnefnt Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndara og Norðurheimskautsfara sem heiðurslistamann Kópavogsbæjar í ár og Jón Adolf Steinólfsson myndhöggvari hefur verið útnefndur bæjarlistamaður. Tilgangurinn er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í því að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum tíðina. Jón Adolf mun auk þess sinna menningarfræðslu í vetur og kenna grunnskólanemum í Kópavogi útskurð og jákvæða hugsun.

Fundi slitið.