Lista- og menningarráð

36. fundur 15. janúar 2015 kl. 17:15 í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör. 2015.

Niðurstaða dómnefndar kynnt. Í henni eru Sindri Freysson og Gunnþórunn Guðmundsdóttir. Þórdís Björnsdóttir sagði sig úr nefndinni af persónulegum ástæðum.
Lista- og menningarráð fellst á niðurstöðu dómnefndar.

2.1401594 - RIFF kvikmyndahátíð.

Umræða um mögulegt áframhaldandi samstarf.
Ákveðið að halda samstarfinu áfram á þessu ári. Forstöðumanni Listhúss falið að gera samning við forsvarsmann RIFF en hátíðin yrði unnin í samstarfi RIFF og menningarhúsa bæjarins.

3.1006103 - Bæjarlistamenn.

Bæjarlistamennirnir, þær Salka Sól og Blær kynntu nefndinni vinnu sína meðal nemenda í grunnskólum Kópavogs. Verkefnið fólst m.a. í að kenna skólabörnum að rappa.
Ráðið þakkar bæjarlistamönnum fyrir frábært starf innan grunnskóla Kópavogs.

4.1101206 - Safnanótt 2015.

Forstöðumaður Listhúss greinir frá þátttöku menningarhúsa bæjarins á Safnanótt 2015 sem fram fer 6. febrúar. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til þeirra hópa sem ekki eru duglegir að sækja söfnin. Daginn eftir verður Sundlauganótt og tekur þátt Sundlaug Kópavogs.

Fundi slitið.