Lista- og menningarráð

35. fundur 03. desember 2014 kl. 17:00 í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör.

Forstöðumaður Listhúss gerði grein fyrir því að frestur til að senda inn ljóð rennur út 21. desember. Í dómnefnd eru Sindri Freysson og Gunnþórunn Guðmundsdóttir. Sú hefði hefur skapast að hver sitji í dómnefnd í þrjú ár. Hugmyndir að þriðja dómnefndarfulltrúanum ræddar.

2.1411330 - Aðventuhátíð við menningarhúsin.

Rætt um jólahátíðina við menningarhúsin en húsin tóku þátt í hátíðinni með mun öflugri hætti nú en nokkru sinni fyrr. Einnig voru þrjú jólahús á svæðinu sem seldu ýmsan varning og skapaðist við það góð stemning sem studdi við starfsemi húsanna. Jólaljós hafa einnig í fyrsta sinn verið sett á þrjú tré við húsin.
Í lok fundar fóru fram almennar umræður um stefnu menningarmála í bænum.

Fundi slitið.