Lista- og menningarráð

160. fundur 26. janúar 2024 kl. 08:15 - 09:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Árni Pétur Árnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynja Sveinsdóttir starfsmaður stjórnsýlusviðs
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir Lögfræðingur
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2312013 - Skúlptúrgarður við Gerðarsafn

Kynning forstöðumanns Gerðarsafns á hugmyndum um uppsetningu á nýjum skúlptúrgarði við Gerðarsafn.
Lagt fram og kynnt.

Bókun:
"Lista- og menningarráð tekur vel í fyrirhugaðan skúlptúrgarð og leggur áherslu á að endurskipulagning svæðisins sé heildræn og unnin í samstarfi við umhverfis- og samgöngunefnd og skipulagsráð."

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.24011789 - Endurmótun Náttúrufræðistofu Kópavogs

Kynning forstöðumanns Náttúrufræðistofu Kópavogs á núverandi stöðu og framtíðarsýn Stofunnar.
Lagt fram og kynnt.

Menningarviðburðir í Kópavogi

3.2312630 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni frá Söngvinum, kór eldri borgara í Kópavogi.
Lista- og menningarráð frestar málinu.

Aðsend erindi

4.23101829 - Beiðni um kaup á útilistaverki eftir Helgu Sif Guðmundsdóttur

Kópavogsbæ stendur til boða kaup á útilistaverki eftir Helgu Sif Guðmundsdóttur.
Lista- og menningarráð vísar málinu til úrvinnslu forstöðumanns Gerðarsafns.

Aðsend erindi

5.2312015 - Beiðni um kaup á útilistaverki eftir Geirþrúði Finnbogadóttur Hjörvar

Kópavogsbæ stendur til boða að kaupa útilistaverk eftir Geirþrúði Finnbogadóttur Hjörvar.
Lista- og menningarráð vísar málinu til úrvinnslu forstöðumanns Gerðarsafns.

Fundi slitið - kl. 09:45.