- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Málefni menningarstofnana í Kópavogi
Fundi slitið - kl. 18:20.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin
Gögn sem lögð voru fram á fundinum:
Tillögur bæjarstjóra Kópavogs að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsanna, dagsett 27. mars 2023.
Greining á rekstri og tækifærum til hagræðingar menningarmála Kópavogs frá KPMG, dagsett 27. mars 2023.
Úttekt á húsnæði Héraðsskjala- og bókasafns Fannborg 3-5, dagsett 27. mars 2023.
Umræður.
Bæjarstjóri Ásdís Kristjánsdóttir sat fund frá kl. 15:30 til kl. 16:44.
Bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Vina Kópavogs, Viðreisnar og Pírata telja að ótækt og algjörlega ótímabært sé að taka afstöðu til tillagna bæjarstjóra Kópavogs að niðurskurði og hagræðingu á starfsemi menningarhúsanna í Kópavogi. Með framlagningu tillagnanna gengur bæjarstjóri framhjá lista- og menningarráði og lýðræðislegu hlutverki þess við stefnumótun í menningarmálum bæjarins. Ótækt er að ræða, hvað þá afgreiða tillögurnar án frekari gagna og upplýsinga. Þar að auki eru tillögurnar ekki í samræmi við þá áherslu nýsamþykktar menningarstefnu bæjarins að auka aðgengi íbúa í efri byggðum að menningarstarfi í Kópavogi. Þvert á móti er í tillögunum lögð enn meiri áhersla á Menningartorfuna.
Fyrir fundinum liggja gögn sem ríkir trúnaður um. Það er ólíðandi að okkur sé gert að ræða tillögur og taka ákvarðanir án þess að geta rætt við okkar bakland um þær. Við erum fulltrúar íbúa og það gengur ekki að málið sé unnið sem trúnaðarmál.
Í tillögum bæjarstjóra vantar algjörlega upplýsingar um hvernig á að standa að innleiðingunni, hvaða aðgerðir á að fara í, hverjir sjá um hvað og kostnaðinn við innleiðinguna. Þá fylgir tillögum bæjarstjóra engin kostnaðaráætlun og alls óvíst að um hagræðingu sé að ræða. Við teljum að lágmark sé að fyrir liggi kostnaðarmat á tillögunum svo hægt sé að taka afstöðu til þeirra.
Margrét Tryggvadóttir
Eva Sjöfn Helgadóttir
Soumia Georgsdóttir
Ísabella Leifsdóttir
Bókun:
Tillögur bæjarstjóra voru lagðar fram til kynningar á fundinum. Ekki var um formlega afgreiðslu að ræða. Að mati meirihlutans er skýrsla KPMG gott innlegg inn í stefnumótun í lista- og menningarmálum Kópavogs og hugmyndir bæjarstjóra mjög áhugaverðar. Mikilvægt er að þær hugmyndir fái efnislega meðhöndlun og að ráðist verði í frekari greiningar og útfærslu auk þess að leggja á þær kostnaðarmat að undangengnu samráði áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar. Tillögurnar eru í samræmi við það sem fram kemur í menningarstefnu bæjarins og hluti af innleiðingu stefnunnar.
Elísabet Sveinsdóttir
Helga Hauksdóttir
Jónas Skúlason