Lista- og menningarráð

145. fundur 02. nóvember 2022 kl. 08:15 - 10:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Jónas Skúlason, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Ingólfsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2209574 - Menningarávísun

Hugmyndir til umræðu.
Lista- og menningarráð felur formanni ráðsins og forstöðumanni menningarmála að skoða útfærslur á hugmyndinni.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2209575 - Samræmdur opnunartími menningarhúsanna

Hugmyndir og umræða.
Lista- og menningarráð telur ekki þörf á að samræma opnunartíma menningarhúsanna þar sem starfsemi þeirra er eðlisólík og lítill ávinningur af samræmingunni. Ráðið felur forstöðumanni menningarmála og formanni ráðsins að kanna grundvöll fyrir lengri opnunartíma bókasafnins og Gerðarsafns.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.2209577 - Heimsókn lista- og menningarráðs til Náttúrufræðistofu Kópavogs 2022

Kynning á starfsemi Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Máli frestað.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.2209578 - Heimsókn lista og menningarráðs á bókasafnið í Kópavogi 2022

Kynning á starfsemi Bókasafns Kópavogs.
Máli frestað.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.2210946 - Bókasafnsþjónusta við leikskólabörn og fjölskyldur þeirra í eftri byggðum

Bókasafnsþjónusta við leikskólabörn og fjölskyldur þeirra í efri byggðum.
Lista- og menningarráð felur forstöðumanni menningarmála og forstöðumanni bókasafns Kópavogs að skoða útfærslu á því hvort hægt sé veita bókasafnsþjónustu á leikskólum í efri byggðum. Litið er á þjónustuna sem tilraunaverkefni.

Menningarviðburðir í Kópavogi

6.2209572 - Skautasvell og jólabær í Kópavogi 2022

Hugmyndir lagðar fram til umræðu.
Ekki er talið raunhæft að framkvæma hugmyndina með svo skömmum fyrirvara, en umræðan verður tekin upp að nýju í byrjun næsta árs.
Eftirtaldar hugmyndir eru lagðar fram til umræðu sem hægt er að framkvæma 2022:
1. "Jólakort" Kópavogs - þar sem helstu staðsetningar um jólaviðburði koma fram.
2. Jólahús Kópavogs - Samkeppni um jólalegasta húsið í Kópavogi.
Formaður ráðsins fær það hlutverk að útfæra hugmyndina í samstarfi við starfsfólk menningarmála. Lista- og menningarráð telur hugmyndina ekki kalla á sérstaka fjárveitingu, enda fellur hún vel að öðru markaðsstarfi MEKÓ.

Menningarviðburðir í Kópavogi

7.22032153 - 17. júní 2022

Skýrsla 17.júní 2022.
Máli frestað.

Menningarviðburðir í Kópavogi

8.2210331 - Kópavogur Menningarborg Evrópu 2028

Athugasemd vegna fundargerðar frá 144. fundi ráðsins.
Í fundargerð kom fram að ráðgjafi hafi setið allan fundinn. Hið rétta er að ráðgjafi vék af fundi að kynningunni lokinni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

9.2209177 - Styrkir frá lista- og menningarráði árið 2023

Viðmið í úthlutun styrkja.
Málið rætt.

Fundi slitið - kl. 10:30.