Lista- og menningarráð

129. fundur 15. júní 2021 kl. 17:00 - 19:00 í Borgum - safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir varamaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2106585 - Vettvangsferð - Útilistaverk og undirgögn við Hamraborg

Úttekt á tveimur útilistaverkum í geymslu Safnaðarheimilis og vettvangsferð um undirgöngin við Hamraborg.
Vegna samantektar forstöðumanns Gerðarsafns vill lista og menningarráð vekja athygli á og lýsa yfir áhyggjum á ástandi listaverka bæjarins sem mörg hver þarfnast tafarlausra viðgerða og hreinsunar. Slíkt er ekki innan fjárhagsramma ráðsins og leggur það því til að slíkt verði rætt í komandi fjárhagsáætlunargerð Kópavogsbæjar.
Ennfremur bendir ráðið á að í menningarstefnu bæjarins er lögð áhersla á að glæða listir og menningu í opinberu rými. Lista- og menningarráð óskar því eftir umræðu í bæjarstjórn og komandi fjárhagsáætlun um að fjölga útilistaverkum til að lífga upp á nærumhverfi Kópavogsbúa.

Eftir vettvangsferð um undirgöngin við Hamraborg óskar lista- og menningarráð eftir því að skipulagssvið geri úttekt og kostnaðarmat á annars vegar standsetningu ganganna þannig að núverandi útlit haldi sér og hins vegar kostnaðarmat og greiningu á því hvernig hægt væri að nýta göngin fyrir listviðburði á borð við sýningar eða gjörninga með því að bæta aðgengi og lýsingu.

Í vettvansferð lista- og menningarráðs voru einnig með í för Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns, Lísa Valdimarsdóttir forstöðumaður bókasafnsins, Finnur Ingimarsson forstöðumaður Náttúrufræðistofu og Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefna- og viðburðarstjóri menningarmála.

Fundi slitið - kl. 19:00.