Lista- og menningarráð

114. fundur 04. júní 2020 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðs lista- og menningarráðs.
Staða sjóðs lista- og menningarráðs yfirfarin.

Menningarviðburðir í Kópavogi

2.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Framkvæmd 17. júní og sumarviðburða í Kópavogi
Lista- og menningarráð lýsir mikilli ánægju með skipulagningu viðburða á 17. júní sem verða með óhefðbundnu sniði að þessu sinni. Einnig verða skipulagðar uppákomur í hverfum bæjarins nokkrum sinnum í sumar þar sem íbúum verður boðið upp á ókeypis aðgang að leiktækjum.

Menningarviðburðir í Kópavogi

3.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Málefni Leikfélags Kópavogs.
Lista- og menningarráð þakkar Leikfélagi Kópavogs fyrir góðar móttökur í leikhúsinu. Unnið verður að endurnýjun rekstrarsamnings við LK.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

4.2002198 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna Tíbrártónleika.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við þessari beiðni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.2003875 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna útgáfu ritverks.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við þessari styrkumsókn.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

6.2005185 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkur vegna tónleikaraðarinnar Af fingrum fram.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Jóni Ólafssyni styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna tónleikaraðarinnar Af fingrum fram.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

7.2005793 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk vegna tímaritaútgáfu.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við þessari styrkumsókn.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

8.2005916 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Óskað eftir styrk vegna fjölskylduviðburðarins Tjaldvakan.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við þessari styrkumsókn.

Styrkbeiðnir - Starfsstyrkir listamanna

9.2005008 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna ritun bókar.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við þessari styrkumsókn.

Styrkbeiðnir - Starfsstyrkir listamanna

10.2005549 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Lista- og menningarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 300.000 í verkefnið Króna-króna.

Fundi slitið - kl. 19:00.