Lista- og menningarráð

91. fundur 23. ágúst 2018 kl. 17:15 - 19:15 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalmaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örn Thorstensen varamaður
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Almenn mál

1.17091061 - Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs

Fundartímar ráðsins.
Á fyrsta fundi lista- og menningarráðs var Karen Elísabet Halldórsdóttir kosin formaður ráðsins. Varaformaður var kosinn Páll Marís Pálsson.
Á næstu tveimur fundum ráðsins verða menningarstofnanirnar heimsóttar. Það er fimmtudginn 6. september kl. 17:15 og fimmtudaginn 20. september kl. 17:15. Fundirnir hefjast á Digranesvegi 1.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða lista- og menningarsjóðs
Staða sjóðsins lögð fram. Staðan sýnir að áætlanir fyrir viðburði og verkefni eru innan rammans.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.18081439 - Dagskrá Menningarhúsa í Kópavogi

Dagskrá Menningarhúsanna sept.-des. lögð fram til kynningar.
Lista- og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með dagskrá menningarhúsanna frá september til desember 2018. Hún er í senn afar fjölbreytt, höfðar til allra bæjarbúa og lýsir miklum metnaði innan málaflokksins.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.18081251 - Listaverkakaup Gerðarsafns 2018

Tillögur Gerðarsafns að listaverkakaupum.
Ráðið samþykkir tillögu forstöðumanns Gerðarsafns um innkaup listaverka eftir listamennina Hólmfríði Árnadóttur, Theresu Himmer, Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur og Ragnheiði Gestsdóttur.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.18081249 - Reglur um ráðgjafanefnd Salarins

Starfsreglur um ráðgjafanefnd Salarins og þóknun til nefndarmanna.
Lista- og menningarráð samþykkir reglur um ráðgjafanefnd Salarins. Ráðið leggur Salnum til kr. 200.000 á ári sem þóknun til nefndarmanna. Greidd verður hlutfallsleg þóknun verði fundað fyrir næstu áramót.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

6.18081220 - Reglur um ráðgjafanefnd Gerðarsafns (áður listráð)

Starfsreglur um ráðgjafanefnd Gerðarsafns og þóknun til nefndarmanna.
Lista- og menningarráð samþykkir reglur um ráðgjafanefnd Gerðarsafns. Ráðið leggur Gerðarsafni til kr. 200.000 á ári sem þóknun til nefndarmanna. Greidd verður hlutfallsleg þóknun verði fundað fyrir næstu áramót.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

7.18081196 - Tíbrá, tónleikaröð. Dagskrá veturinn 2018 - 2019

Tónleíkadagskráin Tíbrá í Salnum lögð fram til kynningar.
Lista- og menningarráð telur dagskrá Salarins vandaða og spennandi og lýsir yfir mikilli ánægju með hana.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

8.1711434 - Umsókn um styrk vegna uppsetningar dansverka í samvinnu við Salinn og Gerðarsafn

Styrkþegi óskar eftir breytingu á viðburði.
Lista- og menningarráði þykir leitt að forsendur fyrir danshátíðinni séu brostnar og óskar öllum sem að henni standa velgengni.

Fundi slitið - kl. 19:15.