Lista- og menningarráð

76. fundur 21. september 2017 kl. 17:15 - 19:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
  • Birtna Björnsdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Dagmar Jóhannesdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1706080 - Listaverkakaup Gerðarsafns

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, kynnir sýningarstefnu og tengsl hennar við safnkostinn.
Ráðið þakkar Kristínu kynningu á sýningarstefnu safnsins og umfjöllun um innkaupastefnu þess. Beiðni um fast árlegt framlag til listaverkakaupa verður skoðað á næsta fundi ráðsins. Auk þess er ákveðið að stofnskrá Gerðarsafns verði tekin til endurskoðunar. Auður Sigrúnardóttir verður fulltúri ráðsinsins við endurskoðunina auk forstöðumanns menningarmála og forstöðumanni safnsins.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1709811 - Breytingar á skrifstofuaðstöðu í Gerðarsafni

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, kynnir skipulagsbreytingar á neðri hæð Gerðarsafns. Áformum um breytingar verður haldið áfram og ráðið verða upplýst um framvindu framkvæmdanna.
Ráðið þakkar Kristínu kynningu á breytingum á innra skipulagi neðri hæðar Gerðarsafns. Nánari útfærsla á breytingum verður kynnt ráðinu eftir því sem fram vindur.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.1709249 - Rekstrarsamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar

Lagt fram til umræðu ársreikningar 2016-2017, skýrsla stjórnar og rekstrarsamningur vegna beiðni um áframhaldandi samstarf bæjarins við Leikfélag Kópavogs.
Lista- og menningarráð mun endurskoða rekstrarsamninginn á milli aðilanna og taka hann fyrir að því loknu.

Önnur mál

4.1709838 - Stefnumótun í gerð útilistaverka í Kópavogi

Umræður um stefnumótun í gerð útilistaverka.
Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:15.