Lista- og menningarráð

7. fundur 06. september 2012 kl. 17:15 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
  • Una María Óskarsdóttir varafulltrúi
  • Sigrún Skaftadóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1208684 - Leikfélag Kópavogs. Rekstrarstyrkur skv. samningi

Ráðið staðfestir afgreiðslu styrksins.

2.1205102 - Óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ við að skrá sögu bæjarins í máli og myndum á nútímalegu formi

Ráðið sér ekki samstarfsflöt á þessu verkefni að svo stöddu.

3.1208364 - Styrkumsókn vegna tónleikahalds til heiðurs Halldóri Haraldssyni píanóleikara.

Ráðið styrkir tónleikana um sem nemur andvirði á leigu Salarins.

4.1006103 - Heiðurslistamaður Kópavogs.

Áframhaldandi umræður.

5.1204310 - Myndlistarfélag Kópavogs

Fulltrúar hins nýstofnaða Myndlistarfélags Kópavogs, Sigurbjörg Einarsdóttir, Sólrún Halldórsdóttir og Helga Ástvaldsdóttir mættu á fund ráðsins og greindu frá starfsemi félagsins og þörf félagsmanna til að hafa aðgang að lista- og sýningaraðstöðu í bænum.

Ráðið óskar hinu nýstofnaða Myndlistarfélagi Kópavogs til hamingju og bindur mikla vonir við starfsemi þeirra í framtíðinni.  

Fundi slitið - kl. 19:00.